Leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2023 liggur í gegnum Berlín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 13:01 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar góðum árangri á CrossFit móti. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Jólagjöfin til CrossFit áhugafólks og keppenda er að fá að vita um keppnisstaðina í mikilvægustu mótum undankeppni heimsleikanna á næsta ári. CrossFit samtökin hafa nefnilega gefið út keppnisstaði á sjö undanúrslitamótum í baráttunni um laus sæti á heimsleikunum á næsta ári. Eftir breytingar á undankeppni heimsleikanna er ljóst að íslenska CrossFit fólkið þarf að vinna sér inn keppnisrétt á leikunum á slíku móti. Evrópa fær eitt mót þar sem að minnsta kosti fimm karlar og fimm konur tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Mótið fyrir evrópsku keppendurna fer fram 1. til 4. júní í Berlín í Þýskalandi. Leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2023 mun því liggja í gegnum Berlín. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppnin fer fram í Max Schmeling íþróttahöllinni sem er heimavöllur þýska handboltalandsliðsins Füchse Berlin. Undanúrslitamótin minna á gamla tíma þegar íslenska fólkið tryggði sér þátttökurétt á heimsleikunum á Evrópumóti. CrossFit samtökin hafa áður sagt frá nýjum heimslista sem mun hafa áhrif á undankeppnina. 17 af 40 sætum á heimsleikanna munu færast á milli heimshluta eftir því hversu góðum árangri fólk frá þeim hluta heimsins nær í opna hlutanum og undankeppni heimsleikanna fram að undanúrslitum. Á sama tíma og við vitum hvar Evrópukeppnin fer fram þá fengu aðrir heimshlutar einnig að vita um keppnisstaði sína. Undanúrslitin munu ná yfir þrjár vikur frá 18. maí til 4. júní. Fyrstu keppnirnar fara fram í Orlando á Flórída (Austurkeppni Norður-Ameríku) og í Jóhannesborg í Suður Afríku (Afríka). Í viku tvö verður keppt í Pasadena í Kaliforníu (Vesturkeppni Norður-Ameríku), í Brisbane í Ástralíu (Eyjaálfa) og Ríó í Brasolíu (Suður-Ameríka). Evrópukeppnin í Berlín er síðan í síðustu vikunni ásamt Asíukeppnin sem fer fram í Busan í Suður-Kóreu. CrossFit Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nefnilega gefið út keppnisstaði á sjö undanúrslitamótum í baráttunni um laus sæti á heimsleikunum á næsta ári. Eftir breytingar á undankeppni heimsleikanna er ljóst að íslenska CrossFit fólkið þarf að vinna sér inn keppnisrétt á leikunum á slíku móti. Evrópa fær eitt mót þar sem að minnsta kosti fimm karlar og fimm konur tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Mótið fyrir evrópsku keppendurna fer fram 1. til 4. júní í Berlín í Þýskalandi. Leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2023 mun því liggja í gegnum Berlín. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppnin fer fram í Max Schmeling íþróttahöllinni sem er heimavöllur þýska handboltalandsliðsins Füchse Berlin. Undanúrslitamótin minna á gamla tíma þegar íslenska fólkið tryggði sér þátttökurétt á heimsleikunum á Evrópumóti. CrossFit samtökin hafa áður sagt frá nýjum heimslista sem mun hafa áhrif á undankeppnina. 17 af 40 sætum á heimsleikanna munu færast á milli heimshluta eftir því hversu góðum árangri fólk frá þeim hluta heimsins nær í opna hlutanum og undankeppni heimsleikanna fram að undanúrslitum. Á sama tíma og við vitum hvar Evrópukeppnin fer fram þá fengu aðrir heimshlutar einnig að vita um keppnisstaði sína. Undanúrslitin munu ná yfir þrjár vikur frá 18. maí til 4. júní. Fyrstu keppnirnar fara fram í Orlando á Flórída (Austurkeppni Norður-Ameríku) og í Jóhannesborg í Suður Afríku (Afríka). Í viku tvö verður keppt í Pasadena í Kaliforníu (Vesturkeppni Norður-Ameríku), í Brisbane í Ástralíu (Eyjaálfa) og Ríó í Brasolíu (Suður-Ameríka). Evrópukeppnin í Berlín er síðan í síðustu vikunni ásamt Asíukeppnin sem fer fram í Busan í Suður-Kóreu.
CrossFit Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Sjá meira