Messi orðinn markahæsti Argentínumaður á HM frá upphafi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2022 23:00 Lionel Messi hefur skorað fleiri mörk en nokkur Argentínumaður á lokamóti HM. Igor Kralj/Pixsell/MB Media/Getty Images Lionel Messi varð í kvöld markahæsti leikmaður argentínska landsliðsins á HM frá upphafi þegar hann skoraði fyrsta mark liðsins í öruggum 3-0 sigri gegn Króatíu. Sigurinn kom argentínska liðinu í úrslit og Messi hefur nú skorað ellefu mörk á lokamóti HM. Messi kom Argentínu í 1-0 forystu þegar hann skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Hann hafði þó ekki lokið sér af því hann lagði einnig upp þriðja mark liðsins fyrir Julian Alvarez um miðjan síðari hálfleikinn. Markið sem Messi skoraði var hans ellefta á lokamóti HM, sem gerir hann að markahæsta Argentínumanni HM frá upphafi. Hann hafur skorað einu marki meira en Gabriel Batistuta sem skoraði tíu mörk á þremur heimsmeistaramótum og þremur mörkum meira en Guillermo Stábile og Diego Maradona sem báðir skoruðu átta mörk. Lionel Andrés Messi. 11 total goals at World Cup in his entire career. ✨🇦🇷 #Qatar2022Messi becomes Argentina’s all-time top goalscorer in FIFA World Cup history. pic.twitter.com/wPmDez4gf6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2022 Þá færði Messi sig einnig upp að hlið Ungverjans Sandor Kocsis og Þjóðverjans Jürgen Klinsmann í sjötta sæti á listanum yfir markahæstu menn HM frá upphafi. Allir þrír hafa þeir skorað ellefu mörk á HM, en Kocsis og Klinsmann þurftu þó heldur færri leiki til að skora sín ellefu mörk. Klinsmann skoraði ellefu mörk í sautján leikjum og Kocsis þurfti aðeins fimm leiki til að skora jafn mörg mörk. Messi hefur hins vegar leikið 25 leiki á HM. Argentínumaðurinn á þó í það minnsta einn leik eftir á sínum HM-ferli til að bæta fleiri mörkum við, sjálfan úrslitaleikinn næstkomandi sunnudag. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Messi kom Argentínu í 1-0 forystu þegar hann skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Hann hafði þó ekki lokið sér af því hann lagði einnig upp þriðja mark liðsins fyrir Julian Alvarez um miðjan síðari hálfleikinn. Markið sem Messi skoraði var hans ellefta á lokamóti HM, sem gerir hann að markahæsta Argentínumanni HM frá upphafi. Hann hafur skorað einu marki meira en Gabriel Batistuta sem skoraði tíu mörk á þremur heimsmeistaramótum og þremur mörkum meira en Guillermo Stábile og Diego Maradona sem báðir skoruðu átta mörk. Lionel Andrés Messi. 11 total goals at World Cup in his entire career. ✨🇦🇷 #Qatar2022Messi becomes Argentina’s all-time top goalscorer in FIFA World Cup history. pic.twitter.com/wPmDez4gf6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2022 Þá færði Messi sig einnig upp að hlið Ungverjans Sandor Kocsis og Þjóðverjans Jürgen Klinsmann í sjötta sæti á listanum yfir markahæstu menn HM frá upphafi. Allir þrír hafa þeir skorað ellefu mörk á HM, en Kocsis og Klinsmann þurftu þó heldur færri leiki til að skora sín ellefu mörk. Klinsmann skoraði ellefu mörk í sautján leikjum og Kocsis þurfti aðeins fimm leiki til að skora jafn mörg mörk. Messi hefur hins vegar leikið 25 leiki á HM. Argentínumaðurinn á þó í það minnsta einn leik eftir á sínum HM-ferli til að bæta fleiri mörkum við, sjálfan úrslitaleikinn næstkomandi sunnudag.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira