„Ísland á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 13:30 Rasmus Boysen hefur trú á því að íslenska landsliðið geti farið í undanúrslit á HM í handbolta. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Langt er síðan spennan fyrir stórmóti í handbolta var jafn mikil og hún er fyrir HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst eftir rétt rúmar tvær vikur. Rasmus Boysen, einn helsti handboltasérfræðingur heims, fór yfir möguleika Íslands á mótinu í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastið. Rasmus segir að það hafi verið ljóst á seinasta stórmóti, EM í Ungverjalandi og Slóvakíu, að íslenska liðið væri með gæðin til að fara langt. Hann segir að hópurinn hafi þróast frá því að vera bara með gott byrjunarlið yfir í að vera með heilsteyptan hóp sem á sínum degi getur unnið hvaða lið sem er. „Ég sá það á seinasta stórmóti að liðið er í hæsta gæðaflokki. Þegar íslenska liðið spilar sinn besta leik eru ekki mörg lið sem geta unnið þá. Mér finnst þið vera með mjög gott lið núna með mikið af góðum leikmönnum. Fyrir þrem til fjórum árum var Ísland með gott byrjunarlið, en núna eru þetta mun fleiri leikmenn sem geta staðið sig vel,“ sagði Rasmus Markvarðastaðan verið vandamál áður fyrr, en nú sé öldin önnur Þá segir Rasmus að markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sé mikilvægt púsl í íslenska liðinu, enda hafi landsliðinu vantað markvörð í hæsta gæðaflokki undandarin ár. Rasmus Boysen er virkilega hrifinn af Viktori Gísla Hallgrímssyni.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Ég held að framþróun Viktors Gísla Hallgrímssonar sé mjög mikilvæg því Ísland hefur oft verið með gott lið, en með fullri virðingu fyrir öðrum markmönnum þá hefur liðinu vantað markmann í hæsta gæðaflokki. Mér finnst Viktor Gísli hafa sýnt það á fyrri hluta tímabils með Nantes að hann getur verið einn besti markmaður í heimi þannig að nú á liðið góðan möguleika á að fara langt á heimsmeistaramótinu.“ Leiðin í undanúrslit erfið Rasmus segir einnig að þrátt fyrir góða möguleika Íslands á mótinu þurfi liðið fyrst að fara í gegnum mjög snúinn riðil. „Auðvitað er fullt af góðum liðum og Ísland er í erfiðum riðli. Liðið á mjög erfiðan leik strax í fyrstu umferð gegn Portúgal og ég held að það sé mikilvægt að ná í góð úrslit þar.“ Ísland á erfiðan leik gegn Portúgal í fyrstu umferð HM.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images „Síðan tekur við erfiður milliriðill og í átta liða úrslitum mætir Ísland líklega Danmörku eða Króatíu, kannski Egyptalandi. Þannig það verður erfitt fyrir Ísland að komast þangað, en íslenska liðið á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit. Það er möguleiki,“ sagði Rasmus að lokum. Rasmus rifjaði einnig upp þegar Danmörk tapaði gegn Frökkum á seinasta stórmóti og skítkastið sem hann og aðrir Danir fengu frá Íslendingum í kjölfarið á því. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan, en umræðan um möguleika íslenska landsliðsins hefst eftir rúmar 32 mínútur. HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Rasmus segir að það hafi verið ljóst á seinasta stórmóti, EM í Ungverjalandi og Slóvakíu, að íslenska liðið væri með gæðin til að fara langt. Hann segir að hópurinn hafi þróast frá því að vera bara með gott byrjunarlið yfir í að vera með heilsteyptan hóp sem á sínum degi getur unnið hvaða lið sem er. „Ég sá það á seinasta stórmóti að liðið er í hæsta gæðaflokki. Þegar íslenska liðið spilar sinn besta leik eru ekki mörg lið sem geta unnið þá. Mér finnst þið vera með mjög gott lið núna með mikið af góðum leikmönnum. Fyrir þrem til fjórum árum var Ísland með gott byrjunarlið, en núna eru þetta mun fleiri leikmenn sem geta staðið sig vel,“ sagði Rasmus Markvarðastaðan verið vandamál áður fyrr, en nú sé öldin önnur Þá segir Rasmus að markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sé mikilvægt púsl í íslenska liðinu, enda hafi landsliðinu vantað markvörð í hæsta gæðaflokki undandarin ár. Rasmus Boysen er virkilega hrifinn af Viktori Gísla Hallgrímssyni.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Ég held að framþróun Viktors Gísla Hallgrímssonar sé mjög mikilvæg því Ísland hefur oft verið með gott lið, en með fullri virðingu fyrir öðrum markmönnum þá hefur liðinu vantað markmann í hæsta gæðaflokki. Mér finnst Viktor Gísli hafa sýnt það á fyrri hluta tímabils með Nantes að hann getur verið einn besti markmaður í heimi þannig að nú á liðið góðan möguleika á að fara langt á heimsmeistaramótinu.“ Leiðin í undanúrslit erfið Rasmus segir einnig að þrátt fyrir góða möguleika Íslands á mótinu þurfi liðið fyrst að fara í gegnum mjög snúinn riðil. „Auðvitað er fullt af góðum liðum og Ísland er í erfiðum riðli. Liðið á mjög erfiðan leik strax í fyrstu umferð gegn Portúgal og ég held að það sé mikilvægt að ná í góð úrslit þar.“ Ísland á erfiðan leik gegn Portúgal í fyrstu umferð HM.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images „Síðan tekur við erfiður milliriðill og í átta liða úrslitum mætir Ísland líklega Danmörku eða Króatíu, kannski Egyptalandi. Þannig það verður erfitt fyrir Ísland að komast þangað, en íslenska liðið á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit. Það er möguleiki,“ sagði Rasmus að lokum. Rasmus rifjaði einnig upp þegar Danmörk tapaði gegn Frökkum á seinasta stórmóti og skítkastið sem hann og aðrir Danir fengu frá Íslendingum í kjölfarið á því. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan, en umræðan um möguleika íslenska landsliðsins hefst eftir rúmar 32 mínútur.
HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira