Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2022 14:30 Ragnar Þór undirritar kjarasamninginn í Karphúsinu á öðrum tímanum. Vísir/Vilhelm Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. Greint var frá því nokkuð óvænt á tólfta tímanum í dag að samningar hefðu náðst. Maraþonfundarhelgi lauk á fimmta tímanum í nótt og engar vísbendingar um að búið væri að nást samkomulag. Hálftíma eða svo tók að skrifa undir samningana í Karphúsinu. Bæði þarf að undirrita mörg skjöl og um leið margir að undirrita þessi sömu skjöl. Að því loknu voru forystusauðirnir boðaðir inn í annað herbergi með fjölda ljósmyndara til að taka hópmynd. Beðið var eftir því að Ragnar Þór mætti. „Hvar er Ragnar?“, „fór Ragnar beint í vöfflurnar?“ var spurt. Svo var ákveðið að ljósmyndaherinn tæki sínar myndir. Viðsemjendur brostu, gerðu grín og hlýddu tilmælum ljósmyndara varðandi uppstillingu. Ekkert sást þó til Ragnars Þórs en nokkru síðar sást hann á ganginum og hélt út úr húsakynnum Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Beiðnum fjölmiðlamanna á staðnum um viðtal var hafnað. Þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Ragnari síðan. Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. SA og SGS skrifuðu undir samning fyrir rúmri viku, samning sem formaður SGS fagnaði en Ragnar Þór gagnrýndi. Hann sagði samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir undirritun þess samnings. „Eins og ég hef sagt þá hefði það verið óskastaðan ef hreyfingin hefði verið svona sameinaðari í þessarði nálgun. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að möguleikar okkar til þess að ná kannski meiri og betri eða stærri aðgerðapökkum frá stjórnvöldum og síðan önnur mál sem að geta verið öllum félögum mikilvæg, sameiginleg mál. Við hefðum átt meiri möguleika þar já,“ sagði Ragnar. Hann hefur enn ekki tjáð sig um ylvolga kjarasamninginn sem skrifað var undir á öðrum tímanum. Uppfært klukkan 15:35 Ragnar Þór tjáði fréttastofu rétt í þessu að hann ætlaði ekkert að tjá sig í dag. Hann væri varla búinn að sofa alla helgina og ætlaði að bíða með að ræða við fólk þangað til á morgun. Þá stóð í fyrri útgáfu fréttarinnar að þess hefði verið beðið að Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, kæmi í myndatökuna. Hún upplýsti fréttastofu síðar að hún hefði ekki verið boðuð í myndatökuna. Enda hefði hún annars að sjálfsögðu mætt í hana. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
Greint var frá því nokkuð óvænt á tólfta tímanum í dag að samningar hefðu náðst. Maraþonfundarhelgi lauk á fimmta tímanum í nótt og engar vísbendingar um að búið væri að nást samkomulag. Hálftíma eða svo tók að skrifa undir samningana í Karphúsinu. Bæði þarf að undirrita mörg skjöl og um leið margir að undirrita þessi sömu skjöl. Að því loknu voru forystusauðirnir boðaðir inn í annað herbergi með fjölda ljósmyndara til að taka hópmynd. Beðið var eftir því að Ragnar Þór mætti. „Hvar er Ragnar?“, „fór Ragnar beint í vöfflurnar?“ var spurt. Svo var ákveðið að ljósmyndaherinn tæki sínar myndir. Viðsemjendur brostu, gerðu grín og hlýddu tilmælum ljósmyndara varðandi uppstillingu. Ekkert sást þó til Ragnars Þórs en nokkru síðar sást hann á ganginum og hélt út úr húsakynnum Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Beiðnum fjölmiðlamanna á staðnum um viðtal var hafnað. Þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Ragnari síðan. Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. SA og SGS skrifuðu undir samning fyrir rúmri viku, samning sem formaður SGS fagnaði en Ragnar Þór gagnrýndi. Hann sagði samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir undirritun þess samnings. „Eins og ég hef sagt þá hefði það verið óskastaðan ef hreyfingin hefði verið svona sameinaðari í þessarði nálgun. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að möguleikar okkar til þess að ná kannski meiri og betri eða stærri aðgerðapökkum frá stjórnvöldum og síðan önnur mál sem að geta verið öllum félögum mikilvæg, sameiginleg mál. Við hefðum átt meiri möguleika þar já,“ sagði Ragnar. Hann hefur enn ekki tjáð sig um ylvolga kjarasamninginn sem skrifað var undir á öðrum tímanum. Uppfært klukkan 15:35 Ragnar Þór tjáði fréttastofu rétt í þessu að hann ætlaði ekkert að tjá sig í dag. Hann væri varla búinn að sofa alla helgina og ætlaði að bíða með að ræða við fólk þangað til á morgun. Þá stóð í fyrri útgáfu fréttarinnar að þess hefði verið beðið að Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, kæmi í myndatökuna. Hún upplýsti fréttastofu síðar að hún hefði ekki verið boðuð í myndatökuna. Enda hefði hún annars að sjálfsögðu mætt í hana.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira