Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2022 09:01 Herbergisfélagarnir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fagna góðum sigri á Ólympíuleikunum í Peking. vísir/vilhelm Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. Línumaðurinn öflugi sagði frá upphafi atvinnumannaferilsins í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Róbert hafði þá verið atvinnumaður í nokkur ár en það var í raun tilviljun háð að hann fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku. Hann fór nefnilega með konunni sinni til Danmerkur 2002 þegar hún nam læknisfræði þar í landi. „Á þessum tíma var ég mjög góður á Íslandi og kominn í landsliðshópinn en það var enginn að pæla í mér úti. Konan fór út í janúar/febrúar en ég kláraði tímabilið með Fram. Ég sagði við Frammarana að ég ætlaði fara út, sama hvað, og elta hana. Ég var ekki með neitt lið,“ sagði Róbert. Eina liðið sem sýndi honum áhuga var í Kaupmannahöfn en það kom ekki til greina þar sem fjölskyldan var í Árósum. Róbert endaði svo á því að hafa samband við AGF en Aron Kristjánsson, fyrrverandi samherji hans í landsliðinu og seinna landsliðsþjálfari, hjálpaði honum við leitina að liði. „Þeir sögðu að ég mætti alveg mæta en þeir þyrftu ekki á línumanni að halda; væru nýbúnir kaupa unglingalandsliðsmann og eina gamla hetju, Árósastrákur sem hafði verið í landsliðinu. Ég var uppfullur af sjálfstrausti og hugsaði að ég væri betri en allir þessir gæjar en vissi ekki hvernig þeir litu út.“ Róbert byrjaði að æfa með AGF og þeir buðu honum samning sem hann gat ekki hafnað eins og hann komst að orði. „Ástæðan var ekki upphæðin heldur því ég vildi ekki vera neins staðar annars staðar. Fyrsta tímabilið var ég bara með og fékk varla borgað,“ sagði Róbert sem tróð sér fram fyrir hina línumennina og varð einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Eftir sæmilegt fyrsta tímabil kom Erik Veje Rasmussen og tók við AGF. Hann hafði þá áður þjálfað Flensburg og gert liðið að tvöföldum meisturum í Þýskalandi. Róbert tekur skot í leiknum gegn Egyptalandi í Peking.vísir/vilhelm „Við vorum allir einhver „nobodies“. Enginn vissi hverjir við vorum. Á þriðja árinu áttum við svo frábært tímabil og fórum í úrslitaleik við Kolding sem var þá á svipuðum stað og Álaborg er núna. Róbert sló algjörlega í gegn og bætti meðal annars markamet dönsku deildarinnar. Það met stóð allt þar til Emil Jakobsen sló það í fyrra. „Það var frábært og æðislegt tímabil,“ sagði Róbert en samhliða þessu fékk hann meira að spila með landsliðinu og raðaði inn mörkum þar. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilarnaum hér fyrir ofan. Handbolti Stórasta landið Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Línumaðurinn öflugi sagði frá upphafi atvinnumannaferilsins í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Róbert hafði þá verið atvinnumaður í nokkur ár en það var í raun tilviljun háð að hann fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku. Hann fór nefnilega með konunni sinni til Danmerkur 2002 þegar hún nam læknisfræði þar í landi. „Á þessum tíma var ég mjög góður á Íslandi og kominn í landsliðshópinn en það var enginn að pæla í mér úti. Konan fór út í janúar/febrúar en ég kláraði tímabilið með Fram. Ég sagði við Frammarana að ég ætlaði fara út, sama hvað, og elta hana. Ég var ekki með neitt lið,“ sagði Róbert. Eina liðið sem sýndi honum áhuga var í Kaupmannahöfn en það kom ekki til greina þar sem fjölskyldan var í Árósum. Róbert endaði svo á því að hafa samband við AGF en Aron Kristjánsson, fyrrverandi samherji hans í landsliðinu og seinna landsliðsþjálfari, hjálpaði honum við leitina að liði. „Þeir sögðu að ég mætti alveg mæta en þeir þyrftu ekki á línumanni að halda; væru nýbúnir kaupa unglingalandsliðsmann og eina gamla hetju, Árósastrákur sem hafði verið í landsliðinu. Ég var uppfullur af sjálfstrausti og hugsaði að ég væri betri en allir þessir gæjar en vissi ekki hvernig þeir litu út.“ Róbert byrjaði að æfa með AGF og þeir buðu honum samning sem hann gat ekki hafnað eins og hann komst að orði. „Ástæðan var ekki upphæðin heldur því ég vildi ekki vera neins staðar annars staðar. Fyrsta tímabilið var ég bara með og fékk varla borgað,“ sagði Róbert sem tróð sér fram fyrir hina línumennina og varð einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Eftir sæmilegt fyrsta tímabil kom Erik Veje Rasmussen og tók við AGF. Hann hafði þá áður þjálfað Flensburg og gert liðið að tvöföldum meisturum í Þýskalandi. Róbert tekur skot í leiknum gegn Egyptalandi í Peking.vísir/vilhelm „Við vorum allir einhver „nobodies“. Enginn vissi hverjir við vorum. Á þriðja árinu áttum við svo frábært tímabil og fórum í úrslitaleik við Kolding sem var þá á svipuðum stað og Álaborg er núna. Róbert sló algjörlega í gegn og bætti meðal annars markamet dönsku deildarinnar. Það met stóð allt þar til Emil Jakobsen sló það í fyrra. „Það var frábært og æðislegt tímabil,“ sagði Róbert en samhliða þessu fékk hann meira að spila með landsliðinu og raðaði inn mörkum þar. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilarnaum hér fyrir ofan.
Handbolti Stórasta landið Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira