Leggur til að arðgreiðslur banka greiði skuldir ÍL-sjóðs Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2022 14:39 Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum. Vísir Doktor í fjármálum segir Íslandsbankaskýrsluna vera svarta og að mikilvægt sé umræðan endi ekki í pólitískum skotgröfum. Þá leggur hann til að hagnaður banka í ríkiseigu verði nýttur til að greiða niður skuldir ÍL-sjóðs. Doktor Ásgeir Brynjar Torfason ræddi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Hann segir ljóst af skýrslu ríkisendurskoðunar um málið að víða hafi pottur verið brotinn í ferlinu og innan Bankasýslu ríkisins, sem hélt utan um söluna. „Skýrslan er bomba. Þetta er mjög alvarleg úttekt á ekki nógu góðri stjórnsýslu inni í þessari stofnun sem hefur haldið utan um þessa einkavæðingu,“ segir hann. Almannatenglaúrlausn afþökkuð Hann segir að mikilvægt sé að spunameistarar stjórnmálaflokka fái ekki stýra umræðunni um skýrsluna. Málið sé einfaldlega of mikilvægt. „Það má ekki verða einhvers konar PR almannatenglaúrlausn og skotgrafahernaður út frá einhverjum stöðum,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá segir hann að aðalatriðið í málinu öllu saman vera að nauðsynlegt sé að vanda til verka þegar eignarhlutar ríkisins í fjármálafyritækjum eru seldir. „Þetta er ekki einhver sala á notuðum bíl eða einhverri gamalli húseign sem ríkið er að losa sig við. Þetta er einn af þremur aðalbönkum landsins sem rekur greiðslumiðlunarkerfið okkar. Fólk er með húsnæðislánin sín þarna,“ segir hann. Leggur til að hagnaður bankanna greiði upp skuldir Ásgeir Brynjar bendir á að gert hafi verið ráð fyrir frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fjárlögum og því sé komið gat í fjárlög eftir að frekari sala var sett á ís. „Maður veit ekki hvort útspilið með Íbúðalánasjóð allt í einu núna í október sé einhvers konar viðbragð við því. Að reyna að spara þar einhverja hundrað og fimmtíu milljarða með því að taka snúning á lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Fyrir liggur að til stendur að leggja Bankasýslu ríkisins niður og breyta því hvernig haldið er utan um eignir ríkisins. Ásgeir Brynjar leggur til nýstárlega nálgun sem gæti slegið tvær flugur í einu höggi. „Til þess að losa þessa pattstöðu, þá hef ég verið að hugsa hvort í stofnanauppbyggingunni sem þarf að setja fram í þessu frumvarpi, um hvað eigi að taka við af Bankasýslunni, að í staðinn fyrir að hafa þetta sem skúffu í fjármálaráðuneytinu eins og Íbúðalánasjóð, að búa í raun og veru til einhvers konar eignaumsýslustofnun. Það væri hægt að setja þetta saman þannig að arðgreiðslur af þessum eina og hálfa banka sem við eigum, ríkið, þær fari á næstu árum í að borga kostnaðinn af Íbúðalánasjóði. Þá bara neutralíserast þessi tvö vandamál út og þá þarf ekki að vera að deila um þau á hinu pólitíska sviði í tíu, tólf, fimmtán ár,“ segir hann. Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns á Sprengisandi má heyra í spilaranum hér að neðan: Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Doktor Ásgeir Brynjar Torfason ræddi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Hann segir ljóst af skýrslu ríkisendurskoðunar um málið að víða hafi pottur verið brotinn í ferlinu og innan Bankasýslu ríkisins, sem hélt utan um söluna. „Skýrslan er bomba. Þetta er mjög alvarleg úttekt á ekki nógu góðri stjórnsýslu inni í þessari stofnun sem hefur haldið utan um þessa einkavæðingu,“ segir hann. Almannatenglaúrlausn afþökkuð Hann segir að mikilvægt sé að spunameistarar stjórnmálaflokka fái ekki stýra umræðunni um skýrsluna. Málið sé einfaldlega of mikilvægt. „Það má ekki verða einhvers konar PR almannatenglaúrlausn og skotgrafahernaður út frá einhverjum stöðum,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá segir hann að aðalatriðið í málinu öllu saman vera að nauðsynlegt sé að vanda til verka þegar eignarhlutar ríkisins í fjármálafyritækjum eru seldir. „Þetta er ekki einhver sala á notuðum bíl eða einhverri gamalli húseign sem ríkið er að losa sig við. Þetta er einn af þremur aðalbönkum landsins sem rekur greiðslumiðlunarkerfið okkar. Fólk er með húsnæðislánin sín þarna,“ segir hann. Leggur til að hagnaður bankanna greiði upp skuldir Ásgeir Brynjar bendir á að gert hafi verið ráð fyrir frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fjárlögum og því sé komið gat í fjárlög eftir að frekari sala var sett á ís. „Maður veit ekki hvort útspilið með Íbúðalánasjóð allt í einu núna í október sé einhvers konar viðbragð við því. Að reyna að spara þar einhverja hundrað og fimmtíu milljarða með því að taka snúning á lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Fyrir liggur að til stendur að leggja Bankasýslu ríkisins niður og breyta því hvernig haldið er utan um eignir ríkisins. Ásgeir Brynjar leggur til nýstárlega nálgun sem gæti slegið tvær flugur í einu höggi. „Til þess að losa þessa pattstöðu, þá hef ég verið að hugsa hvort í stofnanauppbyggingunni sem þarf að setja fram í þessu frumvarpi, um hvað eigi að taka við af Bankasýslunni, að í staðinn fyrir að hafa þetta sem skúffu í fjármálaráðuneytinu eins og Íbúðalánasjóð, að búa í raun og veru til einhvers konar eignaumsýslustofnun. Það væri hægt að setja þetta saman þannig að arðgreiðslur af þessum eina og hálfa banka sem við eigum, ríkið, þær fari á næstu árum í að borga kostnaðinn af Íbúðalánasjóði. Þá bara neutralíserast þessi tvö vandamál út og þá þarf ekki að vera að deila um þau á hinu pólitíska sviði í tíu, tólf, fimmtán ár,“ segir hann. Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns á Sprengisandi má heyra í spilaranum hér að neðan:
Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira