Anníe Mist leikur sér nú að martröðinni sinni frá fyrstu heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir hefur tekið því sem áskorun að takast á við hringina og muscle-up greinina sem reyndist henni svo erfið á fyrstu heimsleikunum. Youtube/Dóttir Anníe Mist Þórisdóttir er sexfaldur verðlaunahafi frá heimsmeistaramótinu í CrossFit en væri kannski með fleiri verðlaun frá leikunum ef ekki væri fyrir eina sannkallaða martraðagrein hennar á fyrstu heimsleikunum árið 2009. Anníe Mist keppti í fyrsta sinn á stærsta sviðinu í Kaliforníu fyrir meira en þrettán árum síðan og vakti þá mikla athygli fyrir vaska framgöngu fyrstu dagana. Lokadagurinn reyndist hins vegar þyngri þraut en hún réði við. Þeir sem sáu Anníe keppa á þessum leikum muna ekki aðeins eftir því hversu vel hún stimplaði sig inn heldur einnig eftir matraðargreininni undir lokin sem sá til þess öðru fremur að hún datt alla leið niður í ellefta sætið. Við erum að tala um muscle-up grein, upplyftingar í hringjum, en Anníe átti að klára fimmtán slíkar í lokagreininni á heimsleikunum 2009. Anníe hafði aldrei prófað slíkt áður og tókst ekki að klára greinina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f70fqkktDxU">watch on YouTube</a> Það tók tíma fyrir Anníe Mist að ná tökum á þessari krefjandi æfingu en hún hefur í gegnum tíðina tekið það sem áskorun að ná þessu. Nú síðast setti Anníe inn myndband af sér gera þessar muscle-up æfingar með glans og má finna það hér fyrir neðan. „Ég hef óttast muscle-up æfingar í keppnum og þetta hefur verið hindrun sem ég hef þurft að komast yfir,“ skrifaði Anníe Mist. „Já ég er orðin svo miklu betri í þeim og á þessum tímapunkti þá elska ég að æfa mig í þeim. Ég verð spennt þegar ég sé þær sem hluta af æfingu á mótum af því að það er tækifæri fyrir mig að komast enn lengra og yfirvinna óttann,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Sjá meira
Anníe Mist keppti í fyrsta sinn á stærsta sviðinu í Kaliforníu fyrir meira en þrettán árum síðan og vakti þá mikla athygli fyrir vaska framgöngu fyrstu dagana. Lokadagurinn reyndist hins vegar þyngri þraut en hún réði við. Þeir sem sáu Anníe keppa á þessum leikum muna ekki aðeins eftir því hversu vel hún stimplaði sig inn heldur einnig eftir matraðargreininni undir lokin sem sá til þess öðru fremur að hún datt alla leið niður í ellefta sætið. Við erum að tala um muscle-up grein, upplyftingar í hringjum, en Anníe átti að klára fimmtán slíkar í lokagreininni á heimsleikunum 2009. Anníe hafði aldrei prófað slíkt áður og tókst ekki að klára greinina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f70fqkktDxU">watch on YouTube</a> Það tók tíma fyrir Anníe Mist að ná tökum á þessari krefjandi æfingu en hún hefur í gegnum tíðina tekið það sem áskorun að ná þessu. Nú síðast setti Anníe inn myndband af sér gera þessar muscle-up æfingar með glans og má finna það hér fyrir neðan. „Ég hef óttast muscle-up æfingar í keppnum og þetta hefur verið hindrun sem ég hef þurft að komast yfir,“ skrifaði Anníe Mist. „Já ég er orðin svo miklu betri í þeim og á þessum tímapunkti þá elska ég að æfa mig í þeim. Ég verð spennt þegar ég sé þær sem hluta af æfingu á mótum af því að það er tækifæri fyrir mig að komast enn lengra og yfirvinna óttann,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga