Marokkó sendi Spánverja heim eftir sigur í vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. desember 2022 17:50 Leikmenn Marokkó fögnuðu vel og innilega þegar sætið í átta liða úrslitum var tryggt. Julian Finney/Getty Images Marokkó tryggði sér sæti í átta liða úrslitum HM í Katar með því að leggja Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-0. Staðan var enn markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, en það voru þeir marokkósku sem höfðu sterkari taugar á vítapunktinum. Eins og við var að búast þá voru það Spánverjarnir sem héldu boltanum betur í leiknum, en illa gekk þó að skapa opin marktækifæri. Marokkóska vörnin stóð vel og enn var markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri. Spánverjarnir spiluðu boltanum á milli sín, en marokkóska liðið varðist vel og gaf Spánverjum fá færi á sér. Staðan að venjulegum leiktíma loknum því enn markalaus og grípa þurfti til framlengingar. Spænska liðinu gekk betur að skapa sér færi í framlenginunni og liðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sigurinn í uppbótartíma framlengingarinnar þegar Pablo Sarabia átti skot í stöng. Inn vildi boltinn þó ekki og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Abdelhamid Sabiri var fyrstur á punktinn fyrir Marokkó og hann skoraði af miklu öryggi fram hjá Unai Simon í marki Spánverja. Pablo Sarabia steig á punktinn fyrir Spánverja eftir að hafa komið inn á sem varamaður sérstaklega til að taka víti, en hann skaut í stöngina. Hakim Ziyech var næstur í röðinni hjá Marokkó og hann þrumaði boltanum beint á markið, 2-0. Carlos Soler steig á punktinn fyrir Spánverja, en Bono valdi rétt horn og varði nokkuð auðveldlega. Varamaðurinn Badr Benoun fékk þá tækifæri til að nánast tryggja sigurinn fyrir Marokkó, en í þetta skipti gerði Unai Simon allt rétt og varði frá honum, en reynsluboltinn Sergio Bousquets gerði liðsfélögum sínum engan greiða þegar hann lét Bono verja frá sér. Það var svo bakvörðurinn Achraf Hakimi sem fékk tækifæri til að tryggja Marokkó sigurinn, sem hann og gerði þegar hann vippaði snyrtilega á mitt markið. Marokkó er því á leið í átta liða úrslit á kostnað Spánverja eftir 3-0 sigur í vítaspyrnukeppni þar sem liðið mætir annað hvort Portúgal eða Sviss. HM 2022 í Katar Marokkó Spánn
Marokkó tryggði sér sæti í átta liða úrslitum HM í Katar með því að leggja Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-0. Staðan var enn markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, en það voru þeir marokkósku sem höfðu sterkari taugar á vítapunktinum. Eins og við var að búast þá voru það Spánverjarnir sem héldu boltanum betur í leiknum, en illa gekk þó að skapa opin marktækifæri. Marokkóska vörnin stóð vel og enn var markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri. Spánverjarnir spiluðu boltanum á milli sín, en marokkóska liðið varðist vel og gaf Spánverjum fá færi á sér. Staðan að venjulegum leiktíma loknum því enn markalaus og grípa þurfti til framlengingar. Spænska liðinu gekk betur að skapa sér færi í framlenginunni og liðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sigurinn í uppbótartíma framlengingarinnar þegar Pablo Sarabia átti skot í stöng. Inn vildi boltinn þó ekki og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Abdelhamid Sabiri var fyrstur á punktinn fyrir Marokkó og hann skoraði af miklu öryggi fram hjá Unai Simon í marki Spánverja. Pablo Sarabia steig á punktinn fyrir Spánverja eftir að hafa komið inn á sem varamaður sérstaklega til að taka víti, en hann skaut í stöngina. Hakim Ziyech var næstur í röðinni hjá Marokkó og hann þrumaði boltanum beint á markið, 2-0. Carlos Soler steig á punktinn fyrir Spánverja, en Bono valdi rétt horn og varði nokkuð auðveldlega. Varamaðurinn Badr Benoun fékk þá tækifæri til að nánast tryggja sigurinn fyrir Marokkó, en í þetta skipti gerði Unai Simon allt rétt og varði frá honum, en reynsluboltinn Sergio Bousquets gerði liðsfélögum sínum engan greiða þegar hann lét Bono verja frá sér. Það var svo bakvörðurinn Achraf Hakimi sem fékk tækifæri til að tryggja Marokkó sigurinn, sem hann og gerði þegar hann vippaði snyrtilega á mitt markið. Marokkó er því á leið í átta liða úrslit á kostnað Spánverja eftir 3-0 sigur í vítaspyrnukeppni þar sem liðið mætir annað hvort Portúgal eða Sviss.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“