Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2022 10:20 Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra. Steingrímur Dúi Másson Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að undanfarna áratugi virðist það hafa verið vera reglan að framlög sem heitið er til vegagerðar í samgönguáætlun, áður vegaáætlun, rétt fyrir þingkosningar, eru skorin niður í fjárlögum eftir kosningar. Fjárlögin sem samþykkt voru á Alþingi fyrir helgi eru þar engin undantekning. Ef staðið hefði verið við fyrirheitin sem gefin voru í núgildandi samgönguáætlun, þremur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, hefðu rétt tæplega 33 milljarðar króna átt að fara í framkvæmdir í vegakerfinu á næsta ári, miðað við verðlagsframreikning frá Vegagerðinni. Niðurstaða fjárlaga er um 23 milljarðar króna, tíu milljörðum minna. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra afsakar þetta að þessu sinni með því að slá hafi þurft á þensluna. „Á næsta ári, eins og fram hafði komið, þá er það gríðarlegt þensluár. Við erum svona að reyna að halda aftur af fjárútlátum á því ári. En framkvæmdir verða boðnar út á því ári. Við munum til dæmis sjá Reykjanesbrautina boðna út á því ári,“ segir Sigurður Ingi. Í þessari frétt Stöðvar 2 síðastliðið vor kom fram í viðtali við framkvæmdastjóra hjá Vegagerðinni að til stóð að hefja framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns um mitt síðastliðið sumar: Einhver stærstu verkefnin þessi misserin eru á Vestfjörðum, í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. En munu útboð þar frestast? „Þau munu öll halda sínum takti,“ svarar ráðherrann. -Hvenær þýðir það? „Ja. Það er býsna mikið í gangi í augnablikinu. En útboðsferlið á veginum um Gufudalssveit, eða suðurfirði Vestfjarða, það er algerlega á áætlun.“ Í þessari frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar á þessu ári kom fram í viðtali við verkefnisstjóra Vegagerðarinnar að gert væri ráð fyrir að næsti áfangi, kafli yfir Gufufjörð, yrði boðinn út síðar á þessu ári: Breikkun Suðurlandsvegar við Hveragerði milli Varmár og Kamba er meðal þess sem átti að hefjast á næsta ári en í samgönguáætlun hafði áður verið miðað við að ljúka þessum kafla árið 2022. Einnig breikkun í útjaðri Reykjavíkur milli Hólmsár og Norðlingavaðs en ljóst virðist að þetta lendir undir hnífnum. „Það eru seinkanir sem við urðum að fara í, það er að segja á Suðurlandsveginum. En við munum væntanlega sjá nýja fjármálaáætlun og samgönguáætlun á næsta ári og þá getum við endurraðað þessum stóru brýnu verkefnum aftur á dagskrá,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. 20. desember 2022 23:47 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8. febrúar 2022 22:01 Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fleiri fréttir „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að undanfarna áratugi virðist það hafa verið vera reglan að framlög sem heitið er til vegagerðar í samgönguáætlun, áður vegaáætlun, rétt fyrir þingkosningar, eru skorin niður í fjárlögum eftir kosningar. Fjárlögin sem samþykkt voru á Alþingi fyrir helgi eru þar engin undantekning. Ef staðið hefði verið við fyrirheitin sem gefin voru í núgildandi samgönguáætlun, þremur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, hefðu rétt tæplega 33 milljarðar króna átt að fara í framkvæmdir í vegakerfinu á næsta ári, miðað við verðlagsframreikning frá Vegagerðinni. Niðurstaða fjárlaga er um 23 milljarðar króna, tíu milljörðum minna. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra afsakar þetta að þessu sinni með því að slá hafi þurft á þensluna. „Á næsta ári, eins og fram hafði komið, þá er það gríðarlegt þensluár. Við erum svona að reyna að halda aftur af fjárútlátum á því ári. En framkvæmdir verða boðnar út á því ári. Við munum til dæmis sjá Reykjanesbrautina boðna út á því ári,“ segir Sigurður Ingi. Í þessari frétt Stöðvar 2 síðastliðið vor kom fram í viðtali við framkvæmdastjóra hjá Vegagerðinni að til stóð að hefja framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns um mitt síðastliðið sumar: Einhver stærstu verkefnin þessi misserin eru á Vestfjörðum, í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. En munu útboð þar frestast? „Þau munu öll halda sínum takti,“ svarar ráðherrann. -Hvenær þýðir það? „Ja. Það er býsna mikið í gangi í augnablikinu. En útboðsferlið á veginum um Gufudalssveit, eða suðurfirði Vestfjarða, það er algerlega á áætlun.“ Í þessari frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar á þessu ári kom fram í viðtali við verkefnisstjóra Vegagerðarinnar að gert væri ráð fyrir að næsti áfangi, kafli yfir Gufufjörð, yrði boðinn út síðar á þessu ári: Breikkun Suðurlandsvegar við Hveragerði milli Varmár og Kamba er meðal þess sem átti að hefjast á næsta ári en í samgönguáætlun hafði áður verið miðað við að ljúka þessum kafla árið 2022. Einnig breikkun í útjaðri Reykjavíkur milli Hólmsár og Norðlingavaðs en ljóst virðist að þetta lendir undir hnífnum. „Það eru seinkanir sem við urðum að fara í, það er að segja á Suðurlandsveginum. En við munum væntanlega sjá nýja fjármálaáætlun og samgönguáætlun á næsta ári og þá getum við endurraðað þessum stóru brýnu verkefnum aftur á dagskrá,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. 20. desember 2022 23:47 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8. febrúar 2022 22:01 Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fleiri fréttir „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Sjá meira
Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. 20. desember 2022 23:47
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20
Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22
Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8. febrúar 2022 22:01
Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45