Aron á heimleið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2022 07:44 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin tvö ár. vísir/hulda margrét Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. Hafnfirðingurinn verður bara tvö ár hjá Álaborg en ekki þrjú eins og til stóð. Hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona í fyrra. Öruggar heimildir íþróttadeildar herma að Aron sé á heimleið og gangi í raðir FH. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, greindi einnig frá þessu á Twitter í gærkvöldi. Aron verður kynntur sem leikmaður FH á blaðamannafundi síðdegis. Update: Aron Pálmarsson verður tilkynntur leikmaður FH á morgun. Hann gengur til liðs við liðið næsta sumar. Ég hef ekki hugmynd afhverju. En þetta eru stærstu fréttir í íslenskum handbolta síðan hvenær ? https://t.co/VMCcJdjW59— Arnar Daði (@arnardadi) December 21, 2022 Aron lék síðast með FH tímabilið 2008-09. Hann var þá valinn besti ungi leikmaður efstu deildar og besti sóknarmaður hennar. Eftir tímabilið gekk hann í raðir Kiel þar sem hann lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Auk Kiel, Álaborgar og FH hefur hinn 32 ára Aron leikið með Veszprém í Ungverjalandi og Barcelona á Spáni. Hann er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar og hefur meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill hvalreki koma Arons er fyrir FH enda hefur hann verið einn besti handboltamaður heims undanfarinn áratug. Aron er á leið á heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi en hann hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðan Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna 2020. Hann hefur leikið 148 landsleiki og skorað í þeim 576 mörk. FH er í 2. sæti Olís-deildarinnar með nítján stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik síðan gegn Valsmönnum 23. september. Olís-deild karla FH Danski handboltinn Hafnarfjörður Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Hafnfirðingurinn verður bara tvö ár hjá Álaborg en ekki þrjú eins og til stóð. Hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona í fyrra. Öruggar heimildir íþróttadeildar herma að Aron sé á heimleið og gangi í raðir FH. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, greindi einnig frá þessu á Twitter í gærkvöldi. Aron verður kynntur sem leikmaður FH á blaðamannafundi síðdegis. Update: Aron Pálmarsson verður tilkynntur leikmaður FH á morgun. Hann gengur til liðs við liðið næsta sumar. Ég hef ekki hugmynd afhverju. En þetta eru stærstu fréttir í íslenskum handbolta síðan hvenær ? https://t.co/VMCcJdjW59— Arnar Daði (@arnardadi) December 21, 2022 Aron lék síðast með FH tímabilið 2008-09. Hann var þá valinn besti ungi leikmaður efstu deildar og besti sóknarmaður hennar. Eftir tímabilið gekk hann í raðir Kiel þar sem hann lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Auk Kiel, Álaborgar og FH hefur hinn 32 ára Aron leikið með Veszprém í Ungverjalandi og Barcelona á Spáni. Hann er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar og hefur meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill hvalreki koma Arons er fyrir FH enda hefur hann verið einn besti handboltamaður heims undanfarinn áratug. Aron er á leið á heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi en hann hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðan Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna 2020. Hann hefur leikið 148 landsleiki og skorað í þeim 576 mörk. FH er í 2. sæti Olís-deildarinnar með nítján stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik síðan gegn Valsmönnum 23. september.
Olís-deild karla FH Danski handboltinn Hafnarfjörður Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira