Varði aðfangadagskvöldi með ókunnugum strandaglópum í Keflavík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. desember 2022 18:50 Alexa ásamt öðrum strandaglópum. Þau þekktust ekkert í fyrradag en vörðu aðfangadegi saman. aðsend „Þetta var ekki alveg aðfangadagurinn sem ég átti von á,“ segir Alexa, bandarísk kona sem ætlaði einungis að millilenda hér á landi í tvo klukkutíma í gær en endaði á því að verja jólunum í Keflavík þar sem flugi hennar til Bandaríkjanna var aflýst vegna veðurs. Fimbulkuldi er nú víða í Bandaríkjunum og nær óveðrið yfir mikið landsvæði, allt frá Great Lakes nærri Kanada til Rio Grande við landamæri Mexíkó. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja því jólunum fastir á flugvöllum í landinu. Tveir klukkutímar urðu sólarhringur Þá var nokkur fjöldi Bandaríkjamanna á heimleið til að verja jólunum þar í landi, en er þess í stað fastur víðs vegar um heim vegna veðursins. Ein þeirra er Alexa sem millilenti hér á landi í gær á leið frá Dublin til Seattle. Hún átti að dvelja á Keflavíkurflugvelli í tvo klukkutíma en þeir urðu nær tuttugu og fjórum. Ekki alveg aðfangadagurinn sem hún ímyndaði sér. „Ég ætlaði að dvelja með fjölskyldunni en ég hitti margt fólk svo þetta er allt í lagi,“ sagði Alexa Malick. Hún kynntist nefnilega öðrum strandaglópum sem festust hér á landi á leið þeirra til Bandaríkjanna. Þau ákváðu að verja jólunum saman. Í jólamatinn var vefja frá eina staðnum sem þau fundu sem var opinn í Keflavík í gær. Jólamatnum var bjargað í Keflavík.aðsend „Við fundum einn veitingastað sem var opinn í bænum þar sem flugstöðin er. Ég fékk mér vefju. Við fengum okkur svo bjór á hótelinu. Síðan fór ég í háttinn um miðnætti og óskaði fjölskyldu minni gleðilegra jóla frá Íslandi. Síðan leið ég út af eftir langan ferðadag.“ Jólakraftaverk? Þegar við spjölluðum við Alexu var hún komin aftur á flugvöllinn og við það að ganga um borð í vélina á leið heim. Og fyrir tilviljun lenti hún í sæti við hliðina á tveimur af þessum nýju vinum sem borðuðu með henni jólamatinn í gær. Jól Fréttir af flugi Veður Reykjanesbær Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Fimbulkuldi er nú víða í Bandaríkjunum og nær óveðrið yfir mikið landsvæði, allt frá Great Lakes nærri Kanada til Rio Grande við landamæri Mexíkó. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja því jólunum fastir á flugvöllum í landinu. Tveir klukkutímar urðu sólarhringur Þá var nokkur fjöldi Bandaríkjamanna á heimleið til að verja jólunum þar í landi, en er þess í stað fastur víðs vegar um heim vegna veðursins. Ein þeirra er Alexa sem millilenti hér á landi í gær á leið frá Dublin til Seattle. Hún átti að dvelja á Keflavíkurflugvelli í tvo klukkutíma en þeir urðu nær tuttugu og fjórum. Ekki alveg aðfangadagurinn sem hún ímyndaði sér. „Ég ætlaði að dvelja með fjölskyldunni en ég hitti margt fólk svo þetta er allt í lagi,“ sagði Alexa Malick. Hún kynntist nefnilega öðrum strandaglópum sem festust hér á landi á leið þeirra til Bandaríkjanna. Þau ákváðu að verja jólunum saman. Í jólamatinn var vefja frá eina staðnum sem þau fundu sem var opinn í Keflavík í gær. Jólamatnum var bjargað í Keflavík.aðsend „Við fundum einn veitingastað sem var opinn í bænum þar sem flugstöðin er. Ég fékk mér vefju. Við fengum okkur svo bjór á hótelinu. Síðan fór ég í háttinn um miðnætti og óskaði fjölskyldu minni gleðilegra jóla frá Íslandi. Síðan leið ég út af eftir langan ferðadag.“ Jólakraftaverk? Þegar við spjölluðum við Alexu var hún komin aftur á flugvöllinn og við það að ganga um borð í vélina á leið heim. Og fyrir tilviljun lenti hún í sæti við hliðina á tveimur af þessum nýju vinum sem borðuðu með henni jólamatinn í gær.
Jól Fréttir af flugi Veður Reykjanesbær Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira