Langur dagur í Karphúsinu: „Ekki búið fyrr en þetta er búið“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 11:52 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Dagskráin er þétt í kjaraviðræðum í dagsins. vísir/samett mynd Gert er ráð fyrir löngum degi í Karphúsinu en Starfsgreinasambandið mætir aftur að samningaborðinu í dag eftir maraþonfund í gær. Formaður SGS segir markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðarmót. Ríkissáttasemjari segir að tekin verði ákvörðun í dag um hvort VR verði einnig boðað á fundinn. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins, VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sátu í gær fundi hjá ríkissáttasemjara í um tólf klukkustundir og nýr fundur með SGS hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Gera má ráð fyrir að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður sambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fólk hefði verið beðið um að úttala sig ekki um stöðuna að svo stöddu. Hann sagði þó að „þetta væri ekki búið fyrr en þetta er búið“ og sem oft áður er því ekkert öruggt. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir að fólk hafi nýtt gærdaginn í að ræða sig í gegnum ýmis málefni. „Og setja sig inn í og skilja hagsmuni, afstöðu og viðhorf gagnaðilans. Þetta var um margt mjög gott samtal,“ segir Aðalsteinn. VR sleit sig frá viðræðunum fyrir helgi en mætti á fundinn í gær. Gerir þú ráð fyrir að boða VR aftur til ykkar í dag? „Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem við ætlum að ræða síðar í dag. Fer eftir því hvernig staðan er,“ segir Aðalsteinn. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Vilhjálmur markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðamót. Ljóst er að tíminn er naumur þar sem 1. desember er á morgun. Formaður VR var ekki eins bjartsýnn í gær og taldi það raunar útilokað hvað sitt félag varðar. Rætt er um skammtímakjarasamning í ljósi mikillar verðbólgu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði VR og SGS verið boðin sautján til þrjátíu þúsund króna hækkun þegar VR sleit sig frá viðræðunum og vísaði í óásættanlegt tilboð. Efling hefur farið fram á tæplega 57 þúsund króna hækkun sem formaður VR sagði í gær ekki óeðlilega kröfu í ljósi verðlagshækkana. Langur dagur virðist fram undan í Karphúsinu en samninganefndir iðn- og tæknifólks mættu einnig til fundar klukkan tíu í morgun. Aðalsteinn segir að þétt dagskrá hafi verið sett saman. „Við erum búin að áforma fundi til að minnsta kosti sex í dag en svo sjáum við hvernig dagurinn teiknar sig upp og hversu langt verður hægt að komast,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins, VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sátu í gær fundi hjá ríkissáttasemjara í um tólf klukkustundir og nýr fundur með SGS hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Gera má ráð fyrir að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður sambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fólk hefði verið beðið um að úttala sig ekki um stöðuna að svo stöddu. Hann sagði þó að „þetta væri ekki búið fyrr en þetta er búið“ og sem oft áður er því ekkert öruggt. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir að fólk hafi nýtt gærdaginn í að ræða sig í gegnum ýmis málefni. „Og setja sig inn í og skilja hagsmuni, afstöðu og viðhorf gagnaðilans. Þetta var um margt mjög gott samtal,“ segir Aðalsteinn. VR sleit sig frá viðræðunum fyrir helgi en mætti á fundinn í gær. Gerir þú ráð fyrir að boða VR aftur til ykkar í dag? „Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem við ætlum að ræða síðar í dag. Fer eftir því hvernig staðan er,“ segir Aðalsteinn. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Vilhjálmur markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðamót. Ljóst er að tíminn er naumur þar sem 1. desember er á morgun. Formaður VR var ekki eins bjartsýnn í gær og taldi það raunar útilokað hvað sitt félag varðar. Rætt er um skammtímakjarasamning í ljósi mikillar verðbólgu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði VR og SGS verið boðin sautján til þrjátíu þúsund króna hækkun þegar VR sleit sig frá viðræðunum og vísaði í óásættanlegt tilboð. Efling hefur farið fram á tæplega 57 þúsund króna hækkun sem formaður VR sagði í gær ekki óeðlilega kröfu í ljósi verðlagshækkana. Langur dagur virðist fram undan í Karphúsinu en samninganefndir iðn- og tæknifólks mættu einnig til fundar klukkan tíu í morgun. Aðalsteinn segir að þétt dagskrá hafi verið sett saman. „Við erum búin að áforma fundi til að minnsta kosti sex í dag en svo sjáum við hvernig dagurinn teiknar sig upp og hversu langt verður hægt að komast,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira