Hágrét á miðju sviðinu eftir tilfinningalegan rússíbana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2022 13:09 Emmsjé Gauti rifjar upp dramatíkina í kringum jólatónleikana sína í fyrra. Vísir/Vilhelm „Undirbúningur er í fullum gangi og gengur mjög vel. Það er fullt af lausum endum sem þarf að græja en þetta er allt að koma heim og saman,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson sem heldur Jülevenner Emmsjé Gauta í næstu viku. „Við erum að reyna að fá Sögu Garðarsdóttur til landsins en hún er í gæsluvarðhaldi í Færeyjum. Einhver misskilningur með vegabréf, segir rapparinn um Jülevenner tónleikana í ár. Blanda af Frostrósum, Lethal Weapon 2 og rapptónleikum „Ég vil ekki segja frá of miklu svo sýningin komi fólki á óvart en ég get sagt ykkur að þetta er eins og blanda af Frostrósum, Lethal Weapon 2 og rapptónleikum. Þetta er í raun og veru bara jólatónleikar sem taka sig ekki of hátíðlega.“ Það er uppselt á tónleikana 22.desember og á fjölskyldusýninguna en það er ennþá hægt að næla sér í miða á Þorláksmessu þegar þetta er skrifað. „Það er svakalegt lænöpp í ár en með mér eru Club Dub, Úlfur Úlfur, Saga Garðarsdóttir og Ragga Gísla. Einnig verða góðar laumur en ég get ekki sagt frá því hér,“ segir Gauti dularfullur. Ótrúleg atburðarrás Það var mikið stress í kringum tónleikana á síðasta ári, vegna heimsfaraldurs og samkomutakmarkana en í ár þarf rapparinn ekki að hafa slíkar áhyggjur. „Við erum ekki stöðugu taugaáfalli hvort það þurfi að hætta við sýninguna. Árið í fyrra var mjög mikill rússíbani fyrir alla og sem betur fer erum við ekki lengur í því ástandi.“ Rapparinn þarf ekki að hafa áhyggjur af samkomutakmörkunum, grímuskyldu og sóttvarnarhólfum í ár.Daniel Þór Ágústsson Á síðasta ári var samkomureglum breytt sama dag og tónleikarnir áttu að fara fram. „Þegar ég fékk fréttirnar stóð ég á miðju sviði í Háskólabíó og fór að hágráta. Öll vinnan virtist ætla að vera til einskis. Reglurnar sem voru settar á hefðu í raun og veru slúttað sýningunni en það fór af stað ótrúleg atburðarás. Þúsund símtölum og nokkrum kvíðaköstum síðar fengum við að vita að sýningarnar myndu ná að halda sér í óbreyttri mynd.“ Never trust a virus Allt fór vel á lokum og Gauti segir að tónleikarnir hafi verið svakalegir. „Það kom í raun og veru á óvart hve lítil áhrif allt Covid bullið hafði á stemninguna.“ Hann segist hafa lært eitt af þessari reynslu. „Never trust a virus.“ Emmsjé Gauti er spenntur fyrir kósýstundum með fjölskyldunni um jólin.Vísir/Vilhelm Kósý stundir og afgangar Gauti er á milljón þessa dagana og er spenntur að fagna svo jólunum í faðmi fjölskyldunnar. „Það kemst lítið að á meðan ég er að plana tónleikana. Eftir það ætla ég að slaka harkalega á með fjölskyldunni.“ Aðspurður um jólin í ár svarar hann: „Eins mikið af kósý stundum og börnin mín þola. Lord of the rings trílógían og afgangar. Best í heimi.“ Hans uppáhalds jólalag er klassíkin Þú komst með jólin til mín. „Ég kemst alltaf í jólaskap þegar ég heyri það.“ Aðspurður hvort hann muni flytja það lag á Jülevenner svarar Gauti: „Það er aldrei að vita hvort maður setji á sig hattinn og reyni við þetta yndislega lag.“ Tónlist Jól Jólalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Djammið vaknaði af værum blundi Fyrsta Þjóðhátíðin í þrjú ár, mannfjöldi í miðbænum á ýmsum hátíðum og djammið vaknaði af værum blundi. 14. desember 2022 07:01 Neitaði að bera grímu á tónleikum Gauta og var handtekinn með hörku Karlmaður var handtekinn á tónleikunum Jülevenner í gær eftir að hafa neitað að bera grímu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í dagbókarfærslu í morgun að maðurinn hafi verið handtekinn vegna brota á sóttvarnalögum og fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. 24. desember 2021 14:49 Allir tónleikar Jólavina Emmsjé Gauta með óbreyttu sniði og jólunum bjargað Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, ætlar að halda ótrauður áfram og mæta til leiks á þrennum tónleikum Jülevenner Emmsjé Gauta annað kvöld. Óvissa ríkti þó um tíma um þrenna tónleika, sem eru á dagskrá hjá honum á Þorláksmessu. 21. desember 2021 15:29 Ekki kvíðinn fyrir tónleikum kvöldsins þrátt fyrir fjölda smita Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, segist ekki stressaður fyrir þrennum jólatónleikum sem eru á dagskrá hjá honum í kvöld þrátt fyrir fjölda smitaðra af kórónuveirunni í þjóðfélaginu. Hann segist ætla að líta jákvætt á stöðuna frekar en að einblína á öll leiðinlegu smáatriðin. 23. desember 2021 14:31 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Við erum að reyna að fá Sögu Garðarsdóttur til landsins en hún er í gæsluvarðhaldi í Færeyjum. Einhver misskilningur með vegabréf, segir rapparinn um Jülevenner tónleikana í ár. Blanda af Frostrósum, Lethal Weapon 2 og rapptónleikum „Ég vil ekki segja frá of miklu svo sýningin komi fólki á óvart en ég get sagt ykkur að þetta er eins og blanda af Frostrósum, Lethal Weapon 2 og rapptónleikum. Þetta er í raun og veru bara jólatónleikar sem taka sig ekki of hátíðlega.“ Það er uppselt á tónleikana 22.desember og á fjölskyldusýninguna en það er ennþá hægt að næla sér í miða á Þorláksmessu þegar þetta er skrifað. „Það er svakalegt lænöpp í ár en með mér eru Club Dub, Úlfur Úlfur, Saga Garðarsdóttir og Ragga Gísla. Einnig verða góðar laumur en ég get ekki sagt frá því hér,“ segir Gauti dularfullur. Ótrúleg atburðarrás Það var mikið stress í kringum tónleikana á síðasta ári, vegna heimsfaraldurs og samkomutakmarkana en í ár þarf rapparinn ekki að hafa slíkar áhyggjur. „Við erum ekki stöðugu taugaáfalli hvort það þurfi að hætta við sýninguna. Árið í fyrra var mjög mikill rússíbani fyrir alla og sem betur fer erum við ekki lengur í því ástandi.“ Rapparinn þarf ekki að hafa áhyggjur af samkomutakmörkunum, grímuskyldu og sóttvarnarhólfum í ár.Daniel Þór Ágústsson Á síðasta ári var samkomureglum breytt sama dag og tónleikarnir áttu að fara fram. „Þegar ég fékk fréttirnar stóð ég á miðju sviði í Háskólabíó og fór að hágráta. Öll vinnan virtist ætla að vera til einskis. Reglurnar sem voru settar á hefðu í raun og veru slúttað sýningunni en það fór af stað ótrúleg atburðarás. Þúsund símtölum og nokkrum kvíðaköstum síðar fengum við að vita að sýningarnar myndu ná að halda sér í óbreyttri mynd.“ Never trust a virus Allt fór vel á lokum og Gauti segir að tónleikarnir hafi verið svakalegir. „Það kom í raun og veru á óvart hve lítil áhrif allt Covid bullið hafði á stemninguna.“ Hann segist hafa lært eitt af þessari reynslu. „Never trust a virus.“ Emmsjé Gauti er spenntur fyrir kósýstundum með fjölskyldunni um jólin.Vísir/Vilhelm Kósý stundir og afgangar Gauti er á milljón þessa dagana og er spenntur að fagna svo jólunum í faðmi fjölskyldunnar. „Það kemst lítið að á meðan ég er að plana tónleikana. Eftir það ætla ég að slaka harkalega á með fjölskyldunni.“ Aðspurður um jólin í ár svarar hann: „Eins mikið af kósý stundum og börnin mín þola. Lord of the rings trílógían og afgangar. Best í heimi.“ Hans uppáhalds jólalag er klassíkin Þú komst með jólin til mín. „Ég kemst alltaf í jólaskap þegar ég heyri það.“ Aðspurður hvort hann muni flytja það lag á Jülevenner svarar Gauti: „Það er aldrei að vita hvort maður setji á sig hattinn og reyni við þetta yndislega lag.“
Tónlist Jól Jólalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Djammið vaknaði af værum blundi Fyrsta Þjóðhátíðin í þrjú ár, mannfjöldi í miðbænum á ýmsum hátíðum og djammið vaknaði af værum blundi. 14. desember 2022 07:01 Neitaði að bera grímu á tónleikum Gauta og var handtekinn með hörku Karlmaður var handtekinn á tónleikunum Jülevenner í gær eftir að hafa neitað að bera grímu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í dagbókarfærslu í morgun að maðurinn hafi verið handtekinn vegna brota á sóttvarnalögum og fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. 24. desember 2021 14:49 Allir tónleikar Jólavina Emmsjé Gauta með óbreyttu sniði og jólunum bjargað Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, ætlar að halda ótrauður áfram og mæta til leiks á þrennum tónleikum Jülevenner Emmsjé Gauta annað kvöld. Óvissa ríkti þó um tíma um þrenna tónleika, sem eru á dagskrá hjá honum á Þorláksmessu. 21. desember 2021 15:29 Ekki kvíðinn fyrir tónleikum kvöldsins þrátt fyrir fjölda smita Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, segist ekki stressaður fyrir þrennum jólatónleikum sem eru á dagskrá hjá honum í kvöld þrátt fyrir fjölda smitaðra af kórónuveirunni í þjóðfélaginu. Hann segist ætla að líta jákvætt á stöðuna frekar en að einblína á öll leiðinlegu smáatriðin. 23. desember 2021 14:31 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Djammið vaknaði af værum blundi Fyrsta Þjóðhátíðin í þrjú ár, mannfjöldi í miðbænum á ýmsum hátíðum og djammið vaknaði af værum blundi. 14. desember 2022 07:01
Neitaði að bera grímu á tónleikum Gauta og var handtekinn með hörku Karlmaður var handtekinn á tónleikunum Jülevenner í gær eftir að hafa neitað að bera grímu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í dagbókarfærslu í morgun að maðurinn hafi verið handtekinn vegna brota á sóttvarnalögum og fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. 24. desember 2021 14:49
Allir tónleikar Jólavina Emmsjé Gauta með óbreyttu sniði og jólunum bjargað Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, ætlar að halda ótrauður áfram og mæta til leiks á þrennum tónleikum Jülevenner Emmsjé Gauta annað kvöld. Óvissa ríkti þó um tíma um þrenna tónleika, sem eru á dagskrá hjá honum á Þorláksmessu. 21. desember 2021 15:29
Ekki kvíðinn fyrir tónleikum kvöldsins þrátt fyrir fjölda smita Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, segist ekki stressaður fyrir þrennum jólatónleikum sem eru á dagskrá hjá honum í kvöld þrátt fyrir fjölda smitaðra af kórónuveirunni í þjóðfélaginu. Hann segist ætla að líta jákvætt á stöðuna frekar en að einblína á öll leiðinlegu smáatriðin. 23. desember 2021 14:31