Vill tryggja launahækkanir sem allra fyrst Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 2. desember 2022 12:19 Vísir/Egill Aðilar vinnumarkaðarins halda áfram að funda í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag en gert var hlé á fundarhöldum í gær svo viðsemjendur gætu farið yfir málin með sínu baklandi. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir mikilvægt að ná saman eins fljótt og mögulegt er. Vilhjálmur segist bjartsýnn fyrir viðræður dagsins: „Það er hugur í mér um að reyna að ná að klára kjarasamninginn með það að markmiði að koma launahækkunum út til minna félagsmanna eins fljótt og verða má enda hefur lágtekjufólk á íslenskum vinnumarkaði þurft að þola gríðarlegar hækkanir á liðnum misserum. Ég tel engan tíma mega missa í því að koma launahækkunum út til fólksins. Það er megin markmiðið. Það er að ganga í garð jólahátíð og ég veit að það er mikið af lágtekjufólki sem á erfitt með að ná endum saman. Ég tek þá ábyrgð gríðarlega alvarlega að okkur takist að koma þessum launahækkunum út til fólksins. Hvort það takist, það verður tíminn að leiða í ljós.“ Vilhjálmur segir eftir sem áður að hans vilji sé til þess að semja um krónutöluhækkanir í þessum viðræðum. Krónutöluhækkanir gagnist lágtekufólki best. „Já, við erum að semja um krónutöluhækkanir enda hef ég sagt það í ræðu og riti í gegnum árin að prósentuhækkanir gagnvart lágtekjufólki eru aflgjafi misskiptingar og óréttlætis.“ En skynjar Vilhjálmur samningsvilja hjá Samtökum atvinnulífsins? „Ég held að það sé allavega vilji til þess að reyna eins og kostur er að ná þessu saman. Það þarf alltaf tvo til þegar tveir deila það liggur bara fyrir ef það á að nást lausn. Svo ég biðla bara til samtaka atvinnulífsins að leggja sitt af mörkum til þess að við náum saman.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Sjá meira
Vilhjálmur segist bjartsýnn fyrir viðræður dagsins: „Það er hugur í mér um að reyna að ná að klára kjarasamninginn með það að markmiði að koma launahækkunum út til minna félagsmanna eins fljótt og verða má enda hefur lágtekjufólk á íslenskum vinnumarkaði þurft að þola gríðarlegar hækkanir á liðnum misserum. Ég tel engan tíma mega missa í því að koma launahækkunum út til fólksins. Það er megin markmiðið. Það er að ganga í garð jólahátíð og ég veit að það er mikið af lágtekjufólki sem á erfitt með að ná endum saman. Ég tek þá ábyrgð gríðarlega alvarlega að okkur takist að koma þessum launahækkunum út til fólksins. Hvort það takist, það verður tíminn að leiða í ljós.“ Vilhjálmur segir eftir sem áður að hans vilji sé til þess að semja um krónutöluhækkanir í þessum viðræðum. Krónutöluhækkanir gagnist lágtekufólki best. „Já, við erum að semja um krónutöluhækkanir enda hef ég sagt það í ræðu og riti í gegnum árin að prósentuhækkanir gagnvart lágtekjufólki eru aflgjafi misskiptingar og óréttlætis.“ En skynjar Vilhjálmur samningsvilja hjá Samtökum atvinnulífsins? „Ég held að það sé allavega vilji til þess að reyna eins og kostur er að ná þessu saman. Það þarf alltaf tvo til þegar tveir deila það liggur bara fyrir ef það á að nást lausn. Svo ég biðla bara til samtaka atvinnulífsins að leggja sitt af mörkum til þess að við náum saman.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Sjá meira