Seinni bylgjan hefur áhyggjur: Hvað er að gerast í Kópavogi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 16:30 HK-konan Inga Dís Jóhannsdóttir í síðasta sigurleik HK-liðsins sem var á móti KA/Þór í október. Vísir/Vilhelm Kvennalið HK situr á botni Olís deildar kvenna í handbolta og hefur aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Seinni bylgjan hefur áhyggjur af liðinu eftir nítján marka tap á heimavelli á móti Fram. HK vann sinn eina leik á móti KA/Þór 22. október síðastliðinn en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð og það með samtals 41 marks mun eða meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Hvað getum við sagt um HK? „Hvað getum við sagt um HK,“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Framkonur koma pínu særðar inn í þennan leik og ætluðu aldeilis að sanna sig sem og þær gerðu. Á móti kemur finnst mér frammistaða HK ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þær eru með gríðarlega efnivið, voru Íslandsmeistarar í 3. flokki og eru með fullt af leikmönnum í U18 ára landsliðinu. Þær eru með fullt af efnilegum leikmönnum,“ sagði Sigurlaug. Ég sé ekki neinar framfarir „Ég sé bara engan stíganda hjá þeim. Ég sé ekki neinar framfarir og ég sé ekki neina þróun í leik þeirra. Mér finnst vanta einhvers konar strúktúr í liðið hjá þeim. Að þær séu alla vega að vinna með eitthvað markvisst,“ sagði Sigurlaug. „Þessi leikur var arfaslakur af þeirra hálfu eins og mér þykir það leiðinlegt að segja þetta um mína Kópavogsbúa þá er þetta bara rosalega þungt í Kópavogi. Ég spyr bara: Hvað er að gerast þar? Það bjóst enginn við að þær væru að hala inn stigum en við bjuggumst við því að sjá unga og efnilega leikmenn þroskast og vera að vaxa. Vera að brjótast út úr einhverju. Það er einhvern veginn rosalega lítið að gerast þarna,“ sagði Sigurlaug. Rosalega efnilegir leikmenn þarna „Ég hef áhyggjur af þessu því þetta er kannski okkar mesti efniviður sem við eigum. Þarna eru framtíðarlandsliðsmenn en ef ekki verður eitthvað gert þá gætum við verið að tapa einhverjum gæðum sem við vorum að vonast til að sjá í framtíðinni,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það eru rosalega efnilegir leikmenn þarna en ég tek undir með Sillu,“ sagði Einar. Það má sjá alla umfjöllunina um HK-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að gerast hjá HK? Seinni bylgjan Olís-deild kvenna HK Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Fleiri fréttir „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Sjá meira
HK vann sinn eina leik á móti KA/Þór 22. október síðastliðinn en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð og það með samtals 41 marks mun eða meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Hvað getum við sagt um HK? „Hvað getum við sagt um HK,“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Framkonur koma pínu særðar inn í þennan leik og ætluðu aldeilis að sanna sig sem og þær gerðu. Á móti kemur finnst mér frammistaða HK ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þær eru með gríðarlega efnivið, voru Íslandsmeistarar í 3. flokki og eru með fullt af leikmönnum í U18 ára landsliðinu. Þær eru með fullt af efnilegum leikmönnum,“ sagði Sigurlaug. Ég sé ekki neinar framfarir „Ég sé bara engan stíganda hjá þeim. Ég sé ekki neinar framfarir og ég sé ekki neina þróun í leik þeirra. Mér finnst vanta einhvers konar strúktúr í liðið hjá þeim. Að þær séu alla vega að vinna með eitthvað markvisst,“ sagði Sigurlaug. „Þessi leikur var arfaslakur af þeirra hálfu eins og mér þykir það leiðinlegt að segja þetta um mína Kópavogsbúa þá er þetta bara rosalega þungt í Kópavogi. Ég spyr bara: Hvað er að gerast þar? Það bjóst enginn við að þær væru að hala inn stigum en við bjuggumst við því að sjá unga og efnilega leikmenn þroskast og vera að vaxa. Vera að brjótast út úr einhverju. Það er einhvern veginn rosalega lítið að gerast þarna,“ sagði Sigurlaug. Rosalega efnilegir leikmenn þarna „Ég hef áhyggjur af þessu því þetta er kannski okkar mesti efniviður sem við eigum. Þarna eru framtíðarlandsliðsmenn en ef ekki verður eitthvað gert þá gætum við verið að tapa einhverjum gæðum sem við vorum að vonast til að sjá í framtíðinni,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það eru rosalega efnilegir leikmenn þarna en ég tek undir með Sillu,“ sagði Einar. Það má sjá alla umfjöllunina um HK-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að gerast hjá HK?
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna HK Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Fleiri fréttir „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Sjá meira