Segir að leikmenn KR þoli ekki Jordan Semple Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2022 09:01 Jordan Semple ku ekki vera vinsæll í Vesturbænum. vísir/bára Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að leikmönnum KR líki ekki vel við Jordan Semple. Frakkinn hafði sig ekki mikið í frammi þegar KR tapaði fyrir ÍR, 88-95, í fallbaráttuslag á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Semple skoraði þó fimmtán stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. „Þetta er kannski eitt af vandamálum KR-liðsins er að ég held að þeim finnist hann (SEmple) ekki skemmtilegur, líki ekki vel við hann. Og ef þér líkar ekki vel við einhvern ertu að fara að gefa á hann?“ sagði Brynjar í Subway Körfuboltakvöldi í fyrradag. „Þetta er bara snjóbolti. Honum líkar ekki við aðra og gefur ekki boltann á ákveðna leikmenn.“ Brynjar segir ekkert vafamál að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk og samheldnin ekki mikil. „Það sést bara á liðinu. Þeir eru bara með tólf stoðsendingar og þar af eru bakverðirnir með fjórar. Fyrir leikmenn sem eru með boltann nánast allan tímann er það hræðilegt,“ sagði Brynjar. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Jordan Semple Hann segir nauðsynlegt að leikmenn láti sér lynda við samherja sína og þekkir það af reynslu. „Þú verður að geta átt í mannlegum samskiptum við liðsfélagana. Sögurnar sem maður hefur heyrt eru ekki góðar. Við fórum í gegnum það í fyrra þegar við fengum Isiah Martenson sem var alveg stórkostlegt eintak en mjög skrítinn og stórfurðulegur karakter. Við reyndum allavega en síðan var þetta ekki hægt lengur,“ sagði Brynjar. „Þú ert í til að hafa gaman og njóta leiksins og augnabliksins en vandamálið í körfunni er að við erum með málaliða. Þetta eru bara málaliðar sem fá skítalaun og þegar þeir smella ekki saman, sérstaklega eins og núna þegar KR er með fjóra útlendinga, verður þetta þurrt og leiðinlegt.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. 3. desember 2022 11:01 Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. 2. desember 2022 23:30 Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. 1. desember 2022 23:00 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Frakkinn hafði sig ekki mikið í frammi þegar KR tapaði fyrir ÍR, 88-95, í fallbaráttuslag á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Semple skoraði þó fimmtán stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. „Þetta er kannski eitt af vandamálum KR-liðsins er að ég held að þeim finnist hann (SEmple) ekki skemmtilegur, líki ekki vel við hann. Og ef þér líkar ekki vel við einhvern ertu að fara að gefa á hann?“ sagði Brynjar í Subway Körfuboltakvöldi í fyrradag. „Þetta er bara snjóbolti. Honum líkar ekki við aðra og gefur ekki boltann á ákveðna leikmenn.“ Brynjar segir ekkert vafamál að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk og samheldnin ekki mikil. „Það sést bara á liðinu. Þeir eru bara með tólf stoðsendingar og þar af eru bakverðirnir með fjórar. Fyrir leikmenn sem eru með boltann nánast allan tímann er það hræðilegt,“ sagði Brynjar. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Jordan Semple Hann segir nauðsynlegt að leikmenn láti sér lynda við samherja sína og þekkir það af reynslu. „Þú verður að geta átt í mannlegum samskiptum við liðsfélagana. Sögurnar sem maður hefur heyrt eru ekki góðar. Við fórum í gegnum það í fyrra þegar við fengum Isiah Martenson sem var alveg stórkostlegt eintak en mjög skrítinn og stórfurðulegur karakter. Við reyndum allavega en síðan var þetta ekki hægt lengur,“ sagði Brynjar. „Þú ert í til að hafa gaman og njóta leiksins og augnabliksins en vandamálið í körfunni er að við erum með málaliða. Þetta eru bara málaliðar sem fá skítalaun og þegar þeir smella ekki saman, sérstaklega eins og núna þegar KR er með fjóra útlendinga, verður þetta þurrt og leiðinlegt.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. 3. desember 2022 11:01 Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. 2. desember 2022 23:30 Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. 1. desember 2022 23:00 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. 3. desember 2022 11:01
Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. 2. desember 2022 23:30
Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. 1. desember 2022 23:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum