Voru liðsfélagar í frönsku B-deildinni en mætast í undanúrslitum HM í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 16:00 Walid Regragui og Olivier Giroud æfðu saman til skamms tíma hjá Grenoble en Giroud þótti ekki nógu góður fyrir aðallið félagsins. Samsett/Getty Leiðin hefur lá hratt upp á við hjá Olivier Giroud, framherja franska landsliðsins, frá franska B-deildarliðinu Grenoble, hvar hann þótti ekki nógu góður fyrir aðalliðið árið 2007. Mótherji hans í undanúrslitum HM í kvöld var aftur á móti fastamaður. Giroud lék 23 deildarleiki fyrir Grenoble árin 2005 til 2007, en þá 21 árs gamall, var hann lánaður í þriðju deildina til Istres. Þar fann hann markaskóna og var í kjölfarið seldur frá Grenoble til Tours. Þar spilaði Giroud í tveir leiktíðir og skoraði 21 mark í frönsku B-deildinni sem heillaði forráðamenn Montpellier. Hann var hluti af liði Montpellier sem vann franska meistaratitilinn óvænt árið 2012 og var markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar með 21 mark. Hann komst þá í landsliðið og hefur síðan spilað 118 landsleiki og varð á laugardaginn var markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með sigurmarki sínu gegn Englandi, sem var hans 53. fyrir land og þjóð. Olivier Giroud was teammates with Morocco manager Walid Regragui. Both of them played for Grenoble in 2008. 14 years later, their paths will cross again in the semi-final of the World Cup! pic.twitter.com/ugNeXzIstO— EuroFoot (@eurofootcom) December 11, 2022 Í árdaga ferils hans, hjá Grenoble, þurfti Giroud að berjast við marokkóskan varnarmann á æfingum, Walid Regragui sem var á lokametrum heldur ómerkilegri leikmannaferils en þann sem Giroud hefur átt. Regragui þessi lék meðal annars með Toulouse og Dijon í Frakklandi en hans helsta afrek var að vinna frönsku B-deildina með Ajaccio árið 2002. Hann er í dag þjálfari marokkóska landsliðsins eftir að hafa tekið við í ágúst. Varnarleikurinn er hans aðalsmerki en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í átta leikjum undir hans stjórn, sjálfsmark Nayef Aguerd í 2-1 sigri á Kanada í riðlakeppni HM. Regragui gerði Marokkó að fyrsta Afríkulandinu til að komast í undanúrslit á heimsmeistaramóti og getur orðið sá fyrsti til að stýra liði til úrslita. Það veltur líklega á varnarleiknum og áhugavert verður að sjá hvort hann, og marokkóska liðið, hafi leiðir til að stöðva fyrrum félaga hans, franska turninn Giroud. HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
Giroud lék 23 deildarleiki fyrir Grenoble árin 2005 til 2007, en þá 21 árs gamall, var hann lánaður í þriðju deildina til Istres. Þar fann hann markaskóna og var í kjölfarið seldur frá Grenoble til Tours. Þar spilaði Giroud í tveir leiktíðir og skoraði 21 mark í frönsku B-deildinni sem heillaði forráðamenn Montpellier. Hann var hluti af liði Montpellier sem vann franska meistaratitilinn óvænt árið 2012 og var markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar með 21 mark. Hann komst þá í landsliðið og hefur síðan spilað 118 landsleiki og varð á laugardaginn var markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með sigurmarki sínu gegn Englandi, sem var hans 53. fyrir land og þjóð. Olivier Giroud was teammates with Morocco manager Walid Regragui. Both of them played for Grenoble in 2008. 14 years later, their paths will cross again in the semi-final of the World Cup! pic.twitter.com/ugNeXzIstO— EuroFoot (@eurofootcom) December 11, 2022 Í árdaga ferils hans, hjá Grenoble, þurfti Giroud að berjast við marokkóskan varnarmann á æfingum, Walid Regragui sem var á lokametrum heldur ómerkilegri leikmannaferils en þann sem Giroud hefur átt. Regragui þessi lék meðal annars með Toulouse og Dijon í Frakklandi en hans helsta afrek var að vinna frönsku B-deildina með Ajaccio árið 2002. Hann er í dag þjálfari marokkóska landsliðsins eftir að hafa tekið við í ágúst. Varnarleikurinn er hans aðalsmerki en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í átta leikjum undir hans stjórn, sjálfsmark Nayef Aguerd í 2-1 sigri á Kanada í riðlakeppni HM. Regragui gerði Marokkó að fyrsta Afríkulandinu til að komast í undanúrslit á heimsmeistaramóti og getur orðið sá fyrsti til að stýra liði til úrslita. Það veltur líklega á varnarleiknum og áhugavert verður að sjá hvort hann, og marokkóska liðið, hafi leiðir til að stöðva fyrrum félaga hans, franska turninn Giroud.
HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira