Aron og Sigrún taka við hlutverki tvíeykisins Simma og Jóa í nýju þáttaröðinni. Þau fengu tíu Idol tengdar spurningar og kom þá í ljós hve vel að sér þau voru í sögu keppninnar bæði hér á landi og erlendis.
Hér fyrir neðan má finna þær tíu spurningar sem kynnarnir voru látnir spreyta sig á. Þær er tilvalið að nýta í Idolpartý kvöldsins.
1. Hvaða ár var Idol fyrst haldið hér á landi?
2. Hverjir voru í dómnefnd í 1.þáttaröð af Idol Stjörnuleit?
3. Raðaðu dómnefndinni í nýju þáttaröðinni í aldursröð og tilgreindu hvaða ár dómararnir eru fæddir?
4. Hver sigraði 1.þáttaröð af American Idol?
5. Hvaða ameríska Idolstjarna er með næstflestar spilanir á Spotify?
6. Hver sigraði 2. þáttaröð af Idol Stjörnuleit?
7. Hvaða dómari sagði eftirfarandi við hvaða keppanda:„Þú ert í vitlausri keppni. Þú átt að fara í leiklistarskólann eða halda áfram á þessari braut. Áfram með þig, en sorrí nei“?
8. Hvar fóru beinu útsendingarnar fram í Idol Stjörnuleit?
9. Chris Allen vann 8. þáttaröð af American Idol, en hver var í öðru sæti?
10. Ruben Studdard vann 2. þáttaröð af American Idol, en hver var í öðru sæti?
Það var Idolkynnirinn Sigrún Ósk sem bar sigur úr býtum í þessari æsispennandi keppni. Aron Mola var aðeins með tvö rétt svör. Í klippunni hér að neðan má heyra kynnana spreyta sig, sem og rétt svör við spurningunum.