Hafa endurgreitt um 200 milljónir vegna vegalokana Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. desember 2022 21:23 Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða. bylgjan Rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir fyrirtækið hafa endurgreitt um 200 milljónir til ferðamanna vegna vegalokana. Ferðamenn hafa afbókað ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. Kallað er eftir betri fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni. Aðilar í ferðaþjónustu eru óánægðir vegna ástandsins sem hefur verið á vegum landsins síðustu daga vegna fannfergis. Gagnrýni þeirra hefur aðallega beinst að Vegagerðinni. „Það sem fyllti algjörlega mælinn var að vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs hafi verið algjörlega lokaður núna í fjóra daga á háannatíma ferðaþjónustu,“ segir Jóhann Már Valdimarsson rekstrarstjóri Tröllaferða sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segist hafa skilning á vegalokunum vegna veðurs. Hins vegar sé óásættanlegt að hafa vegi lokaða vegna snjós á vegum í góðu veðri. „Það er skrýtið að þá sé ekki hægt að halda vegum opnum. Við hljótum að geta gert þetta betur þannig hægt sé að halda þjóðvegi eitt opnum um leið og veðrinu slotar,“ segir Jóhann Már. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hans hafi þurft að afbóka ferðir hjá um þúsund manns. „Ferðamenn eiga erfitt með að skilja það þegar þeir horfa út og sjá að ekkert er að veðrinu. Ég talaði við ferðamenn í gær í Vík sem skildu ekki hvers vegna þeir komust ekki frá A til B. Þeir höfðu bókað ísjöklaferðir í Breiðarmerkurjökli.“ Mikið um afbókanir í upphafi nýs árs Nú þegar búið sé að auglýsa landið sem áfangastað sem hægt sé að heimsækja allt árið um kring, þurfi innviðir að fylgja. Vegagerðin mun funda með Samtökum ferðaþjónustunnar á nýju ári til að ræða aukna þjónustu við atvinnugreinina. Jóhann segist upplifa að frekar sé lokað vegum í dag en áður fyrr. Hann biður einnig um frekari fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni Lokanir á síðustu dögum hafa kostað fyrirtæki hans um 200 milljónir í endurgreiðslur. „Það er samt aukaatriði í þessu. Það sem er verst í þessu eru kúnnarnir sem hafa safnað og beðið, hlakkað til að koma til Íslands. Ég talaði við fjölskylduföður í dag í Vík sem var alveg sama hvað skyldi gert, hann vildi bara gera eitthvað. Það er það sem er erfiðast í þessu, að segja þessu fólki sem hefur tekið sér frí og vill ferðast, að því miður séu vegirnir lokaðir og þeir verði að vera í Reykjavík þessa tíu daga sem þau bókuðu.“ Jóhann segir einnig algengt að fólk sé að afbóka ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. „Fólk hefur lesið um það sem er að gerast á Íslandi og afbókar þess vegna. Það er hagur allra að við fáum ferðamenn hingað tólf mánuði á ári. Það eru fyrirtæki um allt land sem stóla á ferðaþjónustu allt árið, og til þess þurfa innviðir að vera í lagi og það eru vegirnir sem verður að halda opnum.“ Ferðamennska á Íslandi Snjómokstur Mýrdalshreppur Reykjavík síðdegis Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Aðilar í ferðaþjónustu eru óánægðir vegna ástandsins sem hefur verið á vegum landsins síðustu daga vegna fannfergis. Gagnrýni þeirra hefur aðallega beinst að Vegagerðinni. „Það sem fyllti algjörlega mælinn var að vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs hafi verið algjörlega lokaður núna í fjóra daga á háannatíma ferðaþjónustu,“ segir Jóhann Már Valdimarsson rekstrarstjóri Tröllaferða sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segist hafa skilning á vegalokunum vegna veðurs. Hins vegar sé óásættanlegt að hafa vegi lokaða vegna snjós á vegum í góðu veðri. „Það er skrýtið að þá sé ekki hægt að halda vegum opnum. Við hljótum að geta gert þetta betur þannig hægt sé að halda þjóðvegi eitt opnum um leið og veðrinu slotar,“ segir Jóhann Már. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hans hafi þurft að afbóka ferðir hjá um þúsund manns. „Ferðamenn eiga erfitt með að skilja það þegar þeir horfa út og sjá að ekkert er að veðrinu. Ég talaði við ferðamenn í gær í Vík sem skildu ekki hvers vegna þeir komust ekki frá A til B. Þeir höfðu bókað ísjöklaferðir í Breiðarmerkurjökli.“ Mikið um afbókanir í upphafi nýs árs Nú þegar búið sé að auglýsa landið sem áfangastað sem hægt sé að heimsækja allt árið um kring, þurfi innviðir að fylgja. Vegagerðin mun funda með Samtökum ferðaþjónustunnar á nýju ári til að ræða aukna þjónustu við atvinnugreinina. Jóhann segist upplifa að frekar sé lokað vegum í dag en áður fyrr. Hann biður einnig um frekari fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni Lokanir á síðustu dögum hafa kostað fyrirtæki hans um 200 milljónir í endurgreiðslur. „Það er samt aukaatriði í þessu. Það sem er verst í þessu eru kúnnarnir sem hafa safnað og beðið, hlakkað til að koma til Íslands. Ég talaði við fjölskylduföður í dag í Vík sem var alveg sama hvað skyldi gert, hann vildi bara gera eitthvað. Það er það sem er erfiðast í þessu, að segja þessu fólki sem hefur tekið sér frí og vill ferðast, að því miður séu vegirnir lokaðir og þeir verði að vera í Reykjavík þessa tíu daga sem þau bókuðu.“ Jóhann segir einnig algengt að fólk sé að afbóka ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. „Fólk hefur lesið um það sem er að gerast á Íslandi og afbókar þess vegna. Það er hagur allra að við fáum ferðamenn hingað tólf mánuði á ári. Það eru fyrirtæki um allt land sem stóla á ferðaþjónustu allt árið, og til þess þurfa innviðir að vera í lagi og það eru vegirnir sem verður að halda opnum.“
Ferðamennska á Íslandi Snjómokstur Mýrdalshreppur Reykjavík síðdegis Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira