Ekki dauður úr öllum æðum: Sjáðu Tom Brady stýra ótrúlegri endurkomu Tampa Bay Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 11:30 Tom Brady neitar einfaldlega að gefast upp. Kevin Sabitus/Getty Images Hinn 45 ára gamli Tom Brady minnti heldur betur á sig í gærkvöld þegar Tampa Bay Buccaneers risu eins og Fönix úr öskunni í ótrúlegum eins stigs endurkomu sigri á New Orleans Saints í NFL deildinni. Brady og félagar komust yfir með vallarmarki í fyrsta leikhluta en fengu í kjölfarið á sig snertimark og þrjú vallarmörk án þess að svara á hinum enda vallarins. Staðan var 16-3 Saints í vil um miðbik fjórða leikhluta og útlitið orðið heldur dökkt fyrir Buccaneers. Trailing 16-3 with 5:34 remaining in the game, the Buccaneers had just a 0.7% chance of winning.The Buccaneers late-game comeback goes down as the 4th-most improbable of the Next Gen Stats era (since 2016) based on the NGS win probability model.#NOvsTB | Powered by @awscloud pic.twitter.com/9i9GTEqjFW— Next Gen Stats (@NextGenStats) December 6, 2022 Brady henti heilagri Maríu upp í loftið og vonaði það besta. Sendingin endaði ekki hjá samherja en dómarinn veifaði gulu flaggi sínu og brot dæmt á Saints. Refsingin var víti upp á 40 metra sem þýddi að Buccaneers fór úr því að vera við miðlínu vallarins í að vera alveg við endasvæðið. Þá var ekki að spyrja að því, Brady fann Cade Otton og staðan orðin 16-10. Saints tókst ekki að drepa tímann nægilega vel og Brady fékk boltann aftur í hendurnar þegar 50 sekúndur voru eftir. Tampa Bay óð upp völlinn og með þrjár sekúndur eftir á klukkunni negldi Brady boltanum í hendurnar á Rachaad White sem datt inn í endasvæðið og tryggði Buccaneers ótrúlegan endurkomu sigur. With the game on the line, it was the 's time to shine #NOvsTB pic.twitter.com/FNJgzyw8lP— NFL (@NFL) December 6, 2022 Lokatölur 17-10 Buccaneers í vil sem þýðir að Tom Brady hefur nú unnið 249 leiki í NFL deildinni. Tampa Bay er svo áfram á toppi NFC Suður-riðli deildarinnar með sex sigra og sex töp að loknum 12 leikjum. NFL Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Brady og félagar komust yfir með vallarmarki í fyrsta leikhluta en fengu í kjölfarið á sig snertimark og þrjú vallarmörk án þess að svara á hinum enda vallarins. Staðan var 16-3 Saints í vil um miðbik fjórða leikhluta og útlitið orðið heldur dökkt fyrir Buccaneers. Trailing 16-3 with 5:34 remaining in the game, the Buccaneers had just a 0.7% chance of winning.The Buccaneers late-game comeback goes down as the 4th-most improbable of the Next Gen Stats era (since 2016) based on the NGS win probability model.#NOvsTB | Powered by @awscloud pic.twitter.com/9i9GTEqjFW— Next Gen Stats (@NextGenStats) December 6, 2022 Brady henti heilagri Maríu upp í loftið og vonaði það besta. Sendingin endaði ekki hjá samherja en dómarinn veifaði gulu flaggi sínu og brot dæmt á Saints. Refsingin var víti upp á 40 metra sem þýddi að Buccaneers fór úr því að vera við miðlínu vallarins í að vera alveg við endasvæðið. Þá var ekki að spyrja að því, Brady fann Cade Otton og staðan orðin 16-10. Saints tókst ekki að drepa tímann nægilega vel og Brady fékk boltann aftur í hendurnar þegar 50 sekúndur voru eftir. Tampa Bay óð upp völlinn og með þrjár sekúndur eftir á klukkunni negldi Brady boltanum í hendurnar á Rachaad White sem datt inn í endasvæðið og tryggði Buccaneers ótrúlegan endurkomu sigur. With the game on the line, it was the 's time to shine #NOvsTB pic.twitter.com/FNJgzyw8lP— NFL (@NFL) December 6, 2022 Lokatölur 17-10 Buccaneers í vil sem þýðir að Tom Brady hefur nú unnið 249 leiki í NFL deildinni. Tampa Bay er svo áfram á toppi NFC Suður-riðli deildarinnar með sex sigra og sex töp að loknum 12 leikjum.
NFL Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira