Söguleg skýring á óheppilegri staðsetningu hausaþurrkunar Samherja Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2022 10:34 Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. Fyrir liggur að staðsetning hausaþurrkunar Samherja á Dalvík er óheppileg og krefjandi vegna nálægðar við íbúðarbyggð. Sögulegar skýringar eru á staðsetningunni. Samherji hefur tekið ráðstafanir til að minnka lykt frá þurrkuninni. Þetta kemur fram í svarbréfi starfsmanna framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Svarbréfið var gert eftir kvörtun Kristjáns Vigfússonar undan megnri ólykt frá þurrkuninni. Meðal þess sem Kristján kvartaði yfir var að lyktin skerði loftgæði og lífsgæði íbúa Dalvíkur. Hausaþurrkunin er staðsett við Ránarbraut, nálægt höfninni í norðurhluta bæjarins. Kristján lagði fram fimmtán spurningar sem hann óskaði eftir því að bæjarstjóri myndi svara. Í svörum Dalvíkurbyggðar segir að HNE hafi gert kröfur um ráðstafanir til að draga úr lyktarmengun frá hausaþurrkuninni og að Samherji hafi brugðist við þeim. Meðal þess sem fyrirtækið hefur gert til að draga úr lykt er að bæta verkferla ferskleika hráefnis, bætt vinnuferla og tekið í notkun búnað sem dregur úr lykt. Kristján spyr hvort það hafi eitthvað verið rætt hvort staðsetning lyktarmengandi starfsemi sé viðeigandi fyrir íbúa í næsta nágrenni. Í svarinu segir að það liggi fyrir að staðsetning hausaþurrkunarinnar sé óheppileg og krefjandi vegna nálægðar við íbúðabyggð. Í samtali við Vísi fyrr á árinu lýsti einn íbúi Dalvíkur lyktinni þannig að hún væri svipuð og ef einhver myndi drepa fisk og geyma hann undir sófanum sínum í hálfan mánuð. Þá séu sögulegar skýringar á nálægðinni, að um sé að ræða hafnsækna starfsemi og uppbyggingu íbúðabyggðar sem hefur átt sér stað yfir langan tíma. Lyktin sem kemur frá hausaþurrkuninni stigmagnast við einstaka bilanir eða frávik í starfsemi þar. Samherji er með eigin viðbragðsáætlun sem fer í gang við bilun. Lyktin er metin fyrst og fremst með lyktarskyni eftirlitsmanna en einnig er horft til upplifunar almennings. Þá eru til mælikvarðar fyrir ferskleika hráefnisins sem HNE notast við. Ekki er haldið utan um lyktarútbreiðslu með tölvulíkani þar sem sveitarfélagið gerir ekki kröfu til þess. Tengd skjöl Svar_við_kvörtun_á_DalvíkPDF196KBSækja skjal Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Loftgæði Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þetta kemur fram í svarbréfi starfsmanna framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Svarbréfið var gert eftir kvörtun Kristjáns Vigfússonar undan megnri ólykt frá þurrkuninni. Meðal þess sem Kristján kvartaði yfir var að lyktin skerði loftgæði og lífsgæði íbúa Dalvíkur. Hausaþurrkunin er staðsett við Ránarbraut, nálægt höfninni í norðurhluta bæjarins. Kristján lagði fram fimmtán spurningar sem hann óskaði eftir því að bæjarstjóri myndi svara. Í svörum Dalvíkurbyggðar segir að HNE hafi gert kröfur um ráðstafanir til að draga úr lyktarmengun frá hausaþurrkuninni og að Samherji hafi brugðist við þeim. Meðal þess sem fyrirtækið hefur gert til að draga úr lykt er að bæta verkferla ferskleika hráefnis, bætt vinnuferla og tekið í notkun búnað sem dregur úr lykt. Kristján spyr hvort það hafi eitthvað verið rætt hvort staðsetning lyktarmengandi starfsemi sé viðeigandi fyrir íbúa í næsta nágrenni. Í svarinu segir að það liggi fyrir að staðsetning hausaþurrkunarinnar sé óheppileg og krefjandi vegna nálægðar við íbúðabyggð. Í samtali við Vísi fyrr á árinu lýsti einn íbúi Dalvíkur lyktinni þannig að hún væri svipuð og ef einhver myndi drepa fisk og geyma hann undir sófanum sínum í hálfan mánuð. Þá séu sögulegar skýringar á nálægðinni, að um sé að ræða hafnsækna starfsemi og uppbyggingu íbúðabyggðar sem hefur átt sér stað yfir langan tíma. Lyktin sem kemur frá hausaþurrkuninni stigmagnast við einstaka bilanir eða frávik í starfsemi þar. Samherji er með eigin viðbragðsáætlun sem fer í gang við bilun. Lyktin er metin fyrst og fremst með lyktarskyni eftirlitsmanna en einnig er horft til upplifunar almennings. Þá eru til mælikvarðar fyrir ferskleika hráefnisins sem HNE notast við. Ekki er haldið utan um lyktarútbreiðslu með tölvulíkani þar sem sveitarfélagið gerir ekki kröfu til þess. Tengd skjöl Svar_við_kvörtun_á_DalvíkPDF196KBSækja skjal
Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Loftgæði Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira