Fjölskylda borgarstjóra ákærð fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. nóvember 2022 15:00 María Ángeles Muñoz, borgarstjóri í Marbella, ásamt Juanma Moreno, forseta héraðsstjórnarinnar í Andalúsíu. Joaquin Corchero/Getty Images Áttræður eiginmaður borgarstjórans í Marbella á Spáni og stjúpsonur hennar, hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Spáni til Norðurlanda, peningaþvætti og skattsvik. Þá er borgarstjórinn sökuð um að hafa viðað að sér umtalsverðum auðæfum með vafasömum hætti í krafti embættisins. María Ángeles Muñoz hefur verið borgarstjóri í Marbella á suðurströnd Spánar í 15 ár, frá árinu 2007. Hún er líka þingmaður og á meðal helstu áhrifamanna í Lýðflokknum, stærsta flokki hægri vængs spænskra stjórnmála, en margt bendir til þess að nú fjari hratt undan Maríu. Eiginmaður og stjúpsonur ákærðir fyrir eiturlyfjasmygl Eiginmaður hennar, hinn áttræði sænski kaupsýslumaður Lars Gunnar Broberg, hefur verið ákærður fyrir aðild að umfangsmiklu eiturlyfjasmygli, aðallega hassi frá Marokkó til Svíþjóðar og annarra ríkja Norðurlanda. Sonur hans, hinn tæplega fimmtugi Joakim Broberg er einnig ákærður fyrir eiturlyfasmyglið og fyrir að nota nokkur af þeim 19 fyrirtækjum sem hann á, til peningaþvættis. Þeir voru báðir handteknir í fyrra, reyndar þurfti að framselja soninn frá Brasilíu og hafa nú báðir verið ákærðir. Joakim er talinn einn af höfuðpaurum hinnar svokölluðu sænsku mafíu, ein margra glæpasamtaka sem eru umsvifamikil á Marbella, sem er eins og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í glæpum, en þar er vitað um 113 skipulögð glæpasamtök af 60 þjóðernum. Rannsóknin hefur staðið í nokkur ár Grunur vaknaði um að málið væri stærra og meira en bara eiturlyfjasmygl sem er nánast hversdagskostur í Marbella, þegar lögreglan hleraði síma Joakims fyrir 3 árum, þá státaði hann af því í síma við vitorðsmenn sína að fjölskylda hans og flokkurinn þeirra ætti í raun alla andskotans Andalúsíu, eins og hann orðaði það. Lögreglan hóf þá ítarlega rannsókn á umsvifum feðganna og niðurstaðan er sem fyrr segir ákæra í mörgum liðum fyrir margvísleg alvarleg afbrot. Borgarstjóri viðriðinn spillingu Spænska dagblaðið El Diario komst fyrir skemmstu yfir tölvupósta borgarstjórans og þar eru sterkar vísbendingar um að hún hafi um langt árabil hyglað feðgunum og glæpafélögum þeirra þegar kom að úthlutun opinberra framkvæmda. Ángeles Muñoz spilar þessa dagana nauðvörn þess sem hefur vondan málstað að verja, það er að segja, hún svarar ekki fyrir það sem þar kemur fram, heldur reynir að skjóta sendiboðann og hótar dagblaðinu öllu illu ef það lætur ekki af þessum fréttaflutningi. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
María Ángeles Muñoz hefur verið borgarstjóri í Marbella á suðurströnd Spánar í 15 ár, frá árinu 2007. Hún er líka þingmaður og á meðal helstu áhrifamanna í Lýðflokknum, stærsta flokki hægri vængs spænskra stjórnmála, en margt bendir til þess að nú fjari hratt undan Maríu. Eiginmaður og stjúpsonur ákærðir fyrir eiturlyfjasmygl Eiginmaður hennar, hinn áttræði sænski kaupsýslumaður Lars Gunnar Broberg, hefur verið ákærður fyrir aðild að umfangsmiklu eiturlyfjasmygli, aðallega hassi frá Marokkó til Svíþjóðar og annarra ríkja Norðurlanda. Sonur hans, hinn tæplega fimmtugi Joakim Broberg er einnig ákærður fyrir eiturlyfasmyglið og fyrir að nota nokkur af þeim 19 fyrirtækjum sem hann á, til peningaþvættis. Þeir voru báðir handteknir í fyrra, reyndar þurfti að framselja soninn frá Brasilíu og hafa nú báðir verið ákærðir. Joakim er talinn einn af höfuðpaurum hinnar svokölluðu sænsku mafíu, ein margra glæpasamtaka sem eru umsvifamikil á Marbella, sem er eins og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í glæpum, en þar er vitað um 113 skipulögð glæpasamtök af 60 þjóðernum. Rannsóknin hefur staðið í nokkur ár Grunur vaknaði um að málið væri stærra og meira en bara eiturlyfjasmygl sem er nánast hversdagskostur í Marbella, þegar lögreglan hleraði síma Joakims fyrir 3 árum, þá státaði hann af því í síma við vitorðsmenn sína að fjölskylda hans og flokkurinn þeirra ætti í raun alla andskotans Andalúsíu, eins og hann orðaði það. Lögreglan hóf þá ítarlega rannsókn á umsvifum feðganna og niðurstaðan er sem fyrr segir ákæra í mörgum liðum fyrir margvísleg alvarleg afbrot. Borgarstjóri viðriðinn spillingu Spænska dagblaðið El Diario komst fyrir skemmstu yfir tölvupósta borgarstjórans og þar eru sterkar vísbendingar um að hún hafi um langt árabil hyglað feðgunum og glæpafélögum þeirra þegar kom að úthlutun opinberra framkvæmda. Ángeles Muñoz spilar þessa dagana nauðvörn þess sem hefur vondan málstað að verja, það er að segja, hún svarar ekki fyrir það sem þar kemur fram, heldur reynir að skjóta sendiboðann og hótar dagblaðinu öllu illu ef það lætur ekki af þessum fréttaflutningi.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira