Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2022 09:01 Herbergisfélagarnir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fagna góðum sigri á Ólympíuleikunum í Peking. vísir/vilhelm Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. Línumaðurinn öflugi sagði frá upphafi atvinnumannaferilsins í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Róbert hafði þá verið atvinnumaður í nokkur ár en það var í raun tilviljun háð að hann fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku. Hann fór nefnilega með konunni sinni til Danmerkur 2002 þegar hún nam læknisfræði þar í landi. „Á þessum tíma var ég mjög góður á Íslandi og kominn í landsliðshópinn en það var enginn að pæla í mér úti. Konan fór út í janúar/febrúar en ég kláraði tímabilið með Fram. Ég sagði við Frammarana að ég ætlaði fara út, sama hvað, og elta hana. Ég var ekki með neitt lið,“ sagði Róbert. Eina liðið sem sýndi honum áhuga var í Kaupmannahöfn en það kom ekki til greina þar sem fjölskyldan var í Árósum. Róbert endaði svo á því að hafa samband við AGF en Aron Kristjánsson, fyrrverandi samherji hans í landsliðinu og seinna landsliðsþjálfari, hjálpaði honum við leitina að liði. „Þeir sögðu að ég mætti alveg mæta en þeir þyrftu ekki á línumanni að halda; væru nýbúnir kaupa unglingalandsliðsmann og eina gamla hetju, Árósastrákur sem hafði verið í landsliðinu. Ég var uppfullur af sjálfstrausti og hugsaði að ég væri betri en allir þessir gæjar en vissi ekki hvernig þeir litu út.“ Róbert byrjaði að æfa með AGF og þeir buðu honum samning sem hann gat ekki hafnað eins og hann komst að orði. „Ástæðan var ekki upphæðin heldur því ég vildi ekki vera neins staðar annars staðar. Fyrsta tímabilið var ég bara með og fékk varla borgað,“ sagði Róbert sem tróð sér fram fyrir hina línumennina og varð einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Eftir sæmilegt fyrsta tímabil kom Erik Veje Rasmussen og tók við AGF. Hann hafði þá áður þjálfað Flensburg og gert liðið að tvöföldum meisturum í Þýskalandi. Róbert tekur skot í leiknum gegn Egyptalandi í Peking.vísir/vilhelm „Við vorum allir einhver „nobodies“. Enginn vissi hverjir við vorum. Á þriðja árinu áttum við svo frábært tímabil og fórum í úrslitaleik við Kolding sem var þá á svipuðum stað og Álaborg er núna. Róbert sló algjörlega í gegn og bætti meðal annars markamet dönsku deildarinnar. Það met stóð allt þar til Emil Jakobsen sló það í fyrra. „Það var frábært og æðislegt tímabil,“ sagði Róbert en samhliða þessu fékk hann meira að spila með landsliðinu og raðaði inn mörkum þar. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilarnaum hér fyrir ofan. Handbolti Stórasta landið Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
Línumaðurinn öflugi sagði frá upphafi atvinnumannaferilsins í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Róbert hafði þá verið atvinnumaður í nokkur ár en það var í raun tilviljun háð að hann fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku. Hann fór nefnilega með konunni sinni til Danmerkur 2002 þegar hún nam læknisfræði þar í landi. „Á þessum tíma var ég mjög góður á Íslandi og kominn í landsliðshópinn en það var enginn að pæla í mér úti. Konan fór út í janúar/febrúar en ég kláraði tímabilið með Fram. Ég sagði við Frammarana að ég ætlaði fara út, sama hvað, og elta hana. Ég var ekki með neitt lið,“ sagði Róbert. Eina liðið sem sýndi honum áhuga var í Kaupmannahöfn en það kom ekki til greina þar sem fjölskyldan var í Árósum. Róbert endaði svo á því að hafa samband við AGF en Aron Kristjánsson, fyrrverandi samherji hans í landsliðinu og seinna landsliðsþjálfari, hjálpaði honum við leitina að liði. „Þeir sögðu að ég mætti alveg mæta en þeir þyrftu ekki á línumanni að halda; væru nýbúnir kaupa unglingalandsliðsmann og eina gamla hetju, Árósastrákur sem hafði verið í landsliðinu. Ég var uppfullur af sjálfstrausti og hugsaði að ég væri betri en allir þessir gæjar en vissi ekki hvernig þeir litu út.“ Róbert byrjaði að æfa með AGF og þeir buðu honum samning sem hann gat ekki hafnað eins og hann komst að orði. „Ástæðan var ekki upphæðin heldur því ég vildi ekki vera neins staðar annars staðar. Fyrsta tímabilið var ég bara með og fékk varla borgað,“ sagði Róbert sem tróð sér fram fyrir hina línumennina og varð einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Eftir sæmilegt fyrsta tímabil kom Erik Veje Rasmussen og tók við AGF. Hann hafði þá áður þjálfað Flensburg og gert liðið að tvöföldum meisturum í Þýskalandi. Róbert tekur skot í leiknum gegn Egyptalandi í Peking.vísir/vilhelm „Við vorum allir einhver „nobodies“. Enginn vissi hverjir við vorum. Á þriðja árinu áttum við svo frábært tímabil og fórum í úrslitaleik við Kolding sem var þá á svipuðum stað og Álaborg er núna. Róbert sló algjörlega í gegn og bætti meðal annars markamet dönsku deildarinnar. Það met stóð allt þar til Emil Jakobsen sló það í fyrra. „Það var frábært og æðislegt tímabil,“ sagði Róbert en samhliða þessu fékk hann meira að spila með landsliðinu og raðaði inn mörkum þar. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilarnaum hér fyrir ofan.
Handbolti Stórasta landið Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti