Freyr hrósar mikið manninum sem er ekki nógu góður fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2022 12:01 Aron Sigurðarson fagnar hér einu af mörkunum sínum fyrir AC Horsens en þau eru sex í dönsku úrvalsdeildinni í fyrstu sautján leikjunum. Getty/Lars Ronbog Freyr Alexandersson þjálfar danska úrvalsdeildarliðið Lyngby Boldklub og veit allt um það sem er að gerast í danska fótboltanum. Freyr veit því vel hvað Aron Sigurðarson hefur verið að gera góða hluti með Horsens í dönsku deildinni. Íslenska karlalandsliðið hefur ekki verið að gera merkilega hluti síðustu misseri og gengur mjög illa að skora mörk. Þrátt fyrir að Arnar Þór Viðarsson sé að velja stóra landsliðshópa og prófa marga leikmenn þá er ekki pláss fyrir Aron hjá honum. Freyr mætti í Þungavigtina og var spurður út í Aron og frammistöðu hans með Horsens liðinu. Aron er með frábærar tölur og í hóp þeirra sem koma best út af miðjumönnum deildarinnar. „Ef ég tek það út úr myndinni hvað landsliðsþjálfaranum finnst um hann þá er gott að nýta tækifærið og hrósa Aroni. Hann var líka með mér í fyrstu deildinni í fyrra að spila með Horsens,“ sagði Freyr Alexandersson. „Þar byrjaði hann ekkert sérstaklega en svo varð hann alltaf betri og betri. Það sem ég tók mest eftir því ég þekki þjálfarann í Horsens vel. Hann fór að taka miklu meiri ábyrgð á varnarleiknum,“ sagði Freyr. „Aron hefur alltaf verið gagnrýndur og þegar ég var inn í landsliðinu þá var ég alltaf í vafa um varnarleikinn hjá honum. Þar sá ég hann bæta sig gríðarlega og það hefur haldið áfram í úrvalsdeildinni,“ sagði Freyr. „Hann hefur bara verið, vægt til orða tekið, frábær fyrir Horsens og klárlega þeirra mikilvægasti leikmaður. Hann er stórhættulegur og er að skapa hluti upp á sitt einsdæmi. Þetta er ekki auðveld deild að spila í svo að það sé alveg á hreinu,“ sagði Freyr. „Hann ruslar mönnum saman og er stórhættulegur með mikið að lykilsendingum. Hann liggur mjög ofarlega á listum þar og er mjög ofarlega að brjóta línur andstæðinganna og er líka mjög ofarlega að fara einn á einn,“ sagði Freyr. „Hann er bara stórhættulegur, öflugur taktískt og sterkur varnarlega. Hans þróun hefur verið mjög áhugaverð og jákvæð. Hann á allt hrós skilið strákurinn,“ sagði Freyr. „Það eina sem ég er ósáttur með er það þegar hann kom til Horsens. Hann hefði alveg mátt drulla sér til að hringja í mig áður en hann kom til Danmerkur því ég hefði tekið hann alla daga,“ sagði Freyr. Aron hefur skorað 6 mörk í 17 leikjum með Horsens á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30 „Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur ekki verið að gera merkilega hluti síðustu misseri og gengur mjög illa að skora mörk. Þrátt fyrir að Arnar Þór Viðarsson sé að velja stóra landsliðshópa og prófa marga leikmenn þá er ekki pláss fyrir Aron hjá honum. Freyr mætti í Þungavigtina og var spurður út í Aron og frammistöðu hans með Horsens liðinu. Aron er með frábærar tölur og í hóp þeirra sem koma best út af miðjumönnum deildarinnar. „Ef ég tek það út úr myndinni hvað landsliðsþjálfaranum finnst um hann þá er gott að nýta tækifærið og hrósa Aroni. Hann var líka með mér í fyrstu deildinni í fyrra að spila með Horsens,“ sagði Freyr Alexandersson. „Þar byrjaði hann ekkert sérstaklega en svo varð hann alltaf betri og betri. Það sem ég tók mest eftir því ég þekki þjálfarann í Horsens vel. Hann fór að taka miklu meiri ábyrgð á varnarleiknum,“ sagði Freyr. „Aron hefur alltaf verið gagnrýndur og þegar ég var inn í landsliðinu þá var ég alltaf í vafa um varnarleikinn hjá honum. Þar sá ég hann bæta sig gríðarlega og það hefur haldið áfram í úrvalsdeildinni,“ sagði Freyr. „Hann hefur bara verið, vægt til orða tekið, frábær fyrir Horsens og klárlega þeirra mikilvægasti leikmaður. Hann er stórhættulegur og er að skapa hluti upp á sitt einsdæmi. Þetta er ekki auðveld deild að spila í svo að það sé alveg á hreinu,“ sagði Freyr. „Hann ruslar mönnum saman og er stórhættulegur með mikið að lykilsendingum. Hann liggur mjög ofarlega á listum þar og er mjög ofarlega að brjóta línur andstæðinganna og er líka mjög ofarlega að fara einn á einn,“ sagði Freyr. „Hann er bara stórhættulegur, öflugur taktískt og sterkur varnarlega. Hans þróun hefur verið mjög áhugaverð og jákvæð. Hann á allt hrós skilið strákurinn,“ sagði Freyr. „Það eina sem ég er ósáttur með er það þegar hann kom til Horsens. Hann hefði alveg mátt drulla sér til að hringja í mig áður en hann kom til Danmerkur því ég hefði tekið hann alla daga,“ sagði Freyr. Aron hefur skorað 6 mörk í 17 leikjum með Horsens á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30 „Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30
„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu