Van Gaal gerði stjörnuna vandræðalega: „Núna kyssumst við á munninn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 13:47 Louis van Gaal og Memphis Depay sem varð vandræðalegur við ummæli stjórans. Skjáskot Louis van Gaal gefur lítið fyrir gagnrýni Ángels Di María sem var rifjuð upp fyrir honum á blaðamannafundi fyrir leik Hollands og Argentínu í dag. Holland og Argentína eigast við í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun. Þar mun Ángel Di María, leikmaður Argentínu, mæta sínum fyrrum stjóra, Louis van Gaal, sem stýrir Hollandi. Van Gaal var stjóri Manchester United þegar félagið keypti Di María dýrum dómi frá Real Madrid á Spáni árið 2014 en sá argentínski fann sig ekki í Manchester-borg og entist aðeins í eina leiktíð áður en hann fann fjölina hjá Paris Saint-Germain ári síðar. Haft var eftir Di María eftir dvöl hans í Englandi að van Gaal væri versti stjóri sem hann hefði haft á ferlinum. Van Gaal var beðinn um svör við þeim ummælum á blaðamannafundi í dag. „Sagði Di María að ég væri versti stjóri sem hann hefði haft? Hann er einn af fáum sem er á þeirri skoðun. Mér þykir þetta leiðinlegt og sorglegt að hann hafi sagt þetta,“ „En hér hjá mér situr Memphis [Depay, leikmaður Hollands og fyrrum leikmaður Man Utd]. Hann var einnig í Manchester og spilaði lítið. Og nú kyssumst við á munninn. Við ætlum ekki að gera það hér, en svona er þetta stundum í boltanum,“ sagði van Gaal á fundinum í dag. Vel fór á með þeim félögum á fundinum.Cathrin Mueller - FIFA/FIFA via Getty Images Memphis Depay, leikmaður Hollands, sat þá honum við hlið og varð býsna vandræðalegur við ummæli stjórans. Depay kom til Manchester sama sumar og Di María yfirgaf félagið, árið 2015, en hann fann sig ekki heldur og entist aðeins í eina og hálfa leiktíð hjá liðinu. Holland og Argentína keppast um sæti á 8-liða úrslitum HM annað kvöld. HM 2022 í Katar Hollenski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Allskonar fyrir öll Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Holland og Argentína eigast við í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun. Þar mun Ángel Di María, leikmaður Argentínu, mæta sínum fyrrum stjóra, Louis van Gaal, sem stýrir Hollandi. Van Gaal var stjóri Manchester United þegar félagið keypti Di María dýrum dómi frá Real Madrid á Spáni árið 2014 en sá argentínski fann sig ekki í Manchester-borg og entist aðeins í eina leiktíð áður en hann fann fjölina hjá Paris Saint-Germain ári síðar. Haft var eftir Di María eftir dvöl hans í Englandi að van Gaal væri versti stjóri sem hann hefði haft á ferlinum. Van Gaal var beðinn um svör við þeim ummælum á blaðamannafundi í dag. „Sagði Di María að ég væri versti stjóri sem hann hefði haft? Hann er einn af fáum sem er á þeirri skoðun. Mér þykir þetta leiðinlegt og sorglegt að hann hafi sagt þetta,“ „En hér hjá mér situr Memphis [Depay, leikmaður Hollands og fyrrum leikmaður Man Utd]. Hann var einnig í Manchester og spilaði lítið. Og nú kyssumst við á munninn. Við ætlum ekki að gera það hér, en svona er þetta stundum í boltanum,“ sagði van Gaal á fundinum í dag. Vel fór á með þeim félögum á fundinum.Cathrin Mueller - FIFA/FIFA via Getty Images Memphis Depay, leikmaður Hollands, sat þá honum við hlið og varð býsna vandræðalegur við ummæli stjórans. Depay kom til Manchester sama sumar og Di María yfirgaf félagið, árið 2015, en hann fann sig ekki heldur og entist aðeins í eina og hálfa leiktíð hjá liðinu. Holland og Argentína keppast um sæti á 8-liða úrslitum HM annað kvöld.
HM 2022 í Katar Hollenski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Allskonar fyrir öll Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti