Greiða atkvæði um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2022 13:27 Þessar fjórar byggingar eru allar tilnefndar í ár. Hópurinn Arkitektúruppreisnin stendur fyrir kosningu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins. Að sögn hópsins eru þetta fyrstu arkitektúrverðlaunin á Íslandi þar sem almenningur stjórnar hver sigrar. Tvenn verðlaun eru í boði, Skelfingar medalían og Heiðursverðlaun Arkitektúruppreisnarinnar. Kosningin fer fram á heimasíðu Arkitektúruppreisnarinnar. Þar er einnig hægt að sjá myndir af byggingunum. Skelfingar medalían verður veitt nýbyggingu sem að mati almennings spillir umhverfi sínu. Að sögn Arkitektúruppreisnarinnar hefur því miður ekki verið erfitt að finna tilnefningar í þessum flokki. Hér fyrir neðan má lesa hvaða byggingar er kosið á milli og umsagnir Arkitektúruppreisnarinnar. Hallgerðargata 13 „Þessi dimma og drungalega bygging stendur við sjávarsíðu Reykjavíkur og lítur út eins og misheppnaður Tetris leikur. Lögun þessa gler- steypu- og stálvirkis lætur nýbygginguna líta út eins og skrifstofubyggingu kjarnorkuvers frá 1960.“ Elliðabraut 22 „Þessi nýbygging er sú nýjasta í húsalengju svartra kumbalda á jaðri Norðlingaholts. Nýbyggingin fellur mjög illa að nærliggjandi náttúrusvæði og tekur þátt í að búa til skuggalega og kalda heildarmynd fyrir hverfið. Fagurfræði hefur ekki verið faktor í hönnunarferlinu.“ Álalækur 1-3 „Þessi nýbygging er nánast þveröfugt við það sem mætti telja manneskjulegt og lífvænlegt. Grámygluleg og einsleit kassabygging sem gerir ekkert til að skapa fallegt umhverfi.“ Gerplustræti 21 „Þessi nýbygging er sú nýjasta í götumynd nákvæmlega eins fjölbýlishúsa. Litavalið á klæðningunni er að sjálfsögðu grár, en örlítill hluti byggingarinnar er klæddur timbri. Þó er það ekki nóg til að lífga upp á þessa ferköntuðu byggingu þar sem sjónsteypa er það sem einkennir þá hlið.“ Hús íslenskunnar „Nýbygging Háskóla Íslands undir starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar mun hýsa fjölbreytta starfsemi, en henni tekst afar illa að fegra umhverfið í kringum sig. Byggingin er eins og ryðgaður olíutankur sem er brotinn upp með gler- og sjónsteypukössum. Byggingin minnir á yfirgefna verksmiðju.“ Sunnusmári 1-5 „Þessi húsaröð er hluti af þéttingarreit í Kópavogi og er nánast Copy/Paste af hinu dæmigerða verktakafjölbýlishúsi. Þau vaxa eins og bólur um allar grundir. Nýbyggingin skapar myrka, kalda og ólífvænlega skuggaborg á þéttingarreit sem hafði mikla möguleika fyrir fallega uppbyggingu og þéttingu. Engin furða að margir eru skíthræddir við þéttingu byggðar þegar þetta er arkitektúrinn sem við fáum.“ Hringhamar 7 „Grátt, grátt og... grátt. Þessi nýbygging reynir að brjóta upp á einsleitnina með því að vera dökk- og ljósgrá til skiptis. Það reynist ekki nóg til að gera bygginguna fallega, né fela einsleitnina. Byggingin er ennþá gráleitur kassi. Litir og smáatriði hefðu breytt miklu.“ Móavellir 4 „Svartur kassi. Hvað er annað hægt að segja? Á landi sem er þekkt fyrir skammdegi og hvassviðri virðist einsleitur svartur kassi ekki gera annað en að gera skammdegið kaldara og dimmara. Ekki nær viðarklæðningin að bjarga þessari byggingu frá einsleitninni, en hún minnir helst á IKEA mublu sem hefur verið sett vitlaust saman.“ Heiðursverðlaun Arkitektúruppreisnarinnar eru veitt fallegri og vel aðlagaðri nýbyggingu sem íbúar meta til mikils. Að þessu sinni fengu sjö byggingar tilnefningu. Eskiás 1 Hotel Reykjavík Saga Akralundur 1-5 Móberg Bergþórugata 10-12 Laugavegur 67a Hverfisgata 88 Arkitektúr Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Tvenn verðlaun eru í boði, Skelfingar medalían og Heiðursverðlaun Arkitektúruppreisnarinnar. Kosningin fer fram á heimasíðu Arkitektúruppreisnarinnar. Þar er einnig hægt að sjá myndir af byggingunum. Skelfingar medalían verður veitt nýbyggingu sem að mati almennings spillir umhverfi sínu. Að sögn Arkitektúruppreisnarinnar hefur því miður ekki verið erfitt að finna tilnefningar í þessum flokki. Hér fyrir neðan má lesa hvaða byggingar er kosið á milli og umsagnir Arkitektúruppreisnarinnar. Hallgerðargata 13 „Þessi dimma og drungalega bygging stendur við sjávarsíðu Reykjavíkur og lítur út eins og misheppnaður Tetris leikur. Lögun þessa gler- steypu- og stálvirkis lætur nýbygginguna líta út eins og skrifstofubyggingu kjarnorkuvers frá 1960.“ Elliðabraut 22 „Þessi nýbygging er sú nýjasta í húsalengju svartra kumbalda á jaðri Norðlingaholts. Nýbyggingin fellur mjög illa að nærliggjandi náttúrusvæði og tekur þátt í að búa til skuggalega og kalda heildarmynd fyrir hverfið. Fagurfræði hefur ekki verið faktor í hönnunarferlinu.“ Álalækur 1-3 „Þessi nýbygging er nánast þveröfugt við það sem mætti telja manneskjulegt og lífvænlegt. Grámygluleg og einsleit kassabygging sem gerir ekkert til að skapa fallegt umhverfi.“ Gerplustræti 21 „Þessi nýbygging er sú nýjasta í götumynd nákvæmlega eins fjölbýlishúsa. Litavalið á klæðningunni er að sjálfsögðu grár, en örlítill hluti byggingarinnar er klæddur timbri. Þó er það ekki nóg til að lífga upp á þessa ferköntuðu byggingu þar sem sjónsteypa er það sem einkennir þá hlið.“ Hús íslenskunnar „Nýbygging Háskóla Íslands undir starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar mun hýsa fjölbreytta starfsemi, en henni tekst afar illa að fegra umhverfið í kringum sig. Byggingin er eins og ryðgaður olíutankur sem er brotinn upp með gler- og sjónsteypukössum. Byggingin minnir á yfirgefna verksmiðju.“ Sunnusmári 1-5 „Þessi húsaröð er hluti af þéttingarreit í Kópavogi og er nánast Copy/Paste af hinu dæmigerða verktakafjölbýlishúsi. Þau vaxa eins og bólur um allar grundir. Nýbyggingin skapar myrka, kalda og ólífvænlega skuggaborg á þéttingarreit sem hafði mikla möguleika fyrir fallega uppbyggingu og þéttingu. Engin furða að margir eru skíthræddir við þéttingu byggðar þegar þetta er arkitektúrinn sem við fáum.“ Hringhamar 7 „Grátt, grátt og... grátt. Þessi nýbygging reynir að brjóta upp á einsleitnina með því að vera dökk- og ljósgrá til skiptis. Það reynist ekki nóg til að gera bygginguna fallega, né fela einsleitnina. Byggingin er ennþá gráleitur kassi. Litir og smáatriði hefðu breytt miklu.“ Móavellir 4 „Svartur kassi. Hvað er annað hægt að segja? Á landi sem er þekkt fyrir skammdegi og hvassviðri virðist einsleitur svartur kassi ekki gera annað en að gera skammdegið kaldara og dimmara. Ekki nær viðarklæðningin að bjarga þessari byggingu frá einsleitninni, en hún minnir helst á IKEA mublu sem hefur verið sett vitlaust saman.“ Heiðursverðlaun Arkitektúruppreisnarinnar eru veitt fallegri og vel aðlagaðri nýbyggingu sem íbúar meta til mikils. Að þessu sinni fengu sjö byggingar tilnefningu. Eskiás 1 Hotel Reykjavík Saga Akralundur 1-5 Móberg Bergþórugata 10-12 Laugavegur 67a Hverfisgata 88
Arkitektúr Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira