Flugfarþegar megi eiga von á röskunum áfram Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 15:14 Fólki var ráðlagt að halda kyrru fyrir í Leifsstöð frekar en að halda aftur út í ófærðina. Vísir/Stöð 2 Farþegar sem eiga flugmiða næstu daga mega eiga von á breytingum á ferðum, að sögn samskiptastjóra hjá Icelandair. Fólk sem er innlyksa í Leifsstöð hafi að mestu tekið ástandinu með jafnaðargeði. Nær öllum flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst vegna veðurs á Suðurnesjum í dag. Veðrið var ekki svo slæmt að það kæmi í veg fyrir að flogið væri en ófærð á Reykjanesbraut gerði hins vegar farþegum og starfsfólki erfitt eða ómögulegt að komast til Keflavíkur. Fjöldi vonsvikinna flugfarþega er nú innlyksa í Leifsstöð þar sem lögregla ráðlagði fólki að halda kyrru fyrir þar frekar en að leggja af stað aftur út í veðrið. Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Icelandair, segir að langflestir hafi tekið stöðunni með jafnaðargeði þótt fólk sé ekki alltaf sátt við aðstæður sem þessar þar sem lítið sé um upplýsingar. Ástandið var sérstaklega erfitt þegar fólkið var fast á innritunarsvæði flugstöðvarinnar en það hafi batnað eftir að opnað var upp á verslunarsvæðið. Hann segir að allt starfsfólk á flugvellinum vinni nú hörðum höndum að því að liðsinna fólki. „Það eru allir í þessu saman í flugstöðinni,“ segir hann. Þurfa að vinna upp röskunina en spáin áfram slæm Veðurspáin fyrir morgundaginn er áfram svört. Guðni segir að Icelandair fylgist grannt með og upplýsi farþega þegar örugg veðurspá liggi fyrir. Þegar hægt er að fljúga aftur þurfi ennfremur að vinna upp raskanirnar sem urðu í dag og bæta við ferðum. Icelandair aflýsti á fjórða tug ferða frá landinu og svipuðum fjölda til þess í dag. „Þetta er mjög snúin staða svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðni. Flugfélagið vinni nú að áætlun og sviðsmyndum um hvernig það geti náð að rétta áætlunina af. Farþegar sem eiga bókað far á næstu dögum megi eiga von á breytingum. Mælir Guðni með því að þeir fylgist vel með skilaboðum á vefsíðu Icelandair, í tölvupóstum og smáskilaboðum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Nær öllum flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst vegna veðurs á Suðurnesjum í dag. Veðrið var ekki svo slæmt að það kæmi í veg fyrir að flogið væri en ófærð á Reykjanesbraut gerði hins vegar farþegum og starfsfólki erfitt eða ómögulegt að komast til Keflavíkur. Fjöldi vonsvikinna flugfarþega er nú innlyksa í Leifsstöð þar sem lögregla ráðlagði fólki að halda kyrru fyrir þar frekar en að leggja af stað aftur út í veðrið. Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Icelandair, segir að langflestir hafi tekið stöðunni með jafnaðargeði þótt fólk sé ekki alltaf sátt við aðstæður sem þessar þar sem lítið sé um upplýsingar. Ástandið var sérstaklega erfitt þegar fólkið var fast á innritunarsvæði flugstöðvarinnar en það hafi batnað eftir að opnað var upp á verslunarsvæðið. Hann segir að allt starfsfólk á flugvellinum vinni nú hörðum höndum að því að liðsinna fólki. „Það eru allir í þessu saman í flugstöðinni,“ segir hann. Þurfa að vinna upp röskunina en spáin áfram slæm Veðurspáin fyrir morgundaginn er áfram svört. Guðni segir að Icelandair fylgist grannt með og upplýsi farþega þegar örugg veðurspá liggi fyrir. Þegar hægt er að fljúga aftur þurfi ennfremur að vinna upp raskanirnar sem urðu í dag og bæta við ferðum. Icelandair aflýsti á fjórða tug ferða frá landinu og svipuðum fjölda til þess í dag. „Þetta er mjög snúin staða svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðni. Flugfélagið vinni nú að áætlun og sviðsmyndum um hvernig það geti náð að rétta áætlunina af. Farþegar sem eiga bókað far á næstu dögum megi eiga von á breytingum. Mælir Guðni með því að þeir fylgist vel með skilaboðum á vefsíðu Icelandair, í tölvupóstum og smáskilaboðum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira