Aron á heimleið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2022 07:44 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin tvö ár. vísir/hulda margrét Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. Hafnfirðingurinn verður bara tvö ár hjá Álaborg en ekki þrjú eins og til stóð. Hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona í fyrra. Öruggar heimildir íþróttadeildar herma að Aron sé á heimleið og gangi í raðir FH. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, greindi einnig frá þessu á Twitter í gærkvöldi. Aron verður kynntur sem leikmaður FH á blaðamannafundi síðdegis. Update: Aron Pálmarsson verður tilkynntur leikmaður FH á morgun. Hann gengur til liðs við liðið næsta sumar. Ég hef ekki hugmynd afhverju. En þetta eru stærstu fréttir í íslenskum handbolta síðan hvenær ? https://t.co/VMCcJdjW59— Arnar Daði (@arnardadi) December 21, 2022 Aron lék síðast með FH tímabilið 2008-09. Hann var þá valinn besti ungi leikmaður efstu deildar og besti sóknarmaður hennar. Eftir tímabilið gekk hann í raðir Kiel þar sem hann lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Auk Kiel, Álaborgar og FH hefur hinn 32 ára Aron leikið með Veszprém í Ungverjalandi og Barcelona á Spáni. Hann er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar og hefur meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill hvalreki koma Arons er fyrir FH enda hefur hann verið einn besti handboltamaður heims undanfarinn áratug. Aron er á leið á heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi en hann hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðan Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna 2020. Hann hefur leikið 148 landsleiki og skorað í þeim 576 mörk. FH er í 2. sæti Olís-deildarinnar með nítján stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik síðan gegn Valsmönnum 23. september. Olís-deild karla FH Danski handboltinn Hafnarfjörður Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Hafnfirðingurinn verður bara tvö ár hjá Álaborg en ekki þrjú eins og til stóð. Hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona í fyrra. Öruggar heimildir íþróttadeildar herma að Aron sé á heimleið og gangi í raðir FH. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, greindi einnig frá þessu á Twitter í gærkvöldi. Aron verður kynntur sem leikmaður FH á blaðamannafundi síðdegis. Update: Aron Pálmarsson verður tilkynntur leikmaður FH á morgun. Hann gengur til liðs við liðið næsta sumar. Ég hef ekki hugmynd afhverju. En þetta eru stærstu fréttir í íslenskum handbolta síðan hvenær ? https://t.co/VMCcJdjW59— Arnar Daði (@arnardadi) December 21, 2022 Aron lék síðast með FH tímabilið 2008-09. Hann var þá valinn besti ungi leikmaður efstu deildar og besti sóknarmaður hennar. Eftir tímabilið gekk hann í raðir Kiel þar sem hann lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Auk Kiel, Álaborgar og FH hefur hinn 32 ára Aron leikið með Veszprém í Ungverjalandi og Barcelona á Spáni. Hann er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar og hefur meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill hvalreki koma Arons er fyrir FH enda hefur hann verið einn besti handboltamaður heims undanfarinn áratug. Aron er á leið á heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi en hann hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðan Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna 2020. Hann hefur leikið 148 landsleiki og skorað í þeim 576 mörk. FH er í 2. sæti Olís-deildarinnar með nítján stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik síðan gegn Valsmönnum 23. september.
Olís-deild karla FH Danski handboltinn Hafnarfjörður Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira