Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 13:17 Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, og Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, ásamt leikmönnum meistaraflokks og yngri flokka FH. Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu. FH, sem er óumdeilanlega stórveldi í handboltanum, hefur verið án aðalsamstarfsaðila undanfarið ár eða svo. Það hefur sést á því að engin stór auglýsing hefur verið framan á búningum félagsins í handboltanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu ákváðu FH-ingar að vera frekar þolinmóðir við leit sína og tryggja sér öflugan styrktaraðila. Eitt af meginmarkmiðum samstarfsins verður að auka þátttöku í handknattleik og styrkja um leið lýðheilsu barna og ungmenna. Þessi markmið eru í takt við samfélagslegar áherslur Coripharma sem eru „Heilsa og vellíðan“ og „Jafnrétti kynjanna“ og eru hluti af „Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun„“. Vörumerki Coripharma verður á öllum keppnisbúningum iðkenda FH í handknattleik næstu þrjú árin. „Coripharma vill leggja íþrótta- og æskulýðsstarfi í okkar nærumhverfi lið og sýna samfélagslega ábyrgð sem ört stækkandi fyrirtæki í Hafnarfirði. Stefna FH í að auka veg og virðingu handbolta kvenna jafnt sem karla, ásamt áframhaldandi uppbyggingarstarfi yngri flokka beggja kynja, er stór liður í því að við ákváðum að ganga til samstarfs við félagið. Jafnrétti kynja er mikilvægur hluti af hugmyndafræði Coripharma og áætlanir FH ríma vel við okkar markmið. Við hlökkum verulega til samstarfsins og trúum því að það muni verða gjöfult fyrir báða aðila,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, í tilkynningu. „Það hefur verið mikill vöxtur í iðkendafjölda hjá FH á síðustu árum enda hefur félagið yfir að ráða einstakri aðstöðu og afar hæfum þjálfurum. Við vitum hversu mikilvægt það er að hafa öflugan samstarfsaðila með okkur í þeim verkefnum að breiða út handbolta til yngri iðkenda og að styðja við bakið á verkefnum meistaraflokka félagsins. Það er gríðarlega mikill fengur í því að hafa fengið Coripharma í lið með okkur næstu þrjú árin. Við teljum að tenging fyrirtækja við íþróttir sé mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni því það gefur íþróttafélögum færi á að sækja fram í að styrkja þjónustu við nærsamfélagið í gegnum fjölbreytt íþróttastarf og stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan barna og ungmenna,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. Coripharma er nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti en það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á samheitalyfjum til útflutnings. Félagið var stofnað árið 2018 en hjá því starfa nú um 170 manns í fjölbreyttum störfum við þróun og framleiðslu lyfja. Lyf FH Auglýsinga- og markaðsmál Hafnarfjörður Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
FH, sem er óumdeilanlega stórveldi í handboltanum, hefur verið án aðalsamstarfsaðila undanfarið ár eða svo. Það hefur sést á því að engin stór auglýsing hefur verið framan á búningum félagsins í handboltanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu ákváðu FH-ingar að vera frekar þolinmóðir við leit sína og tryggja sér öflugan styrktaraðila. Eitt af meginmarkmiðum samstarfsins verður að auka þátttöku í handknattleik og styrkja um leið lýðheilsu barna og ungmenna. Þessi markmið eru í takt við samfélagslegar áherslur Coripharma sem eru „Heilsa og vellíðan“ og „Jafnrétti kynjanna“ og eru hluti af „Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun„“. Vörumerki Coripharma verður á öllum keppnisbúningum iðkenda FH í handknattleik næstu þrjú árin. „Coripharma vill leggja íþrótta- og æskulýðsstarfi í okkar nærumhverfi lið og sýna samfélagslega ábyrgð sem ört stækkandi fyrirtæki í Hafnarfirði. Stefna FH í að auka veg og virðingu handbolta kvenna jafnt sem karla, ásamt áframhaldandi uppbyggingarstarfi yngri flokka beggja kynja, er stór liður í því að við ákváðum að ganga til samstarfs við félagið. Jafnrétti kynja er mikilvægur hluti af hugmyndafræði Coripharma og áætlanir FH ríma vel við okkar markmið. Við hlökkum verulega til samstarfsins og trúum því að það muni verða gjöfult fyrir báða aðila,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, í tilkynningu. „Það hefur verið mikill vöxtur í iðkendafjölda hjá FH á síðustu árum enda hefur félagið yfir að ráða einstakri aðstöðu og afar hæfum þjálfurum. Við vitum hversu mikilvægt það er að hafa öflugan samstarfsaðila með okkur í þeim verkefnum að breiða út handbolta til yngri iðkenda og að styðja við bakið á verkefnum meistaraflokka félagsins. Það er gríðarlega mikill fengur í því að hafa fengið Coripharma í lið með okkur næstu þrjú árin. Við teljum að tenging fyrirtækja við íþróttir sé mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni því það gefur íþróttafélögum færi á að sækja fram í að styrkja þjónustu við nærsamfélagið í gegnum fjölbreytt íþróttastarf og stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan barna og ungmenna,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. Coripharma er nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti en það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á samheitalyfjum til útflutnings. Félagið var stofnað árið 2018 en hjá því starfa nú um 170 manns í fjölbreyttum störfum við þróun og framleiðslu lyfja.
Lyf FH Auglýsinga- og markaðsmál Hafnarfjörður Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira