Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Margrét Björk Jónsdóttir og Telma Tómasson skrifa 4. desember 2022 20:47 Kristján Þórður Snæbjarnarson viðurkennir að það sé ákveðin sundrung innan ASÍ Stöð 2/Steingrímur Dúi Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og formaður Rafiðnarsambands Íslands. Kristján var gestur Telmu Tómasson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Telma spurði hann út í ummæli hans varðandi það að undirritaður samningur SGS henti ekki félagsmönnum hans, og spurði jafnframt hvort þau væru jafn óánægð og Efling og færu fram á sömu hækkun. „Staðan og hóparnir eru mjög misjafnir. Við sem erum í forsvari iðn- og tæknifólks erum auðvitað að horfa á þann hóp, hvernig við náum að sækja á aukinn kaupmátt launa í þeim hópi. Við teljum að það þurfi að fara aðra leið til að ná því marki hjá okkur. Það er það sem við erum að benda á með þessu“, svaraði Kristján. Staðan mjög þung Aðspurður um hvort harka væri hlaupin í málið og hvað væri framundan næstu daga og vikur, sagði Kristján að staðan væri orðin mjög þung. „Við höfum setið við samningaborðið til að reyna að knýja fram samninga. Það ferli hefur tekið óþarflega langan tíma og við erum orðin óþolinmóð í okkar hópi að ná kjarasamningi fyrir okkar fólk. Hvort það þurfi að beita átökum þarf að koma í ljós, en við erum til reiðu að reyna ná samningum, sitja við borðið og fara yfir það sem þarf fyrir okkar hóp. Tíminn þarf bara að leiða í ljós hvort það þurfi að beita meiri hörku, en það kemur í ljós mjög fljótt, myndi ég telja.“ Þetta er mjög pólítískt svar, en hvernig er stemningin í ykkar hóp? „Já, stemningin er þung. Það er bara þannig. Hópurinn er tilbúinn til þess að fara í verkefnið, að semja, en er jafnframt tilbúinn til þess að beita sér ef þörf krefur. Það er sú staða sem er uppi hjá okkur.“ Ákveðin sundrung í hópnum ASÍ, þar sem Kristján er sitjandi formaður, eru ansi vængbrotin samtök eftir átök á síðasta þingi. Ásakanir ganga á víxl í fjölmiðlum, Vilhjálmur sagðist fyrr í dag vera sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi vini sína stinga sig í bakið. Það virðist ekki vera neinn samhljómur. Kristján segir hlutverk ASÍ í kjarasamningsviðræðum fyrst og fremst vera að styðja við aðildarfélögin. „Samningsumboðið liggur hjá félögunum, ekki hjá Alþýðusambandi Íslands. En við erum auðvitað til reiðu ef mögulegt er að móta samstöðu í stærri hópi og maður var auðvitað að vonast til að okkur tækist að vera samstillt í þessu ferli. Við vitum að með samstöðunni erum við sterkust. En því miður þá er bara sú staða ekki að raungerast á þeim vettvangi en hins vegar gleymum því ekki að við erum með stór samflot félaga sem hafa ákveðið að koma saman, beita sér í sameiningu fyrir endurnýjun kjarasamninga. En verkefnið er klárlega stórt hjá okkur, við þurfum að vinna heimavinnuna núna á næstu mánuðum þegar kjarasamningum líkur til þess að ná fyrri styrk sambandsins, það er ljóst.“ Aðspurður hvort samtökin væru sundruð, svaraði Kristján: „Það er ákveðin sundrung í hópnum, það er bara þannig. Gleymum því hinsvegar ekki að það eru stórir hópar að vinna saman og það er mjög þétt samtal inn á við líka í gangi, þó það sjáist kannski ekki öllum stundum.“ Kjaraviðræður 2022 ASÍ Tengdar fréttir „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og formaður Rafiðnarsambands Íslands. Kristján var gestur Telmu Tómasson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Telma spurði hann út í ummæli hans varðandi það að undirritaður samningur SGS henti ekki félagsmönnum hans, og spurði jafnframt hvort þau væru jafn óánægð og Efling og færu fram á sömu hækkun. „Staðan og hóparnir eru mjög misjafnir. Við sem erum í forsvari iðn- og tæknifólks erum auðvitað að horfa á þann hóp, hvernig við náum að sækja á aukinn kaupmátt launa í þeim hópi. Við teljum að það þurfi að fara aðra leið til að ná því marki hjá okkur. Það er það sem við erum að benda á með þessu“, svaraði Kristján. Staðan mjög þung Aðspurður um hvort harka væri hlaupin í málið og hvað væri framundan næstu daga og vikur, sagði Kristján að staðan væri orðin mjög þung. „Við höfum setið við samningaborðið til að reyna að knýja fram samninga. Það ferli hefur tekið óþarflega langan tíma og við erum orðin óþolinmóð í okkar hópi að ná kjarasamningi fyrir okkar fólk. Hvort það þurfi að beita átökum þarf að koma í ljós, en við erum til reiðu að reyna ná samningum, sitja við borðið og fara yfir það sem þarf fyrir okkar hóp. Tíminn þarf bara að leiða í ljós hvort það þurfi að beita meiri hörku, en það kemur í ljós mjög fljótt, myndi ég telja.“ Þetta er mjög pólítískt svar, en hvernig er stemningin í ykkar hóp? „Já, stemningin er þung. Það er bara þannig. Hópurinn er tilbúinn til þess að fara í verkefnið, að semja, en er jafnframt tilbúinn til þess að beita sér ef þörf krefur. Það er sú staða sem er uppi hjá okkur.“ Ákveðin sundrung í hópnum ASÍ, þar sem Kristján er sitjandi formaður, eru ansi vængbrotin samtök eftir átök á síðasta þingi. Ásakanir ganga á víxl í fjölmiðlum, Vilhjálmur sagðist fyrr í dag vera sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi vini sína stinga sig í bakið. Það virðist ekki vera neinn samhljómur. Kristján segir hlutverk ASÍ í kjarasamningsviðræðum fyrst og fremst vera að styðja við aðildarfélögin. „Samningsumboðið liggur hjá félögunum, ekki hjá Alþýðusambandi Íslands. En við erum auðvitað til reiðu ef mögulegt er að móta samstöðu í stærri hópi og maður var auðvitað að vonast til að okkur tækist að vera samstillt í þessu ferli. Við vitum að með samstöðunni erum við sterkust. En því miður þá er bara sú staða ekki að raungerast á þeim vettvangi en hins vegar gleymum því ekki að við erum með stór samflot félaga sem hafa ákveðið að koma saman, beita sér í sameiningu fyrir endurnýjun kjarasamninga. En verkefnið er klárlega stórt hjá okkur, við þurfum að vinna heimavinnuna núna á næstu mánuðum þegar kjarasamningum líkur til þess að ná fyrri styrk sambandsins, það er ljóst.“ Aðspurður hvort samtökin væru sundruð, svaraði Kristján: „Það er ákveðin sundrung í hópnum, það er bara þannig. Gleymum því hinsvegar ekki að það eru stórir hópar að vinna saman og það er mjög þétt samtal inn á við líka í gangi, þó það sjáist kannski ekki öllum stundum.“
Kjaraviðræður 2022 ASÍ Tengdar fréttir „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55
Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16