„Maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2022 21:23 Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði og Halldóri Benjamín fyrr í kvöld. Jafnvel þótt samningar tækjust í kvöld á milli samflots VR og iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins, þyrfti helgina til að klára þá. Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins fyrr í kvöld þegar fréttastofa Stöðvar 2 tók þá tali. Atkvæðagreiðsla um SGS-samninginn hófst í dag og stendur til 19. desember. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 hefur fylgst með málinu í allan dag. „Okkar markmið er það að klára kjarasamninga, við höfum setið hér í húsi í allan dag og erum hér enn. Þetta tekur hins vegar ótrúlega langan tíma og er eitthvað sem við þurfum að vinna með, klára þetta. Vonandi tekst þetta,“ sagði Kristján Þórður aðspurður um hvort samningar myndu takast um helgina. Þá sagði Halldór Benjamín að línan væri skýr varðandi stefnumörkun kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins. „Þeir kjarasamningar sem við gerum við stóra hópa eru stefnumarkandi en það breytir því ekki að við erum að vinna með mismunandi hópa og reynum að finna fullnægjandi lausnir.“ Kristján Þórður tók undir það. „Þetta eru mismunandi hópar og mismunandi lausnir sem þarf fyrir hópana og það er auðvitað það sem við erum að glíma við í dag og þessa dagana, að finna lausnina sem hentar þessum hópum.“ Og fer kannski að berast vöffluilmur um húsnæði ríkissáttasemjara nú um helgina? „Ég var að skoða veðurspána áðan, það á að vera heiðríkja næstu daga og ég hugsa að það viðri vel til kjarasamningsgerðar,“ svaraði Halldór Benjamín og Kristján Þórður tók í sama streng. „Það er vonandi, við erum í húsi til að semja og maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina.“ Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. 9. desember 2022 16:18 Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um SGS-samninginn hófst í dag og stendur til 19. desember. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 hefur fylgst með málinu í allan dag. „Okkar markmið er það að klára kjarasamninga, við höfum setið hér í húsi í allan dag og erum hér enn. Þetta tekur hins vegar ótrúlega langan tíma og er eitthvað sem við þurfum að vinna með, klára þetta. Vonandi tekst þetta,“ sagði Kristján Þórður aðspurður um hvort samningar myndu takast um helgina. Þá sagði Halldór Benjamín að línan væri skýr varðandi stefnumörkun kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins. „Þeir kjarasamningar sem við gerum við stóra hópa eru stefnumarkandi en það breytir því ekki að við erum að vinna með mismunandi hópa og reynum að finna fullnægjandi lausnir.“ Kristján Þórður tók undir það. „Þetta eru mismunandi hópar og mismunandi lausnir sem þarf fyrir hópana og það er auðvitað það sem við erum að glíma við í dag og þessa dagana, að finna lausnina sem hentar þessum hópum.“ Og fer kannski að berast vöffluilmur um húsnæði ríkissáttasemjara nú um helgina? „Ég var að skoða veðurspána áðan, það á að vera heiðríkja næstu daga og ég hugsa að það viðri vel til kjarasamningsgerðar,“ svaraði Halldór Benjamín og Kristján Þórður tók í sama streng. „Það er vonandi, við erum í húsi til að semja og maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina.“
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. 9. desember 2022 16:18 Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. 9. desember 2022 16:18
Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56