Innlent

Þurft að að­stoða að koma heil­brigðis­starfs­fólki til vinnu

Atli Ísleifsson skrifar
Björgundarsveitarfólk hefur þurft að sinna ýmsum verkefnum síðustu dagana.
Björgundarsveitarfólk hefur þurft að sinna ýmsum verkefnum síðustu dagana. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir voru að störfum á Grindavíkurvegi og vestast á Reykjanesskaga til klukkan fjögur í nótt. Nú í morgunsárið hafa sveitir svo þurft að aðstoða heilbrigðisstarfsfólki að komast til vinnu á Héraði á Austurlandi.

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.

„Það var nokkuð um að vera þarna á Grindavíkurvegi í gærkvöldi og í nótt. Um klukkan fjögur var ákveðið að loka öllu þar. Þetta var þá orðið gott að mati lögreglu,“ segir Jón Þór.

Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Egill

Hann segir að nú séu víðtækar lokanir, aðallega á Suðurlandi þar sem veginum hefur verið lokað milli nokkurra helstu byggðakjarna.

Jón Þór segir að jólin hafi að mestu leyti gengið vel. „Það var auðvitað þetta við Vík í Mýrdal þar sem rúta var að þvera veginn. Þar þurfti björgunarsveitarfólk að standa upp frá jólasteikinni og það verkefni teygði sig inn í nóttina og tók sömuleiðis til sín sveitir austan frá og vestan.“

Varðandi daginn í dag segir Jón Þór að björgunarsveitir muni að sjálfsögðu vera í viðbragðsstöðu. „Við sjáum til hvernig þessi lægð fer með okkur. Þessar lokanir virðast að minnsta kosti halda eins og staðan er nú.“


Tengdar fréttir

Rútan festist aftur og lög­regla mannar lokunar­pósta

Töluvert var um það í gær að fólk hundsaði lokanir á þjóðveginum á Suðurlandi. Gripið var til þess ráðs að fá lögreglu til að manna lokunarpósta. Rúta, sem festist við Pétursey í gær, eftir að ökumaður hennar virti ekki lokun, festist aftur við Dyrhólaey í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×