Innlent

Hall­björn Hjartar­­son látinn og fé­lagið sem reisti Kántrýbæ gjald­­þrota

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hallbjörn Hjartarson rak Kántrýbæ á Skagaströnd.
Hallbjörn Hjartarson rak Kántrýbæ á Skagaströnd.

Einkahlutafélagið Villta Vestrið / Skagaströnd ehf. er gjaldþrota. Starfsemi félagsins snerist um fjármögnun á húsinu sem hýsti veitingastaðinn Kántrýbæ og var samnefnd útvarpsstöð staðsett þar einnig. Hallbjörn Hjartarson, eigandi félagsins, lést í september síðastliðnum. 

DV greinir frá þessu. Hallbjörn lést þann 2. september síðastliðinn, 87 ára að aldri. Hallbjörn var þekktur kántrýsöngvari en hann var dæmdur árið 2014 í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Annar drengjanna var barnabarn hans. 

Villta Vestrið / Skagaströnd ehf. var stofnað stuttu eftir að húsnæði Kántrýbæjar brann til kaldra kola árið 1997. Hann efldi til hópsöfnunar og gátu einstaklingar keypt hlut í félaginu á þúsund krónur. Tæplega fimm þúsund manns keyptu hlut í félaginu. 

Eftir að Hallbjörn var dæmdur árið 2014 gekk reksturinn brösuglega og árið 2018 var rekstrarfélag staðarins, Kántrýbær ehf., úrskurðað gjaldþrota. Tilraunir voru gerðar til að selja húsið en það gekk ekki og var það selt á nauðungarsölu sama ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×