„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Árni Sæberg skrifar 20. desember 2022 15:32 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. „Staðan er að lagast, við stefnum á flug til Kaupmannahafnar og London núna seinnipartinn, tíu flug til Norður-Ameríku, fjögur flug til Tenerife og eitt til Kanarí. Það er svona planið okkar núna og vonandi gengur það eftir,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri í samtali við fréttastofu á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair hefur ákveðið að halda sínu striki og fljúga fólki frá Keflavíkurflugvelli á tveimur Boeing 757 vélum þrátt fyrir að búið sé að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir. Þá segir Bogi Nils að tvö tonn af matvælum verði flutt til keflavíkur til þess að fylla á matarbirgðir í Leifsstöð. „Við erum að vinna að því hörðum höndum að koma ástandinu í betra horf,“ segir Bogi Nils. Veðrið hafði áhrif á rúmlega fimm þúsund farþega Í gær hafði veðrið áhrif á fimm þúsund farþega Icelandair og fjölmarga í dag. „Við erum náttúrulega að nálgast jólin þannig að þetta hefur verið mjög erfitt ástand fyrir okkar farþega,“ segir Bogi Nils. Þá segir hann að ástandið hafi ekki síður reynst starfsfólki erfitt. Það hafi unnið kraftaverk í stöðunni þrátt fyrir að erfitt hafi verið að komast upp á völl, hvort sem það væri frá höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. „Okkar fólk er búið að vera að vaða snjóskafla frá Keflavík og Ásbrú, og í gegnum snjóbyl bara til að komast á völlinn. Skoða möguleikann á að leigja aukaflugvél Bogi Nils segir að til skoðunar sé að leigja flugvél til þess að létta álagið sem safnast hefur upp síðustu daga. „Svona miklar truflanir á áætluninni okkar, í þetta langan tíma, hafa náttúrulega keðjuverkandi áhrif,“ segir hann og bætir við að áætlunin hafi verið þétt og vel bókuð. Samgöngutruflanir komu Icelandair að óvörum Bogi Nils segir að samgöngutruflanir hafi haft mikil áhrif á félagið og komið því á óvart. Vel hafi verið fylgst með veðurspám hvað varðar flugvöllinn og ekkert hafi bent til þess að flugraskanir yrðu vegna veðurs. „Þetta er eitthvað sem við, í samstarfi við þá sem stjórna þessum málum, verðum að skoða mjög alvarlega. Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur, þetta er náttúrulega gríðarlegt tjón fyrir okkur, tjón fyrir okkar farþega og veldur óbeinu tjóni fyrir Ísland sem ferðamannaland, því að umræðan verður neikvæð úti í heimi út af þessu,“ segir hann. Þó segir hann að erfitt sé að fullyrða um það sem betur hefði mátt fara. Viðtal við Boga Nils má sjá í spilaranum hér að neðan: Icelandair Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
„Staðan er að lagast, við stefnum á flug til Kaupmannahafnar og London núna seinnipartinn, tíu flug til Norður-Ameríku, fjögur flug til Tenerife og eitt til Kanarí. Það er svona planið okkar núna og vonandi gengur það eftir,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri í samtali við fréttastofu á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair hefur ákveðið að halda sínu striki og fljúga fólki frá Keflavíkurflugvelli á tveimur Boeing 757 vélum þrátt fyrir að búið sé að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir. Þá segir Bogi Nils að tvö tonn af matvælum verði flutt til keflavíkur til þess að fylla á matarbirgðir í Leifsstöð. „Við erum að vinna að því hörðum höndum að koma ástandinu í betra horf,“ segir Bogi Nils. Veðrið hafði áhrif á rúmlega fimm þúsund farþega Í gær hafði veðrið áhrif á fimm þúsund farþega Icelandair og fjölmarga í dag. „Við erum náttúrulega að nálgast jólin þannig að þetta hefur verið mjög erfitt ástand fyrir okkar farþega,“ segir Bogi Nils. Þá segir hann að ástandið hafi ekki síður reynst starfsfólki erfitt. Það hafi unnið kraftaverk í stöðunni þrátt fyrir að erfitt hafi verið að komast upp á völl, hvort sem það væri frá höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. „Okkar fólk er búið að vera að vaða snjóskafla frá Keflavík og Ásbrú, og í gegnum snjóbyl bara til að komast á völlinn. Skoða möguleikann á að leigja aukaflugvél Bogi Nils segir að til skoðunar sé að leigja flugvél til þess að létta álagið sem safnast hefur upp síðustu daga. „Svona miklar truflanir á áætluninni okkar, í þetta langan tíma, hafa náttúrulega keðjuverkandi áhrif,“ segir hann og bætir við að áætlunin hafi verið þétt og vel bókuð. Samgöngutruflanir komu Icelandair að óvörum Bogi Nils segir að samgöngutruflanir hafi haft mikil áhrif á félagið og komið því á óvart. Vel hafi verið fylgst með veðurspám hvað varðar flugvöllinn og ekkert hafi bent til þess að flugraskanir yrðu vegna veðurs. „Þetta er eitthvað sem við, í samstarfi við þá sem stjórna þessum málum, verðum að skoða mjög alvarlega. Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur, þetta er náttúrulega gríðarlegt tjón fyrir okkur, tjón fyrir okkar farþega og veldur óbeinu tjóni fyrir Ísland sem ferðamannaland, því að umræðan verður neikvæð úti í heimi út af þessu,“ segir hann. Þó segir hann að erfitt sé að fullyrða um það sem betur hefði mátt fara. Viðtal við Boga Nils má sjá í spilaranum hér að neðan:
Icelandair Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent