Fótbolti

Messi sá fyrsti til að skora í öllum leikjum útsláttarkeppninnar á HM

Andri Már Eggertsson skrifar
Messi skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu í úrslitaleik HM í Katar
Messi skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu í úrslitaleik HM í Katar Vísir/Getty

Lionel Messi braut ísinn í úrslitaleik HM gegn Frakklandi þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Með þessu marki varð Lionel Messi sá fyrsti til að skora bæði í riðlinum og öllum leikjum útsláttarkeppninnar.

Lionel Messi skoraði sitt sjötta mark á heimsmeistaramótinu í Katar í úrslitaleiknum gegn Frakklandi. Lionel Messi skráði sig á spjöld sögunnar í enn eitt skiptið þar sem hann varð sá fyrsti til að skora bæði í riðlakeppninni og í öllum fjórum leikjunum í útsláttarkeppni HM. 

 

Argentína hefur fengið fimm vítaspyrnur í sjö leikjum á heimsmeistaramótinu. Messi hefur tekið allar vítaspyrnurnar og var Wojciech Szczesny, markmaður Póllands, sá eini sem tókst að verja frá honum og komst þá í fámennan hóp með Hannesi Halldórssyni sem varði víti frá Messi á HM í Rússlandi 2018.

Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark á heimsmeistaramóti en einnig hefur hann lagt upp átta mörk. Messi hefur komið með beinum hætti að tuttugu mörkum á heimsmeistaramóti sem er met og engum hefur tekist frá 1966. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×