Fótbolti

Hazard hættur í landsliðinu eftir vonbrigðin í Katar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eden Hazard vonsvikinn eftir síðasta landsleikinn á ferlinum.
Eden Hazard vonsvikinn eftir síðasta landsleikinn á ferlinum. getty/Tnani Badreddine

Eden Hazard er hættur í belgíska landsliðinu sem komst ekki upp úr sínum riðli á heimsmeistaramótinu í Katar.

Hazard lék sinn síðasta landsleik þegar Belgía gerði markalaust jafntefli við Króatíu í lokaumferð riðlakeppninnar á HM. Belgar enduðu í 3. sæti E-riðils og komust ekki í sextán liða úrslit. Hazard var í byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leikjum Belgíu á HM en kom inn á sem varamaður gegn Króatíu.

Hinn 31 árs Hazard lék 126 landsleiki og skoraði 33 mörk. Hann var lengi fyrirliði Belga. Hazard er fjórði leikjahæsti og annar markahæsti í sögu belgíska landsliðsins.

Hazard var valinn næstbesti leikmaður HM 2018 þar sem Belgar enduðu í 3. sæti. Það er besti árangur Belgíu á heimsmeistaramóti.

Hazard hefur verið í herbúðum Real Madrid frá 2019 en aðeins spilað 72 leiki fyrir liðið og skorað sjö mörk.

Belgar þurfa ekki bara að finna sér nýjan fyrirliða heldur einnig nýjan þjálfara. Roberto Martínez er hættur með landsliðið eftir að hafa stýrt því frá 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×