Selja ferska mjólk í sjálfssölum og þróa spennandi nýjungar Hreppamjólk 8. desember 2022 11:15 FJölskyldan í Gunnbjarnarholti hefur hafið spennandi vöruþróun á mjólkurvörum. Rán Bjargar Fjölskyldan í Gunnbjarnarholti er drifin áfram af áhuga og metnaði fyrir heilnæmri, íslenskri framleiðslu og þar fæðast spennandi hugmyndir. Á síðasta ári hófu þau sölu á eigin framleiðslu úr ferskri, gerilsneyddri en ófitusprengdri mjólk undir vörumerkinu Hreppamjólk. „Við hófum starfsemi í desember í fyrra og erum því að verða eins árs. Til að byrja með ætluðum við að selja gerilsneydda og ófitusprengda kúamjólk í lausu máli beint frá býli en hugmyndin stækkaði talsvert. Í dag framleiðum við um 10 vörutegundir í hverri viku,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri Hreppamjólkur. Hreppamjólkin er seld gegnum sjálfssala í fjölnota umbúðir sem Margrét segir tryggja ferskleika og stuðli að umhverfisvernd. „Með því að selja mjólk í sjálfsölum er neytandinn að fá ferska mjólk í fjölnota umbúðir og því finnst ekki umhverfisvænni kostur. Neytandinn getur þrifið glerflöskuna heima og komið með hana aftur eða komið með eigið ílát að heiman. Fyrsti mjólkursjálfsalinn var settur upp í desember í fyrra í Krónunni Lindum en í nóvember síðastliðnum opnuðum við tvo nýja sjálfsala, annar í Krónunni Granda og hinn í Krónunni Selfossi,“ útskýrir Margrét en þess má geta að sjálfsalarnir bera heiti eftir kúm í Gunnbjarnarholti, Barátta, Hátíð og Ljómalind „Með því viljum við færa uppruna mjólkurinnar nær neytandanum,“ segir hún. Kýrnar í Gunnbjarnarholti Hringrásarkerfi umbúða „Allar aðrar umbúðir sem við notum fyrir vörurnar eru úr gleri og við erum með skilastöð í Joserabúðinni í Ögurhvarfi 2 Kópavogi þar sem að neytandinn getur skilað öllum umbúðum og við notum þær aftur. Við erum alltaf að hugsa langt fram í tímann og vonum að við náðum að opna litla sölustöð við Gunnbjarnarholt með hækkandi sól næsta sumar,“ segir Margrét. „Með þessu náum við að vera umhverfisvæn og minnka kolefnisspor okkar framleiðslu. Við hvetjum því alla neytendur til þess að endurnýta flöskurnar undir mjólkina með því að koma með þær aftur og fylla á þær og jafnvel að endingu nýta þær sem blómavasa,“ bætir hún við. Þá stendur til að framleiða árstíðabundnar vörur undir merkjum Hreppamjólkur. 42% rjómi, hnausþykkur rjómaís og ískaffi „Við ætlum okkur meira í vöruþróun og fyrst og fremst að innleiða nýjungar í mjólkurvörum sem ekki hafa verið á markaði hér og en sem dæmi má nefna Bökuðu Hreppajógúrtina sem er einstaklega rjómakennd þar sem að rjóminn flýtur ofan á og kemur út eins og dressing á jógúrtið,“ útskýrir Margrét. Bökuð jógúrt er ein nýjunga Hreppamjólkur. „Okkur þykir mjög vænt um hlý og góð orð í okkar garð sem við fáum reglulega og tökum vel á móti öllum hugmyndum og tillögum frá neytendum okkar. Okkur langar til að koma með árstíðabundnar vörur í takmörkuðu upplagi sem extra vinna og natni verður lögð í og þá hugsanlega undir heitinu „Gullhreppa“ lína. Vonandi náum við nýjung inn fyrir jólin. Við horfum m.a. til 42% rjóma sem væri nýjung á Íslandi en er vel þekktur erlendis. Hann yrði frábær viðbót í jólabaksturinn og í allt sem kallar á rjómanotkun þar sem að hann er bragðmeiri og fyllri en venjulegur rjómi. Yrði hann þá fyrsta varan í „Gullhreppa“ línunni en vonandi eiga margar slíkar vörur eftir að fylgja í kjölfarið í tímans rás,“ segir Margrét. Þá er Hreppa rjómaísinn ómissandi eftirréttur á öllum heimilum um jólin en hann er hlaðinn rjóma. „Við vildum að hann líktist sem mest þeim besta ís sem þekkist og er framleiddur úr Hrepparjóma og Hreppamjólk. Gaman að nefna líka að íspinninn okkar Fjörkálfurinn var þróaður sérstaklega með þarfir ungra barna í huga og bráðnar einstaklega hægt vegna rjómainnihaldsins og því minna um kámaðar litlar hendur að neyslu lokinni. Fjörkálfurinn er líka einstaklega bragðgóður,“ útskýrir Margrét og nefnir fleiri nýjungar. „Við settum Ískaffi nýlega á markað sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Ískaffið virðist höfða sérstaklega til skólafólks sem grípur það með snarlinu í hádeginu og fær holla og góða næringu og gómsætt kaffibragðið í kaupbæti. Vörulína Hreppamjólkur stækkar jafnt og þétt og er von á fleiri spennandi nýjungum. Mjólkin nauðsynlegur kalkgjafi Margrét segir grunnmarkmið fjölskyldunnar að auka neyslu landsmanna á mjólk en hún hafi dregist saman um 32% frá árinu 2010 og um 4% síðan 2020, samkvæmt skýrslu SAM. Mjólkin sé nauðsynlegur kalkgjafi og afar næringarrík matvara og innihaldi meðal annars mikið magn af kolvetnum, próteini, vítamínum og steinefnum. „Okkar helsta áhersla er því að með tíð og tíma náum við að auka drykkjarmjólkur neyslu landsmanna aftur enda um heilnæma vöru að ræða framleidda við bestu hugsanlegu aðstæður. Með þessu færir Fjölskyldubúið ehf vörur til neytenda sem eru upprunamerktar og rekjanlegar beint í Gunnbjarnarholt, tenging milli dreifbýlis og þéttbýlis er áþreifanlegri og ætti vonandi að mynda jákvæða upplifun viðskiptavinar. Ég hvet fólk til þess að fylgjast með okkur á Facebook, Instagram og á hreppamjolk.is,“ segir Margrét. Vörurnar frá Hreppamjólk eru seldar í Krónunni og fleiri sérverslunum. Landbúnaður Nýsköpun Matur Umhverfismál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við hófum starfsemi í desember í fyrra og erum því að verða eins árs. Til að byrja með ætluðum við að selja gerilsneydda og ófitusprengda kúamjólk í lausu máli beint frá býli en hugmyndin stækkaði talsvert. Í dag framleiðum við um 10 vörutegundir í hverri viku,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri Hreppamjólkur. Hreppamjólkin er seld gegnum sjálfssala í fjölnota umbúðir sem Margrét segir tryggja ferskleika og stuðli að umhverfisvernd. „Með því að selja mjólk í sjálfsölum er neytandinn að fá ferska mjólk í fjölnota umbúðir og því finnst ekki umhverfisvænni kostur. Neytandinn getur þrifið glerflöskuna heima og komið með hana aftur eða komið með eigið ílát að heiman. Fyrsti mjólkursjálfsalinn var settur upp í desember í fyrra í Krónunni Lindum en í nóvember síðastliðnum opnuðum við tvo nýja sjálfsala, annar í Krónunni Granda og hinn í Krónunni Selfossi,“ útskýrir Margrét en þess má geta að sjálfsalarnir bera heiti eftir kúm í Gunnbjarnarholti, Barátta, Hátíð og Ljómalind „Með því viljum við færa uppruna mjólkurinnar nær neytandanum,“ segir hún. Kýrnar í Gunnbjarnarholti Hringrásarkerfi umbúða „Allar aðrar umbúðir sem við notum fyrir vörurnar eru úr gleri og við erum með skilastöð í Joserabúðinni í Ögurhvarfi 2 Kópavogi þar sem að neytandinn getur skilað öllum umbúðum og við notum þær aftur. Við erum alltaf að hugsa langt fram í tímann og vonum að við náðum að opna litla sölustöð við Gunnbjarnarholt með hækkandi sól næsta sumar,“ segir Margrét. „Með þessu náum við að vera umhverfisvæn og minnka kolefnisspor okkar framleiðslu. Við hvetjum því alla neytendur til þess að endurnýta flöskurnar undir mjólkina með því að koma með þær aftur og fylla á þær og jafnvel að endingu nýta þær sem blómavasa,“ bætir hún við. Þá stendur til að framleiða árstíðabundnar vörur undir merkjum Hreppamjólkur. 42% rjómi, hnausþykkur rjómaís og ískaffi „Við ætlum okkur meira í vöruþróun og fyrst og fremst að innleiða nýjungar í mjólkurvörum sem ekki hafa verið á markaði hér og en sem dæmi má nefna Bökuðu Hreppajógúrtina sem er einstaklega rjómakennd þar sem að rjóminn flýtur ofan á og kemur út eins og dressing á jógúrtið,“ útskýrir Margrét. Bökuð jógúrt er ein nýjunga Hreppamjólkur. „Okkur þykir mjög vænt um hlý og góð orð í okkar garð sem við fáum reglulega og tökum vel á móti öllum hugmyndum og tillögum frá neytendum okkar. Okkur langar til að koma með árstíðabundnar vörur í takmörkuðu upplagi sem extra vinna og natni verður lögð í og þá hugsanlega undir heitinu „Gullhreppa“ lína. Vonandi náum við nýjung inn fyrir jólin. Við horfum m.a. til 42% rjóma sem væri nýjung á Íslandi en er vel þekktur erlendis. Hann yrði frábær viðbót í jólabaksturinn og í allt sem kallar á rjómanotkun þar sem að hann er bragðmeiri og fyllri en venjulegur rjómi. Yrði hann þá fyrsta varan í „Gullhreppa“ línunni en vonandi eiga margar slíkar vörur eftir að fylgja í kjölfarið í tímans rás,“ segir Margrét. Þá er Hreppa rjómaísinn ómissandi eftirréttur á öllum heimilum um jólin en hann er hlaðinn rjóma. „Við vildum að hann líktist sem mest þeim besta ís sem þekkist og er framleiddur úr Hrepparjóma og Hreppamjólk. Gaman að nefna líka að íspinninn okkar Fjörkálfurinn var þróaður sérstaklega með þarfir ungra barna í huga og bráðnar einstaklega hægt vegna rjómainnihaldsins og því minna um kámaðar litlar hendur að neyslu lokinni. Fjörkálfurinn er líka einstaklega bragðgóður,“ útskýrir Margrét og nefnir fleiri nýjungar. „Við settum Ískaffi nýlega á markað sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Ískaffið virðist höfða sérstaklega til skólafólks sem grípur það með snarlinu í hádeginu og fær holla og góða næringu og gómsætt kaffibragðið í kaupbæti. Vörulína Hreppamjólkur stækkar jafnt og þétt og er von á fleiri spennandi nýjungum. Mjólkin nauðsynlegur kalkgjafi Margrét segir grunnmarkmið fjölskyldunnar að auka neyslu landsmanna á mjólk en hún hafi dregist saman um 32% frá árinu 2010 og um 4% síðan 2020, samkvæmt skýrslu SAM. Mjólkin sé nauðsynlegur kalkgjafi og afar næringarrík matvara og innihaldi meðal annars mikið magn af kolvetnum, próteini, vítamínum og steinefnum. „Okkar helsta áhersla er því að með tíð og tíma náum við að auka drykkjarmjólkur neyslu landsmanna aftur enda um heilnæma vöru að ræða framleidda við bestu hugsanlegu aðstæður. Með þessu færir Fjölskyldubúið ehf vörur til neytenda sem eru upprunamerktar og rekjanlegar beint í Gunnbjarnarholt, tenging milli dreifbýlis og þéttbýlis er áþreifanlegri og ætti vonandi að mynda jákvæða upplifun viðskiptavinar. Ég hvet fólk til þess að fylgjast með okkur á Facebook, Instagram og á hreppamjolk.is,“ segir Margrét. Vörurnar frá Hreppamjólk eru seldar í Krónunni og fleiri sérverslunum.
Landbúnaður Nýsköpun Matur Umhverfismál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira