Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. desember 2022 20:13 Niðurstöður Róberts eru afgerandi og í samræmi við álitsgerð LOGOS. Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur. Í tilkynningu á vef Gildis-lífeyrssjóðs kemur fram að íslenskir lífeyrissjóðir hafi farið fram á það við Róbert að hann legði mat á forsendur minnisblaðs Landslaga – lögfræðistofu fyrir fjármála- og efnahagsráðherra annars vegar og álitsgerðar LOGOS lögmannsþjónustu fyrir íslenska lífeyrissjóði hins vegar. Þá var farið fram á að Róbert lýsti afstöðu til þeirra forsendna sem liggja helstu niðurstöðum til grundvallar, einkum að því er varðar eignarréttarvernd kröfuréttinda samkvæmt skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði, nú ÍL-sjóður, í ljósi ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Tilefnið er yfirlýstar áætlanir ráðherrans um möguleg slit og gjaldþrotaskipti sjóðsins með lögum. Fram kemur í tilkynningunni að niðurstöður Róberts séu afgerandi og í samræmi við álitsgerð LOGOS. „Róbert telur slíkar aðgerðir af hálfu löggjafans andstæðar stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er það jafnframt niðurstaða hans að slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs á þeim grundvelli sem fram kemur í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis frá því í október feli í sér eignarnám sem verði ekki framkvæmt án fullra bóta til lífeyrissjóðanna sem meðal annars taki mið af samningsskuldbindingum ÍL-sjóðs um greiðslu vaxta til framtíðar.“ Kröfur lífeyrissjóðanna eign í lagalegum skilningi Helstu niðurstöður Róberts eru þessar: Kröfur samkvæmt þremur skuldabréfaflokkum, útgefnum af Íbúðalánasjóði við skiptiútboð á árinu 2004, teljast að fullu „ eign “ („possession“) í merkingu 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr., 1. viðauka við MSE, þ.m.t. höfuðstóll þeirra, verðbætur, áfallnir vextir og fastir samningsbundnir vextir (3,75%) fram að gjalddögum á árunum 2024, 2034 og 2044. Löggjöf, eins og sú sem rædd er í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis um ÍL-sjóð, sem myndi heimila gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs, eða önnur sambærileg slit eða fjárhagslegt uppgjör á sjóðnum, felur í sér eignarnám á þeim hluta kröfum skuldabréfaeigenda sem ekki fengju fullar efndir á grundvelli skilmála skuldabréfanna. Slík löggjöf þyrfti því að fullnægja kröfum 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við MSE. Ekkert í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis um stöðu ÍL-sjóðs bendir nægilega til þess að löggjafinn hafi samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar, eða 1. gr. 1. viðauka við MSE, heimild til að setja lög um slit og gjaldþrotameðferð ÍL-sjóðs, sem fælu í sér að kröfur samkvæmt skuldabréfunum féllu í gjalddaga og að höfuðstóll þeirra með verðbótum og áföllnum vöxtum, án tillits til samningsbundinna vaxta eftir það tímamark, yrði gerður upp með eignum þrotabúsins og síðan greiðslu íslenska ríkisins á grundvelli ríkisábyrgðar, án þess að slík löggjöf leiddi til bótaskyldu íslenska ríkisins á hendur skuldabréfaeigendum. ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Gildis-lífeyrssjóðs kemur fram að íslenskir lífeyrissjóðir hafi farið fram á það við Róbert að hann legði mat á forsendur minnisblaðs Landslaga – lögfræðistofu fyrir fjármála- og efnahagsráðherra annars vegar og álitsgerðar LOGOS lögmannsþjónustu fyrir íslenska lífeyrissjóði hins vegar. Þá var farið fram á að Róbert lýsti afstöðu til þeirra forsendna sem liggja helstu niðurstöðum til grundvallar, einkum að því er varðar eignarréttarvernd kröfuréttinda samkvæmt skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði, nú ÍL-sjóður, í ljósi ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Tilefnið er yfirlýstar áætlanir ráðherrans um möguleg slit og gjaldþrotaskipti sjóðsins með lögum. Fram kemur í tilkynningunni að niðurstöður Róberts séu afgerandi og í samræmi við álitsgerð LOGOS. „Róbert telur slíkar aðgerðir af hálfu löggjafans andstæðar stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er það jafnframt niðurstaða hans að slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs á þeim grundvelli sem fram kemur í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis frá því í október feli í sér eignarnám sem verði ekki framkvæmt án fullra bóta til lífeyrissjóðanna sem meðal annars taki mið af samningsskuldbindingum ÍL-sjóðs um greiðslu vaxta til framtíðar.“ Kröfur lífeyrissjóðanna eign í lagalegum skilningi Helstu niðurstöður Róberts eru þessar: Kröfur samkvæmt þremur skuldabréfaflokkum, útgefnum af Íbúðalánasjóði við skiptiútboð á árinu 2004, teljast að fullu „ eign “ („possession“) í merkingu 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr., 1. viðauka við MSE, þ.m.t. höfuðstóll þeirra, verðbætur, áfallnir vextir og fastir samningsbundnir vextir (3,75%) fram að gjalddögum á árunum 2024, 2034 og 2044. Löggjöf, eins og sú sem rædd er í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis um ÍL-sjóð, sem myndi heimila gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs, eða önnur sambærileg slit eða fjárhagslegt uppgjör á sjóðnum, felur í sér eignarnám á þeim hluta kröfum skuldabréfaeigenda sem ekki fengju fullar efndir á grundvelli skilmála skuldabréfanna. Slík löggjöf þyrfti því að fullnægja kröfum 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka við MSE. Ekkert í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra til Alþingis um stöðu ÍL-sjóðs bendir nægilega til þess að löggjafinn hafi samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar, eða 1. gr. 1. viðauka við MSE, heimild til að setja lög um slit og gjaldþrotameðferð ÍL-sjóðs, sem fælu í sér að kröfur samkvæmt skuldabréfunum féllu í gjalddaga og að höfuðstóll þeirra með verðbótum og áföllnum vöxtum, án tillits til samningsbundinna vaxta eftir það tímamark, yrði gerður upp með eignum þrotabúsins og síðan greiðslu íslenska ríkisins á grundvelli ríkisábyrgðar, án þess að slík löggjöf leiddi til bótaskyldu íslenska ríkisins á hendur skuldabréfaeigendum.
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira