Langar að hjálpa Íslendingum að hugsa vel um heilsuna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. desember 2022 17:09 Anna Eiríks er pistlahöfundur á Lífinu á Vísi og skrifar um mat og heilsu. Hún stýrir einnig æfingaþáttunum Hreyfum okkur saman. Íris Dögg EInarsdóttir Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríks stofnandi annaeiriks.is er 45 ára í dag. Anna sameinar vinnu og áhugamál því hún hefur brennandi áhuga á því að þjálfa fólk og hjálpa því að hugsa vel um sína heilsu. Anna er pistlahöfundur hér á Lífinu á Vísi en hún hefur starfað í rúm 25 ár sem þjálfari og hóptímakennari og er í dag deildarstjóri í Hreyfingu og einnig þáttastjórnandi Hreyfum okkur saman hér á Vísi og Stöð 2+. Þann 12.12.22 setti hún í loftið nýjan heilsuvef í tilefni 5 ára afmælis annaeiriks.is sem hún opnaði á 40 ára afmælinu sínu. Þetta er vefapp sem býður upp á fjölbreytta og árangursríka fjarþjálfun, girnilegar uppskriftir sem innihalda engan viðbættan sykur, prógrömm og heilsumiðað blogg. „Mig langar einfaldlega að hjálpa Íslendingum að hugsa vel um sig og sína heilsu og gera þjálfun aðgengilega og viðráðanlega fyrir alla. Margir mikla það fyrir sér að byrja í ræktinni eða finnst þeir ekki hafa tíma til þess en núna er tímaskortur ekki lengur afsökun segir Anna. Ég býð upp á 10 til 30 mínútna æfingar sem skila frábærum árangri en það er mikill misskilningur hjá fólki að halda að það þurfi alltaf að æfa mjög lengi til að æfingarnar skili árangri. Það skiptir miklu meira máli að æfa og hreyfa sig að staðaldri, sumar æfingar mega vera 10 mínútur og aðrar 30 mínútur en við viljum almennt hreyfa okkur svona þrisvar til fimm sinnum í viku,“ segir Anna. „Mér líður alltaf eins og ég sé 30 ára og þakka ég það heilsunni minni sem ég hugsa vel um með því að hreyfa mig reglulega og ætla ég að gera svo lengi sem ég get.“ Ný þáttaröð af Hreyfum okkur saman fer svo í loftið á Vísi og Stöð 2+ á nýju ári. Anna Eiríks segir að hún upplifi sig alltaf þrítuga.Íris Dögg Einarsdóttir Fjölbreytni lykillinn „Ég er ótrúlega stolt af þessu nýja vefappi sem virkar einstaklega vel í hvaða snjalltæki sem er og vonast ég með þessu móti til að geta breitt út minn boðsskap sem snýst um það dýrmætasta sem við eigum, heilsuna okkar og hvernig við getum hugsað vel um hana þrátt fyrir tímaleysi og annríki. Þjálfunin mín snýst um að styrkja okkur og efla, líkamlega og andlega án allra öfga segir Anna. Ég þoli ekki öfgar, lifi sjálf ekki eftir því og mun aldrei gera, þetta snýst um jafnvægi segir hún, lífið er of stutt fyrir boð og bönn en það þarf klárlega jafnvægi bæði í hreyfingu og mataræði. Mér fannst sárlega vanta þessa lausn fyrir Íslendinga og hugsa ég þennan vef fyrir alla, konur og karla, hlaupara, hjólara, skíðafólk, göngugarpa, íþróttafólk, kyrrsetufólk og fleira sem vilja hugsa vel um sig og sína heilsu,“ útskýrir afmælisbarnið. „Æfingarnar eru hannaðar til að styrkja og tóna vöðva, auka liðleika, þjálfa þol, brenna fitu, auka vellíðan og bæta heilsu. Þær eru hnitmiðaðar og afar aðgengilegt að finna æfingar við sitt hæfi hvort sem það eru styrktaræfingar, kjarnaþjálfun, rassæfingar, teygjur, jóga eða brennsla. Ég sjálf æfi fjölbreytt,“ segir Anna og tel það lykilinn að árangri og ánægju í minni þjálfun og á vefnum mínum býð ég ykkur upp á það sama segir hún. „Ég er spennt fyrir komandi tímum og hlakka til að þjálfa Íslendinga, hvort sem það er í tímum hjá mér í Hreyfingu eða í gegnum vefinn minn,“ segir Anna að lokum. Hægt er að skoða vefinn hennar Önnu Eiríks HÉR og svo er hún líka á Instagram: instagram.com/aeiriks. Anna Eiríks Hreyfum okkur saman Heilsa Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Anna er pistlahöfundur hér á Lífinu á Vísi en hún hefur starfað í rúm 25 ár sem þjálfari og hóptímakennari og er í dag deildarstjóri í Hreyfingu og einnig þáttastjórnandi Hreyfum okkur saman hér á Vísi og Stöð 2+. Þann 12.12.22 setti hún í loftið nýjan heilsuvef í tilefni 5 ára afmælis annaeiriks.is sem hún opnaði á 40 ára afmælinu sínu. Þetta er vefapp sem býður upp á fjölbreytta og árangursríka fjarþjálfun, girnilegar uppskriftir sem innihalda engan viðbættan sykur, prógrömm og heilsumiðað blogg. „Mig langar einfaldlega að hjálpa Íslendingum að hugsa vel um sig og sína heilsu og gera þjálfun aðgengilega og viðráðanlega fyrir alla. Margir mikla það fyrir sér að byrja í ræktinni eða finnst þeir ekki hafa tíma til þess en núna er tímaskortur ekki lengur afsökun segir Anna. Ég býð upp á 10 til 30 mínútna æfingar sem skila frábærum árangri en það er mikill misskilningur hjá fólki að halda að það þurfi alltaf að æfa mjög lengi til að æfingarnar skili árangri. Það skiptir miklu meira máli að æfa og hreyfa sig að staðaldri, sumar æfingar mega vera 10 mínútur og aðrar 30 mínútur en við viljum almennt hreyfa okkur svona þrisvar til fimm sinnum í viku,“ segir Anna. „Mér líður alltaf eins og ég sé 30 ára og þakka ég það heilsunni minni sem ég hugsa vel um með því að hreyfa mig reglulega og ætla ég að gera svo lengi sem ég get.“ Ný þáttaröð af Hreyfum okkur saman fer svo í loftið á Vísi og Stöð 2+ á nýju ári. Anna Eiríks segir að hún upplifi sig alltaf þrítuga.Íris Dögg Einarsdóttir Fjölbreytni lykillinn „Ég er ótrúlega stolt af þessu nýja vefappi sem virkar einstaklega vel í hvaða snjalltæki sem er og vonast ég með þessu móti til að geta breitt út minn boðsskap sem snýst um það dýrmætasta sem við eigum, heilsuna okkar og hvernig við getum hugsað vel um hana þrátt fyrir tímaleysi og annríki. Þjálfunin mín snýst um að styrkja okkur og efla, líkamlega og andlega án allra öfga segir Anna. Ég þoli ekki öfgar, lifi sjálf ekki eftir því og mun aldrei gera, þetta snýst um jafnvægi segir hún, lífið er of stutt fyrir boð og bönn en það þarf klárlega jafnvægi bæði í hreyfingu og mataræði. Mér fannst sárlega vanta þessa lausn fyrir Íslendinga og hugsa ég þennan vef fyrir alla, konur og karla, hlaupara, hjólara, skíðafólk, göngugarpa, íþróttafólk, kyrrsetufólk og fleira sem vilja hugsa vel um sig og sína heilsu,“ útskýrir afmælisbarnið. „Æfingarnar eru hannaðar til að styrkja og tóna vöðva, auka liðleika, þjálfa þol, brenna fitu, auka vellíðan og bæta heilsu. Þær eru hnitmiðaðar og afar aðgengilegt að finna æfingar við sitt hæfi hvort sem það eru styrktaræfingar, kjarnaþjálfun, rassæfingar, teygjur, jóga eða brennsla. Ég sjálf æfi fjölbreytt,“ segir Anna og tel það lykilinn að árangri og ánægju í minni þjálfun og á vefnum mínum býð ég ykkur upp á það sama segir hún. „Ég er spennt fyrir komandi tímum og hlakka til að þjálfa Íslendinga, hvort sem það er í tímum hjá mér í Hreyfingu eða í gegnum vefinn minn,“ segir Anna að lokum. Hægt er að skoða vefinn hennar Önnu Eiríks HÉR og svo er hún líka á Instagram: instagram.com/aeiriks.
Anna Eiríks Hreyfum okkur saman Heilsa Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira