Nýlegar vinsældir lagsins má líklega rekja til þess að hún sendi nýlega frá sér sjö mínútna tónlistarmyndband við það fyrr í vetur, um ári eftir útgáfu. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
David Guetta og Bebe Rexha sitja svo óstöðvandi á toppnum enn og aftur með lagið I’m Good (Blue) og Elton John og Britney Spears fylgja fast á eftir með lagið Hold Me Closer.
Þá er tvíeykið Sam Smith og Kim Petras í þriðja sæti listans með lagið Unholy sem hefur notið mikilla vinsælda víða um heiminn, þá sérstaklega á samfélagsmiðlinum TikTok en sá miðill getur haft afgerandi áhrif á vinsældir laga víða um heiminn.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: