Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2022 10:33 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. Á vef Ríkissáttasemjara má sjá að fundurinn er áætlaður á milli klukkan 13 og 14 í Karphúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er það þó eingöngu óformlegt viðmið, og því gæti fundurinn staðið lengur. Samtök atvinnulífsins koma inn í viðræðurnar eftir að hafa gengið frá kjarasamningum við Starfsgreinasambandið og samflot VR,LÍV og iðnaðar- og tæknimanna. Ná þeir samningar til um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði. Lítið hefur þó þokast í viðræðum Eflingar og SA. Í ályktun sem samninganefnd Eflingar samþykkti í vikunni og send var á fjölmiðla í morgun, er lítið gefið fyrir þá kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins hafa undirritað að undanförnu. „Hundakúnstum hefur verið beitt í umræðunni til að láta kjarsamninganna líta betur út en efni standa til. Þessir samningar eru kallaðir framhald á Lífskjarasamningum, en eru þó algjörlega andstæðir þeim enda byggðir á prósentuhækkunum auk þess að tryggja enga kaupmáttaraukningu. Hagvaxtarauki, sem félagsfólk hefði fengið hvað sem öðru líður, er markaðssettur sem árangur þessarar kjarasamningagerðar. Félagsfólk er þannig látið sæta þeirri niðurlægingu að ganga tvisvar til atkvæða um sömu launahækkunina,“ segir í ályktuninni. Þá telur samninganefndin að félagsmönnum Eflingar hafi verið markvisst haldið frá kjaraviðræðum að undanförnu. „Beiðnum um samningafundi hefur verið svarað seint og illa. Forsætisráðherra hunsaði bæði samninganefnd og formann Eflingar þegar boðið var til fundahalda og viðræðna um aðkomu stjórn¬valda. Það er ekki tilviljun: fulltrúar atvinnurekenda og valdhafa óttast ekkert meira en stóra, sterka og sameinaða hópa verkafólks.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Efnahagsmál Tengdar fréttir „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána. 13. desember 2022 14:52 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Á vef Ríkissáttasemjara má sjá að fundurinn er áætlaður á milli klukkan 13 og 14 í Karphúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er það þó eingöngu óformlegt viðmið, og því gæti fundurinn staðið lengur. Samtök atvinnulífsins koma inn í viðræðurnar eftir að hafa gengið frá kjarasamningum við Starfsgreinasambandið og samflot VR,LÍV og iðnaðar- og tæknimanna. Ná þeir samningar til um áttatíu þúsund manns á almennum vinnumarkaði. Lítið hefur þó þokast í viðræðum Eflingar og SA. Í ályktun sem samninganefnd Eflingar samþykkti í vikunni og send var á fjölmiðla í morgun, er lítið gefið fyrir þá kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins hafa undirritað að undanförnu. „Hundakúnstum hefur verið beitt í umræðunni til að láta kjarsamninganna líta betur út en efni standa til. Þessir samningar eru kallaðir framhald á Lífskjarasamningum, en eru þó algjörlega andstæðir þeim enda byggðir á prósentuhækkunum auk þess að tryggja enga kaupmáttaraukningu. Hagvaxtarauki, sem félagsfólk hefði fengið hvað sem öðru líður, er markaðssettur sem árangur þessarar kjarasamningagerðar. Félagsfólk er þannig látið sæta þeirri niðurlægingu að ganga tvisvar til atkvæða um sömu launahækkunina,“ segir í ályktuninni. Þá telur samninganefndin að félagsmönnum Eflingar hafi verið markvisst haldið frá kjaraviðræðum að undanförnu. „Beiðnum um samningafundi hefur verið svarað seint og illa. Forsætisráðherra hunsaði bæði samninganefnd og formann Eflingar þegar boðið var til fundahalda og viðræðna um aðkomu stjórn¬valda. Það er ekki tilviljun: fulltrúar atvinnurekenda og valdhafa óttast ekkert meira en stóra, sterka og sameinaða hópa verkafólks.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Efnahagsmál Tengdar fréttir „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána. 13. desember 2022 14:52 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23
Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána. 13. desember 2022 14:52