Flugvélahamur heyrir brátt sögunni til í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2022 11:19 Flugvélafarþegar í Evrópu munu geta notað síma sína takmarkanalaust á næsta ári. Getty Hinn svokallaði flugvélahamur (e. Airplane mode) mun brátt heyra sögunni til, í það minnsta í Evrópu, og munu flugfarþegar geta vafrað um á netinu og hringt í háloftunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélög geti veitt farþegum aðgang að 5G nettengingu í flugi. Ríkjum ESB hefur verið gefinn frestur til júní á næsta ári til að setja ákveðna 5G tíðni til hliðar fyrir flugvélar en notaðir verða sérstakir netbeinar í flugvélum sem veita eiga farþegum aðgang að internetinu og símaþjónustu. Lengi hafa verið uppi áhyggjur um að 5G sendingar á jörðu niðri geti haft áhrif á og truflað búnað í farþegaþotum. Mestar eru áhyggjurnar í Bandaríkjunum þar sem 5G kerfið notar sambærilega tíðni og ýmiss búnaður í flugvélum. Þar á meðal búnaður sem mælir hæð flugvéla frá jörðu. Því hafa yfirvöld í Bandaríkjunum takmarkað það hve nærri flugvöllum samskiptafyrirtæki geti reist 5G senda. Sjá einnig: Flugfélög vara við óreiðu vegna 5G BBC hefur eftir sérfræðingi að þetta eigi ekki við í Evrópu. 5G í Evrópu noti aðra tíðni en kerfið í Bandaríkjunum og í Evrópu hafi rannsóknir sýnt fram á að samskiptatæknin trufli búnað flugvéla ekki. Bandaríkjamenn ólíklegir til að vera með Sérfræðingar í Bandaríkjunum segja ólíklegt að þar verði tekin sambærileg ákvörðun og í Evrópu. Búnaður í flugvélum verði fyrir meiri truflunum frá 5G en í Evrópu en starfsmenn flugfélaga vestanhafs hafa þó unnið að því að gera endurbætur á viðkvæmum búnaði svo hann þoli betur 5G sendingar. Þessum endurbætum á að ljúka fyrir lok næsta árs. Einn sérfræðingur segir í samtali við Washington Post að tæknin til að gera farþegum flugvéla kleift að tala í síma sína hafi verið til staðar um árabil. Tom Wheeler, fyrrverandi yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna, sagðist hafa skoðað árið 2013 að breyta reglunum og leyfa fólki að nota síma í flugvélum. Hann hafi hins vegar mætt mikilli mótspyrnu innan fluggeirans en sú mótspyrna hafi snúið að því að ekki var vilji til að leyfa fólki að tala í síma sína, því það gæti komið niður á flugferð annarra farþega. Evrópusambandið Fréttir af flugi Fjarskipti Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ríkjum ESB hefur verið gefinn frestur til júní á næsta ári til að setja ákveðna 5G tíðni til hliðar fyrir flugvélar en notaðir verða sérstakir netbeinar í flugvélum sem veita eiga farþegum aðgang að internetinu og símaþjónustu. Lengi hafa verið uppi áhyggjur um að 5G sendingar á jörðu niðri geti haft áhrif á og truflað búnað í farþegaþotum. Mestar eru áhyggjurnar í Bandaríkjunum þar sem 5G kerfið notar sambærilega tíðni og ýmiss búnaður í flugvélum. Þar á meðal búnaður sem mælir hæð flugvéla frá jörðu. Því hafa yfirvöld í Bandaríkjunum takmarkað það hve nærri flugvöllum samskiptafyrirtæki geti reist 5G senda. Sjá einnig: Flugfélög vara við óreiðu vegna 5G BBC hefur eftir sérfræðingi að þetta eigi ekki við í Evrópu. 5G í Evrópu noti aðra tíðni en kerfið í Bandaríkjunum og í Evrópu hafi rannsóknir sýnt fram á að samskiptatæknin trufli búnað flugvéla ekki. Bandaríkjamenn ólíklegir til að vera með Sérfræðingar í Bandaríkjunum segja ólíklegt að þar verði tekin sambærileg ákvörðun og í Evrópu. Búnaður í flugvélum verði fyrir meiri truflunum frá 5G en í Evrópu en starfsmenn flugfélaga vestanhafs hafa þó unnið að því að gera endurbætur á viðkvæmum búnaði svo hann þoli betur 5G sendingar. Þessum endurbætum á að ljúka fyrir lok næsta árs. Einn sérfræðingur segir í samtali við Washington Post að tæknin til að gera farþegum flugvéla kleift að tala í síma sína hafi verið til staðar um árabil. Tom Wheeler, fyrrverandi yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna, sagðist hafa skoðað árið 2013 að breyta reglunum og leyfa fólki að nota síma í flugvélum. Hann hafi hins vegar mætt mikilli mótspyrnu innan fluggeirans en sú mótspyrna hafi snúið að því að ekki var vilji til að leyfa fólki að tala í síma sína, því það gæti komið niður á flugferð annarra farþega.
Evrópusambandið Fréttir af flugi Fjarskipti Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira