Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2022 14:48 Hulda Elsa Björgvinsdóttir er aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/JóiK Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ýmsir starfsmenn á ákærusviði leitað í önnur störf undanfarin ár meðal annars vegna erfiðra samskipta við Huldu Elsu. Einn fyrrverandi starfsmaður sagði ekki óþekkt að hún tæki „hársblásarann“ á undirmenn sína ef svo bæri undir. Fyrir vikið hefur starfsmannavelta á ákærusviðinu verið töluverð. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að Hulda Elsa sé komin í leyfi. Hún hafi óskað eftir breytingu á starfssviði sínu. „Breytingin felur í sér að dagleg stjórn ákærusviðs verður undanskilin starfsskyldum hennar en að öðru leyti er hennar staða óbreytt. Fallist hefur verið á beiðnina en það er nú til skoðunar hvernig stjórnun sviðsins verði háttað til framtíðar. Staðgengill Huldu Elsu hefur nú þegar tekið við daglegri stjórn en að öðru leyti er starfsemi sviðsins óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Embættið muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Reynslumikill starfsmaður Hulda Elsa hefur verið lykilmaður hjá lögreglunni um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og hefur verið sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Frá árinu 2017 hefur hún verið staðgengill lögreglustjóra og tvívegis settur lögreglustjóri. Hulda Elsa hefur farið með stjórn ákærusviðs embættisins undanfarin ár. Hulda Elsa var skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði síðastliðið sumar. Hún var önnur tveggja sem sótti um embættið en matsnefnd taldi báða umsækjendur mjög hæfa til að hljóta skipun. Hún var saksóknari hjá Ríkissaksóknara og síðar staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist í Huldu Elsu við vinnslu fréttarinnar. Liggur ekki á skoðunum sínum Lesendur Fréttablaðsins fengu að kynnast Huldu Elsu í gegnum vinkonur hennar og systur árið 2020. Þá gegndi Hulda Elsa tímabundið stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lýstu þau henni sem hörðum nagla sem hvorki borgi sig að spila né rífast við. „Manneskja alin upp á níunda áratugnum í Þýskalandi, Breiðholti og svo Grafarvogi er ekki að fara að enda sem einhver verndaður, viðkvæmur, vakúmpakkaður Garðbæingur. Hulda er grjót í gegn,“ sagði vinkona hennar úr laganámi. „Hún er ákveðin og maður veit alveg hvar maður hefur hana sem er of boðslega þægilegt í fari vina. Hún liggur ekkert á skoðunum sínum og hefur mjög sterkar skoðanir. Maður kynnist strax þessari hlið á henni og hún kemur til dyranna eins og hún er klædd.“ Systir Huldu Elsu bætti við. „Hún er ofsalega rökföst og eldklár og mikill „fighter“.“ Lögreglan Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ýmsir starfsmenn á ákærusviði leitað í önnur störf undanfarin ár meðal annars vegna erfiðra samskipta við Huldu Elsu. Einn fyrrverandi starfsmaður sagði ekki óþekkt að hún tæki „hársblásarann“ á undirmenn sína ef svo bæri undir. Fyrir vikið hefur starfsmannavelta á ákærusviðinu verið töluverð. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að Hulda Elsa sé komin í leyfi. Hún hafi óskað eftir breytingu á starfssviði sínu. „Breytingin felur í sér að dagleg stjórn ákærusviðs verður undanskilin starfsskyldum hennar en að öðru leyti er hennar staða óbreytt. Fallist hefur verið á beiðnina en það er nú til skoðunar hvernig stjórnun sviðsins verði háttað til framtíðar. Staðgengill Huldu Elsu hefur nú þegar tekið við daglegri stjórn en að öðru leyti er starfsemi sviðsins óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Embættið muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Reynslumikill starfsmaður Hulda Elsa hefur verið lykilmaður hjá lögreglunni um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og hefur verið sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Frá árinu 2017 hefur hún verið staðgengill lögreglustjóra og tvívegis settur lögreglustjóri. Hulda Elsa hefur farið með stjórn ákærusviðs embættisins undanfarin ár. Hulda Elsa var skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði síðastliðið sumar. Hún var önnur tveggja sem sótti um embættið en matsnefnd taldi báða umsækjendur mjög hæfa til að hljóta skipun. Hún var saksóknari hjá Ríkissaksóknara og síðar staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist í Huldu Elsu við vinnslu fréttarinnar. Liggur ekki á skoðunum sínum Lesendur Fréttablaðsins fengu að kynnast Huldu Elsu í gegnum vinkonur hennar og systur árið 2020. Þá gegndi Hulda Elsa tímabundið stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lýstu þau henni sem hörðum nagla sem hvorki borgi sig að spila né rífast við. „Manneskja alin upp á níunda áratugnum í Þýskalandi, Breiðholti og svo Grafarvogi er ekki að fara að enda sem einhver verndaður, viðkvæmur, vakúmpakkaður Garðbæingur. Hulda er grjót í gegn,“ sagði vinkona hennar úr laganámi. „Hún er ákveðin og maður veit alveg hvar maður hefur hana sem er of boðslega þægilegt í fari vina. Hún liggur ekkert á skoðunum sínum og hefur mjög sterkar skoðanir. Maður kynnist strax þessari hlið á henni og hún kemur til dyranna eins og hún er klædd.“ Systir Huldu Elsu bætti við. „Hún er ofsalega rökföst og eldklár og mikill „fighter“.“
Lögreglan Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira