Konurnar græða miklu meira á HM karla í ár en þegar þær unnu HM sjálfar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 09:30 Megan Rapinoe fagnar marki sínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sumarið 2019. Getty/Richard Heathcote Nýr samningur við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins sér til þess að landsliðskonurnar frá Bandaríkjunum græða miklu meira á góðum árangri karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Katar en þegar þær urðu sjálfar heimsmeistarar árið 2019. Karlalandslið Bandaríkjanna tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM á þriðjudaginn með því að vinna 1-0 sigur á Íran í lokaleik riðilsins. Í nýjum jafnréttissamningi bandaríska knattspyrnusambandsins þá skipta karla- og kvennaliðin jafnt á milli sín því sem bandaríska sambandið fær í verðlaunafé fyrir árangur landsliða sinna á HM. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Karlalandsliðið fær miklu meira frá FIFA heldur en kvennaliðið en þar sem að þessu er skipt jafn á milli leikmanna þá hækkar heildarupphæðin í hvert skipti sem karlaliðið kemst lengra í heimsmeistarakeppninni. Nú er svo komið að með því að komast alla leið í sextán liða úrslitin þá hafa leikmenn karlaliðsins tryggt bæði sér og leikmönnum kvennaliðsins 380 þúsund dollara bónusgreiðslu sem jafngildir tæpum 55 milljónum íslenskra króna. Leikmenn bandaríska liðsins á HM kvenna 2023 fá því sömu upphæð og karlarnir á næsta ári en þær fengu 110 þúsund dala bónus fyrir að verða heimsmeistari 2019 eða þrisvar sinnum minna. Samkvæmt nýja samningnum þá mun bandaríska sambandið skipta níutíu prósent af verðlaunafénu á milli leikmanna sinna. FIFA gefur frá sér samtals 440 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé fyrir þau 32 lönd sem komust á HM í Katar en gaf aðeins samtals 30 milljónir til þjóðanna á HM kvenna í Frakklandi sumarið 2019. Kvennalandsliðin munu fá hærri upphæð á næsta ári en eru samt svo langt langt á eftir enn þá. HM 2022 í Katar HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Karlalandslið Bandaríkjanna tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM á þriðjudaginn með því að vinna 1-0 sigur á Íran í lokaleik riðilsins. Í nýjum jafnréttissamningi bandaríska knattspyrnusambandsins þá skipta karla- og kvennaliðin jafnt á milli sín því sem bandaríska sambandið fær í verðlaunafé fyrir árangur landsliða sinna á HM. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Karlalandsliðið fær miklu meira frá FIFA heldur en kvennaliðið en þar sem að þessu er skipt jafn á milli leikmanna þá hækkar heildarupphæðin í hvert skipti sem karlaliðið kemst lengra í heimsmeistarakeppninni. Nú er svo komið að með því að komast alla leið í sextán liða úrslitin þá hafa leikmenn karlaliðsins tryggt bæði sér og leikmönnum kvennaliðsins 380 þúsund dollara bónusgreiðslu sem jafngildir tæpum 55 milljónum íslenskra króna. Leikmenn bandaríska liðsins á HM kvenna 2023 fá því sömu upphæð og karlarnir á næsta ári en þær fengu 110 þúsund dala bónus fyrir að verða heimsmeistari 2019 eða þrisvar sinnum minna. Samkvæmt nýja samningnum þá mun bandaríska sambandið skipta níutíu prósent af verðlaunafénu á milli leikmanna sinna. FIFA gefur frá sér samtals 440 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé fyrir þau 32 lönd sem komust á HM í Katar en gaf aðeins samtals 30 milljónir til þjóðanna á HM kvenna í Frakklandi sumarið 2019. Kvennalandsliðin munu fá hærri upphæð á næsta ári en eru samt svo langt langt á eftir enn þá.
HM 2022 í Katar HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira