Vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en samningur liggur fyrir Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 30. nóvember 2022 19:21 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er talsmaður þess að láglaunafólk semji um krónutöluhækkanir, en ekki prósentuhækkanir. Vísir/Vilhelm Mikill hamagangur var í Karphúsinu í dag þar sem reynt hefur verið til þrautar að landa kjarasamningum. Fundum lauk um klukkan sex í dag og verður þráðurinn tekinn aftur upp á morgun. Kristján Þór Snæbjörnsson, forseti ASÍ, sem setið hefur á fundum í dag fyrir hönd rafiðnaðarsambandsins sagði við fréttastofu um klukkan sex að langur dagur væri að baki. Hann var nokkuð bjartsýnn á framhaldið og sagði að samflot tækni- og iðnaðarmanna myndi funda aftur á morgun. Viðræður Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í brennideplinum, en talið er að þær geti gefið gott fordæmi fyrir viðræður annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir stöðuna erfiða og snúna. „En við erum að reyna að ná þessu saman. Hvort það tekst, það verður bara tíminn að leiða í ljós,“ sagði hann. Krónutölur en ekki prósentur Kjarninn greindi frá því í dag að rætt hefði verið um fjögurra prósenta hækkun með 20 þúsund króna þröskuldi og 40 þúsund króna þaki. Vilhjálmur segist talsmaður þess að lágtekjufólk semji ekki í prósentum. Það standi ekki til. „Þannig að hvað það varðar, þá er þetta rangt. [...] Það er alveg vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en það liggur fyrir kjarasamningur á borðinu.“ Langir dagar að baki Líkt og greint hefur verið frá hefur VR sagt sig frá viðræðum fyrir helgi. Fulltrúar félagsins funduðu þó í Karphúsinu í gær, en ekki í dag. Að sögn ríkissáttasemjara voru þeir einfaldlega ekki boðaðir til fundar í dag. Það verði kannski gert á morgun. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari taldi skynsamlegt að fólk næði að hvílast og þráðurinn yrði tekinn upp á morgun. vísir/vilhelm „Þetta var mjög langur dagur og hafa verið langir dagar undanfarið. Það eru allir að leggja sig fram en eins og ég hef sagt áður þá er þetta þungt og erfitt samtal. En það er samtal í gangi,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Ekki verður fundað fram eftir kvöldi en hann segist telja skynsamlegt að fólk taki sér tíma til að hvílast og mæti aftur til funda klukkan eitt á morgun. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kristján Þór Snæbjörnsson, forseti ASÍ, sem setið hefur á fundum í dag fyrir hönd rafiðnaðarsambandsins sagði við fréttastofu um klukkan sex að langur dagur væri að baki. Hann var nokkuð bjartsýnn á framhaldið og sagði að samflot tækni- og iðnaðarmanna myndi funda aftur á morgun. Viðræður Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í brennideplinum, en talið er að þær geti gefið gott fordæmi fyrir viðræður annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir stöðuna erfiða og snúna. „En við erum að reyna að ná þessu saman. Hvort það tekst, það verður bara tíminn að leiða í ljós,“ sagði hann. Krónutölur en ekki prósentur Kjarninn greindi frá því í dag að rætt hefði verið um fjögurra prósenta hækkun með 20 þúsund króna þröskuldi og 40 þúsund króna þaki. Vilhjálmur segist talsmaður þess að lágtekjufólk semji ekki í prósentum. Það standi ekki til. „Þannig að hvað það varðar, þá er þetta rangt. [...] Það er alveg vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en það liggur fyrir kjarasamningur á borðinu.“ Langir dagar að baki Líkt og greint hefur verið frá hefur VR sagt sig frá viðræðum fyrir helgi. Fulltrúar félagsins funduðu þó í Karphúsinu í gær, en ekki í dag. Að sögn ríkissáttasemjara voru þeir einfaldlega ekki boðaðir til fundar í dag. Það verði kannski gert á morgun. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari taldi skynsamlegt að fólk næði að hvílast og þráðurinn yrði tekinn upp á morgun. vísir/vilhelm „Þetta var mjög langur dagur og hafa verið langir dagar undanfarið. Það eru allir að leggja sig fram en eins og ég hef sagt áður þá er þetta þungt og erfitt samtal. En það er samtal í gangi,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Ekki verður fundað fram eftir kvöldi en hann segist telja skynsamlegt að fólk taki sér tíma til að hvílast og mæti aftur til funda klukkan eitt á morgun.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent