„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. desember 2022 20:49 Ísak Wíum, þjálfari ÍR. Vísir/Vilhelm Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik. „Þetta er bara svekkjandi. Á okkar degi, sem ég er svolítið að bíða eftir, á okkar skotdegi þá vinnum við svona leiki held ég alveg pottþétt. Við verðum kannsi bara að vera svolítið þolinmóðir, eins svekkjandi og þetta er.“ Ísak hafði einmitt orð á því fyrir leik að hann væri að bíða eftir téðum degi, en hann kom svo sannarlega ekki í dag. „Nei hann kom ekki í dag. Við erum kannski í smá veseni með „spacing“ að einhverju leyti og menn ekki að hitta vel og það er alveg smá áhyggjuefni.“ ÍR-ingar spila nú í nýju og glæsilegu íþróttahúsi við Skógarsel. Aðspurður hvort körfurnar væru enn að venjast sagði Ísak það ólíklegt, en notaði þó tækifærið og sendi Reykjavíkborg harðorð skilaboð um að klára fráganginn í húsinu. „Veit það ekki, nei ég myndi nú ekki halda það. Við getum ekki kvartað yfir helmingnum, þó ég ætli að nota tækifærið og segja Reykjavíkurborg drullast til að skipta út restinni af körfunum. Skilaboð til þeirra fyrst að ég hef vettvanginn til þess. En ég held að nýja húsið sé ekki vandamálið okkar.“ Taylor Johns virtist ekki eiga mikið inni hjá dómurunum í kvöld, uppskar tvær sóknarvillur, eina tæknvillu og Valsmenn fengu að taka ansi óblíðlega á honum í teignum án þess að nokkuð væri dæmt. Ísak tók sannarlega eftir þessu og gerði athugasemd við aðstöðumun Jóna og Séra Jóna í deildinni. „Ég er nú búinn að fara í kælingu, þess vegna kom ég ekki beint til þín. En kannski bara munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox. Mér fannst rosalega mikið halla á hann, sérstaklega þegar menn tóku það til skoðunar að Kristófer var alltaf með báðar hendur í bakinu á honum en svo um leið og bakverðirnar okkar setja báðar hendur á bakverðina þeirra, þá var það villa. Þannig að það var ekkert samræmi úti á velli og inni í teig.“ Það hefur verið nokkuð stormasamt í Breiðholtinu framan af tímabili en Ísak og hans menn virðast þó vera á réttri leið á mörgum sviðum. Aðspurður um framhaldið var Ísak bjartsýnn. „Bara vel. Ég held að þakið okkar sé nokkuð hátt. Ég er að reyna að hætta að tala um það en við höfum verið í leikmannakrísu. Menn eru að tínast til baka og þá eru ungir strákarnir búnir að spila mínútur og geta þá leyst einhver hlutverk. Það er alltaf bjart yfir Breiðholtinu.“ – sagði Ísak Wíum að lokum, nokkuð bjart yfir honum þrátt fyrir svekkjandi tap. Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi. Á okkar degi, sem ég er svolítið að bíða eftir, á okkar skotdegi þá vinnum við svona leiki held ég alveg pottþétt. Við verðum kannsi bara að vera svolítið þolinmóðir, eins svekkjandi og þetta er.“ Ísak hafði einmitt orð á því fyrir leik að hann væri að bíða eftir téðum degi, en hann kom svo sannarlega ekki í dag. „Nei hann kom ekki í dag. Við erum kannski í smá veseni með „spacing“ að einhverju leyti og menn ekki að hitta vel og það er alveg smá áhyggjuefni.“ ÍR-ingar spila nú í nýju og glæsilegu íþróttahúsi við Skógarsel. Aðspurður hvort körfurnar væru enn að venjast sagði Ísak það ólíklegt, en notaði þó tækifærið og sendi Reykjavíkborg harðorð skilaboð um að klára fráganginn í húsinu. „Veit það ekki, nei ég myndi nú ekki halda það. Við getum ekki kvartað yfir helmingnum, þó ég ætli að nota tækifærið og segja Reykjavíkurborg drullast til að skipta út restinni af körfunum. Skilaboð til þeirra fyrst að ég hef vettvanginn til þess. En ég held að nýja húsið sé ekki vandamálið okkar.“ Taylor Johns virtist ekki eiga mikið inni hjá dómurunum í kvöld, uppskar tvær sóknarvillur, eina tæknvillu og Valsmenn fengu að taka ansi óblíðlega á honum í teignum án þess að nokkuð væri dæmt. Ísak tók sannarlega eftir þessu og gerði athugasemd við aðstöðumun Jóna og Séra Jóna í deildinni. „Ég er nú búinn að fara í kælingu, þess vegna kom ég ekki beint til þín. En kannski bara munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox. Mér fannst rosalega mikið halla á hann, sérstaklega þegar menn tóku það til skoðunar að Kristófer var alltaf með báðar hendur í bakinu á honum en svo um leið og bakverðirnar okkar setja báðar hendur á bakverðina þeirra, þá var það villa. Þannig að það var ekkert samræmi úti á velli og inni í teig.“ Það hefur verið nokkuð stormasamt í Breiðholtinu framan af tímabili en Ísak og hans menn virðast þó vera á réttri leið á mörgum sviðum. Aðspurður um framhaldið var Ísak bjartsýnn. „Bara vel. Ég held að þakið okkar sé nokkuð hátt. Ég er að reyna að hætta að tala um það en við höfum verið í leikmannakrísu. Menn eru að tínast til baka og þá eru ungir strákarnir búnir að spila mínútur og geta þá leyst einhver hlutverk. Það er alltaf bjart yfir Breiðholtinu.“ – sagði Ísak Wíum að lokum, nokkuð bjart yfir honum þrátt fyrir svekkjandi tap.
Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08