Argentínsk yfirvöld gefa landsmönnum frí til að fagna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2022 09:00 Gleðin meðal argentínsku þjóðarinnar var ósvikin eftir að fótboltalandsliðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn. getty/Rodrigo Valle Ríkisstjórn Argentínu hefur ákveðið að gefa landsmönnum frí í dag til að fagna heimsmeistaratitlinum sem fótboltalandsliðið vann í fyrradag. Argentína varð heimsmeistari í þriðja sinn eftir sigur á Frakklandi í vítaspyrnukeppni, 4-2, á sunnudaginn. Þar með lauk 36 ár bið Argentínumanna eftir heimsmeistaratitli, eða síðan Diego Maradona leiddi þá til fyrirheitna landsins í Mexíkó 1986. Heimsmeistararnir komu til Argentínu í gær og munu fagna titlinum við Obelisk minniverkið í Búenos Aires í dag eins og venjan er þegar Argentínumenn fagna stórum sigrum á íþróttasviðinu. Argentínska ríkisstjórnin vill að sem flestir geti fagnað með heimsmeisturunum og hefur því gefið landsmönnum frí í dag. Argentína er annað landið sem gefur frí til að fagna sigri á HM. Yfirvöld í Sádí-Arabíu gáfu einmitt frí eftir að liðið vann Argentínu í 1. umferð riðlakeppninnar, 2-1. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote var það óvæntasti sigur í sögu heimsmeistaramótsins. Fall reyndist hins vegar fararheill fyrir Argentínumenn. „Ég vil vera í Argentínu til að sjá hversu brjálað allt er. Ég vil að fólkið bíði eftir mér. Ég get ekki beðið eftir því að komast þangað og fagna með fólkinu,“ sagði Lionel Messi, fyrirliði Argentínu, eftir úrslitaleikinn gegn Frakklandi í fyrradag. Messi skoraði sjö mörk á HM og var valinn besti leikmaður mótsins. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Argentína varð heimsmeistari í þriðja sinn eftir sigur á Frakklandi í vítaspyrnukeppni, 4-2, á sunnudaginn. Þar með lauk 36 ár bið Argentínumanna eftir heimsmeistaratitli, eða síðan Diego Maradona leiddi þá til fyrirheitna landsins í Mexíkó 1986. Heimsmeistararnir komu til Argentínu í gær og munu fagna titlinum við Obelisk minniverkið í Búenos Aires í dag eins og venjan er þegar Argentínumenn fagna stórum sigrum á íþróttasviðinu. Argentínska ríkisstjórnin vill að sem flestir geti fagnað með heimsmeisturunum og hefur því gefið landsmönnum frí í dag. Argentína er annað landið sem gefur frí til að fagna sigri á HM. Yfirvöld í Sádí-Arabíu gáfu einmitt frí eftir að liðið vann Argentínu í 1. umferð riðlakeppninnar, 2-1. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote var það óvæntasti sigur í sögu heimsmeistaramótsins. Fall reyndist hins vegar fararheill fyrir Argentínumenn. „Ég vil vera í Argentínu til að sjá hversu brjálað allt er. Ég vil að fólkið bíði eftir mér. Ég get ekki beðið eftir því að komast þangað og fagna með fólkinu,“ sagði Lionel Messi, fyrirliði Argentínu, eftir úrslitaleikinn gegn Frakklandi í fyrradag. Messi skoraði sjö mörk á HM og var valinn besti leikmaður mótsins.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira