Lárus: Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík Siggeir Ævarsson skrifar 1. desember 2022 21:36 Lárus og Þórsliðið mátti þola skell gegn Njarðvík á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þór frá Þorlákshöfn fékk þungan skell á heimavelli í kvöld í Subway-deild karla, en Njarðvíkingar settu 119 stig á þá í kvöld, niðurstaðan 31 stigs tap. Lárus Jónsson þjálfari Þórs sagði að slakur varnarleikur í upphafi leiks og andleysi hans manna þegar á móti blés hafi fellt þá rækilega beint á andlitið í kvöld. „Mér fannst við byrja rosalega veikt varnarlega, þannig að við komum Njarðvík alltof mikið á bragðið fannst mér og þeir orðnir sjóðandi heitir. En við náðum náttúrulega að minnka þetta niður í 5 stig og þetta var alveg orðinn leikur en við vorum ótrúlega fljótir að hengja haus þegar við fengum körfur í andlitið á okkur.“ „Þeir skora hérna 119 stig, það er klárlega varnarleikurinn sem fellir okkur. Mér fannst við vera alltof seinir að klukka þá og menn voru að missa menn framhjá sér. Njarðvíkingum var farið að líða ofboðslega vel og gátu sent þessa auka sendingu og fengið galopin skot, voru náttúrulega að hitta. Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík.“ Varnarlega voru Þórsarar vissulega slakir í kvöld, en sóknarlega var heldur ekki mikið að frétta, ef frá er talinn Vincent Shahid sem skoraði 30 stig. Aðrir leikmenn virtust hreinlega ekki vera með í leiknum á köflum. „Margir sem voru ekki að hitta neitt rosalega vel í kvöld, og við vorum kannski ekki að deila boltanum alveg nógu mikið. Mér fannst menn voru svolítið hálfopnir, þeir voru aldrei galopnir þegar þeir voru að taka skotin.“ Staðan í deildinni er ekki gæfuleg fyrir Þórsara nú þegar skammt lifir af árinu. Lárus var þó ekki á því að það væri dökkt yfir Þorslákshöfn, og vonaði að þessi leikur gæfi mönnum einhverskonar viðspyrnu frá botninum. „Við erum búnir að vera inn í öllum leikjunum hingað til og góð barátta í liðinu. Núna fannst mér þetta var fyrsti leikurinn sem ég sá þar sem menn sýna ákveðið andleysi, sem er kannski eðlilegt ef þú ert alltaf að fá þrist í andlitið. En kannski er þetta bara spark sem við þurftum í rassgatið að tapa loksins stórt.“ Það er vonandi Þórsara vegna að þetta sé rétt greining hjá Lárusi og hans menn girði sig í brók eftir þetta stóra tap. Það er í það minnsta brött brekka framundan hjá Þorlákshafnarbúum, sem sitja áfram á botni deildarinnar með einn sigur og 6 töp. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
„Mér fannst við byrja rosalega veikt varnarlega, þannig að við komum Njarðvík alltof mikið á bragðið fannst mér og þeir orðnir sjóðandi heitir. En við náðum náttúrulega að minnka þetta niður í 5 stig og þetta var alveg orðinn leikur en við vorum ótrúlega fljótir að hengja haus þegar við fengum körfur í andlitið á okkur.“ „Þeir skora hérna 119 stig, það er klárlega varnarleikurinn sem fellir okkur. Mér fannst við vera alltof seinir að klukka þá og menn voru að missa menn framhjá sér. Njarðvíkingum var farið að líða ofboðslega vel og gátu sent þessa auka sendingu og fengið galopin skot, voru náttúrulega að hitta. Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík.“ Varnarlega voru Þórsarar vissulega slakir í kvöld, en sóknarlega var heldur ekki mikið að frétta, ef frá er talinn Vincent Shahid sem skoraði 30 stig. Aðrir leikmenn virtust hreinlega ekki vera með í leiknum á köflum. „Margir sem voru ekki að hitta neitt rosalega vel í kvöld, og við vorum kannski ekki að deila boltanum alveg nógu mikið. Mér fannst menn voru svolítið hálfopnir, þeir voru aldrei galopnir þegar þeir voru að taka skotin.“ Staðan í deildinni er ekki gæfuleg fyrir Þórsara nú þegar skammt lifir af árinu. Lárus var þó ekki á því að það væri dökkt yfir Þorslákshöfn, og vonaði að þessi leikur gæfi mönnum einhverskonar viðspyrnu frá botninum. „Við erum búnir að vera inn í öllum leikjunum hingað til og góð barátta í liðinu. Núna fannst mér þetta var fyrsti leikurinn sem ég sá þar sem menn sýna ákveðið andleysi, sem er kannski eðlilegt ef þú ert alltaf að fá þrist í andlitið. En kannski er þetta bara spark sem við þurftum í rassgatið að tapa loksins stórt.“ Það er vonandi Þórsara vegna að þetta sé rétt greining hjá Lárusi og hans menn girði sig í brók eftir þetta stóra tap. Það er í það minnsta brött brekka framundan hjá Þorlákshafnarbúum, sem sitja áfram á botni deildarinnar með einn sigur og 6 töp.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum