„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Árni Sæberg skrifar 20. desember 2022 15:32 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. „Staðan er að lagast, við stefnum á flug til Kaupmannahafnar og London núna seinnipartinn, tíu flug til Norður-Ameríku, fjögur flug til Tenerife og eitt til Kanarí. Það er svona planið okkar núna og vonandi gengur það eftir,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri í samtali við fréttastofu á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair hefur ákveðið að halda sínu striki og fljúga fólki frá Keflavíkurflugvelli á tveimur Boeing 757 vélum þrátt fyrir að búið sé að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir. Þá segir Bogi Nils að tvö tonn af matvælum verði flutt til keflavíkur til þess að fylla á matarbirgðir í Leifsstöð. „Við erum að vinna að því hörðum höndum að koma ástandinu í betra horf,“ segir Bogi Nils. Veðrið hafði áhrif á rúmlega fimm þúsund farþega Í gær hafði veðrið áhrif á fimm þúsund farþega Icelandair og fjölmarga í dag. „Við erum náttúrulega að nálgast jólin þannig að þetta hefur verið mjög erfitt ástand fyrir okkar farþega,“ segir Bogi Nils. Þá segir hann að ástandið hafi ekki síður reynst starfsfólki erfitt. Það hafi unnið kraftaverk í stöðunni þrátt fyrir að erfitt hafi verið að komast upp á völl, hvort sem það væri frá höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. „Okkar fólk er búið að vera að vaða snjóskafla frá Keflavík og Ásbrú, og í gegnum snjóbyl bara til að komast á völlinn. Skoða möguleikann á að leigja aukaflugvél Bogi Nils segir að til skoðunar sé að leigja flugvél til þess að létta álagið sem safnast hefur upp síðustu daga. „Svona miklar truflanir á áætluninni okkar, í þetta langan tíma, hafa náttúrulega keðjuverkandi áhrif,“ segir hann og bætir við að áætlunin hafi verið þétt og vel bókuð. Samgöngutruflanir komu Icelandair að óvörum Bogi Nils segir að samgöngutruflanir hafi haft mikil áhrif á félagið og komið því á óvart. Vel hafi verið fylgst með veðurspám hvað varðar flugvöllinn og ekkert hafi bent til þess að flugraskanir yrðu vegna veðurs. „Þetta er eitthvað sem við, í samstarfi við þá sem stjórna þessum málum, verðum að skoða mjög alvarlega. Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur, þetta er náttúrulega gríðarlegt tjón fyrir okkur, tjón fyrir okkar farþega og veldur óbeinu tjóni fyrir Ísland sem ferðamannaland, því að umræðan verður neikvæð úti í heimi út af þessu,“ segir hann. Þó segir hann að erfitt sé að fullyrða um það sem betur hefði mátt fara. Viðtal við Boga Nils má sjá í spilaranum hér að neðan: Icelandair Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Staðan er að lagast, við stefnum á flug til Kaupmannahafnar og London núna seinnipartinn, tíu flug til Norður-Ameríku, fjögur flug til Tenerife og eitt til Kanarí. Það er svona planið okkar núna og vonandi gengur það eftir,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri í samtali við fréttastofu á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair hefur ákveðið að halda sínu striki og fljúga fólki frá Keflavíkurflugvelli á tveimur Boeing 757 vélum þrátt fyrir að búið sé að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir. Þá segir Bogi Nils að tvö tonn af matvælum verði flutt til keflavíkur til þess að fylla á matarbirgðir í Leifsstöð. „Við erum að vinna að því hörðum höndum að koma ástandinu í betra horf,“ segir Bogi Nils. Veðrið hafði áhrif á rúmlega fimm þúsund farþega Í gær hafði veðrið áhrif á fimm þúsund farþega Icelandair og fjölmarga í dag. „Við erum náttúrulega að nálgast jólin þannig að þetta hefur verið mjög erfitt ástand fyrir okkar farþega,“ segir Bogi Nils. Þá segir hann að ástandið hafi ekki síður reynst starfsfólki erfitt. Það hafi unnið kraftaverk í stöðunni þrátt fyrir að erfitt hafi verið að komast upp á völl, hvort sem það væri frá höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. „Okkar fólk er búið að vera að vaða snjóskafla frá Keflavík og Ásbrú, og í gegnum snjóbyl bara til að komast á völlinn. Skoða möguleikann á að leigja aukaflugvél Bogi Nils segir að til skoðunar sé að leigja flugvél til þess að létta álagið sem safnast hefur upp síðustu daga. „Svona miklar truflanir á áætluninni okkar, í þetta langan tíma, hafa náttúrulega keðjuverkandi áhrif,“ segir hann og bætir við að áætlunin hafi verið þétt og vel bókuð. Samgöngutruflanir komu Icelandair að óvörum Bogi Nils segir að samgöngutruflanir hafi haft mikil áhrif á félagið og komið því á óvart. Vel hafi verið fylgst með veðurspám hvað varðar flugvöllinn og ekkert hafi bent til þess að flugraskanir yrðu vegna veðurs. „Þetta er eitthvað sem við, í samstarfi við þá sem stjórna þessum málum, verðum að skoða mjög alvarlega. Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur, þetta er náttúrulega gríðarlegt tjón fyrir okkur, tjón fyrir okkar farþega og veldur óbeinu tjóni fyrir Ísland sem ferðamannaland, því að umræðan verður neikvæð úti í heimi út af þessu,“ segir hann. Þó segir hann að erfitt sé að fullyrða um það sem betur hefði mátt fara. Viðtal við Boga Nils má sjá í spilaranum hér að neðan:
Icelandair Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira