Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Jakob Bjarnar og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 12. desember 2022 11:26 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari varpar nú öndinni léttar en eftir stranga samningslotu hefur samningsaðilum nú tekist að ná saman. vísir/vilhelm Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. Ekkert liggur fyrir um hvað felst í samningunum en fjölmiðlum býðst að vera viðstaddir undirritun sem verður klukkan eitt í dag. Bein útsending verður frá undirrituninni í Karphúsinu á Vísi og Stöð 2 Vísi hér að neðan. Maraþonfundi aðila lauk um fimmleytið í nótt. Samningsaðilar höfðu verið boðaðir til fundar á nýjan leik klukkan 13. Því virðist sem tekist hafi samkomulag utan formlegs fundar í Karphúsinu. Umrædd samningalota hefur staðið frá 14. nóvember en undanfarinn sólarhring hafa viðsemjendur verið í fjölmiðlabanni að boði ríkissáttasemjara. Samningar tókust um skammtímasamning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins fyrir rúmri viku. Nú stefnir í undirritun klukkan 13 hjá VR, LÍV og samfloti iðnaðar- og tæknifólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Efling vísaði í síðustu viku kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara. „Við erum eina félagið sem hefur sett fram kröfugerð með tölusettum launakröfum. Við höfum verið opinská og heiðarleg við okkar viðsemjendur. Áhuga- og virðingarleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart félagsfólki Eflingar er hins vegar algjört. Okkur eru ekki veitt svör eða viðbrögð. Það er því rétt og óhjákvæmilegt að vísa deilunni til ríkissáttasemjara eins og heimilað er í lögunum um kjaraviðræður,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Samningafundur hefur ekki verið boðaður í þeirri deilu. Ráðherrar boðar til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa hins vegar boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ekki hefur gefið upp hvað nákvæmlega verður kynnt en í þjóðhagráði hafa aðgerðir er snúa að hækkun barnabóta og húsnæðisbóta verið til umræðu. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54 Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um hvað felst í samningunum en fjölmiðlum býðst að vera viðstaddir undirritun sem verður klukkan eitt í dag. Bein útsending verður frá undirrituninni í Karphúsinu á Vísi og Stöð 2 Vísi hér að neðan. Maraþonfundi aðila lauk um fimmleytið í nótt. Samningsaðilar höfðu verið boðaðir til fundar á nýjan leik klukkan 13. Því virðist sem tekist hafi samkomulag utan formlegs fundar í Karphúsinu. Umrædd samningalota hefur staðið frá 14. nóvember en undanfarinn sólarhring hafa viðsemjendur verið í fjölmiðlabanni að boði ríkissáttasemjara. Samningar tókust um skammtímasamning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins fyrir rúmri viku. Nú stefnir í undirritun klukkan 13 hjá VR, LÍV og samfloti iðnaðar- og tæknifólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Efling vísaði í síðustu viku kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara. „Við erum eina félagið sem hefur sett fram kröfugerð með tölusettum launakröfum. Við höfum verið opinská og heiðarleg við okkar viðsemjendur. Áhuga- og virðingarleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart félagsfólki Eflingar er hins vegar algjört. Okkur eru ekki veitt svör eða viðbrögð. Það er því rétt og óhjákvæmilegt að vísa deilunni til ríkissáttasemjara eins og heimilað er í lögunum um kjaraviðræður,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Samningafundur hefur ekki verið boðaður í þeirri deilu. Ráðherrar boðar til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa hins vegar boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ekki hefur gefið upp hvað nákvæmlega verður kynnt en í þjóðhagráði hafa aðgerðir er snúa að hækkun barnabóta og húsnæðisbóta verið til umræðu.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54 Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54
Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59