Framkvæmdastýra FIFA neitar að tjá sig um dauðsfall verkmanns Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 08:01 Fatma Samoura, framkvæmdastýra FIFA, ásamt forsetanum Gianni Infantino. Matt Roberts - FIFA/FIFA via Getty Images Fatma Samoura, framkvæmdastýra Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, harðneitaði að tjá sig um andlát filippeysks verkamanns sem lést við endurbætur á aðstöðu landsliðs Sádi-Arabíu á HM í Katar á meðan riðlakeppni mótsins stóð. Vitni að slysinu segja að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Samoura var stödd á viðburði á vegum sambandsins í Katar í gær þegar hún var innt eftir svörum um verkamanninn og aðstöðu verkamanna almennt í ríkinu. Hún sagði ekki viðeigandi að ræða þann látna. FIFA general secretary Fatma Samoura has refused to answer questions on the death of a migrant worker during the World Cup in Qatar. @Mockneyrebel pic.twitter.com/XNYzARu7Gq— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 8, 2022 „Ég held að við séum öll hér fyrir ráðstefnuna,“ sagði Samoura. „Ef þú vilt að ég ræði ráðstefnuna frekar, þá er ég klár. Ef þú vilt ræða eitthvað annað, þá get ég ekki hjálpað þér,“ „Við höfum þegar útskýrt í löngu máli aðgerðir okkar í tengslum við Katar,“ sagði Samoura við blaðamann. „Mér finnst það ekki viðeigandi þegar fólk kemur hingað að læra hluti, að við séum að tala um hluti sem við höfum þegar rætt fyrir mánuðum síðan,“ sagði Samoura enn frekar. Framkvæmdastjóri mótsins ósáttur við spurningarnar Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var litlu hressari með spurningar af þessu meiði, líkt og greint var frá í gær. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ sagði Al Khater um atvikið. Segja dauðsföll talin á fingrum annarrar handar Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út og þær tölur sem Al Khater heldur á lofti. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt Katar fyrir að rannsaka ekki dauðsföll verkafólks, halda illa utan um slíkar tölur og bregðast seint og illa við. FIFA HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Sjá meira
Vitni að slysinu segja að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Samoura var stödd á viðburði á vegum sambandsins í Katar í gær þegar hún var innt eftir svörum um verkamanninn og aðstöðu verkamanna almennt í ríkinu. Hún sagði ekki viðeigandi að ræða þann látna. FIFA general secretary Fatma Samoura has refused to answer questions on the death of a migrant worker during the World Cup in Qatar. @Mockneyrebel pic.twitter.com/XNYzARu7Gq— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 8, 2022 „Ég held að við séum öll hér fyrir ráðstefnuna,“ sagði Samoura. „Ef þú vilt að ég ræði ráðstefnuna frekar, þá er ég klár. Ef þú vilt ræða eitthvað annað, þá get ég ekki hjálpað þér,“ „Við höfum þegar útskýrt í löngu máli aðgerðir okkar í tengslum við Katar,“ sagði Samoura við blaðamann. „Mér finnst það ekki viðeigandi þegar fólk kemur hingað að læra hluti, að við séum að tala um hluti sem við höfum þegar rætt fyrir mánuðum síðan,“ sagði Samoura enn frekar. Framkvæmdastjóri mótsins ósáttur við spurningarnar Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var litlu hressari með spurningar af þessu meiði, líkt og greint var frá í gær. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ sagði Al Khater um atvikið. Segja dauðsföll talin á fingrum annarrar handar Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út og þær tölur sem Al Khater heldur á lofti. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt Katar fyrir að rannsaka ekki dauðsföll verkafólks, halda illa utan um slíkar tölur og bregðast seint og illa við.
FIFA HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Sjá meira