Harmar viðræðuslit Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2022 12:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum. Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. „Ég harma það að sjálfsögðu að þetta hafi verið niðurstaða VR að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti og vona að næstu dagar feli í sér einhverja opnun þannig að hægt sé að setjast aftur að samningaborðinu,“ sagði Katrín að loknum ríksstjórnarfundi í morgun. Katrín boðaði aðila vinnumarkaðarins á nokkuð óvæntan fund í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðuna. Nokkurrar bjartsýni gætti eftir þann fund, sem virðist nú að engu orðin. „Ég batt vonir við það í gær, eftir okkar fund, að það væru þó einhverjir fletir á einhvers konar skammtímasamningi. Það lítur ekki út fyrir það í augnablikinu og það er auðvitað mjög miður,“ sagði Katrín. Svo virðist sem að orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á fundi Viðskiptaráðs í gær, hafi hleypt illu blóði í samninganefn VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nefndi þau sem eina af ástæðu viðræðuslita í viðtali við Vísi fyrr í dag. Þar sagði hann forsætisráðherra segja eitt, en fjármálaráðherra annað. Katrín segir hins vegar að afstaða stjórnvalda gagnvart mögulegri aðkomu að kjarasamningum sé skýr. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun.Vísir/Vilhelm „Það liggur algjörlega fyrir að skilaboð stjórnvalda eru þau að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Við fórum yfir það á fundi mínum með forystufólki innan verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í gær. Það liggja fyrir ýmsar hugmyndir í þeim efnum og það er algjörlega óbreytt. En auðvitað er forsendan sú að samningsaðilar sjái að það sé einhver sameiginleg lausn í sjónmáli hjá samningsaðilum,“ sagði Katrín. Engin óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um þessi möguleg skref. „Það er engin óeining um það hvernig ríkisvaldið eigi að koma að samningum en að sjálfsögðu höfum ólíka pólitíska sýn á þessum málum öllu saman. En það er engin óeining um það hver við teljum að aðkoma stjórnvalda eigi að vera.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. „Ég harma það að sjálfsögðu að þetta hafi verið niðurstaða VR að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti og vona að næstu dagar feli í sér einhverja opnun þannig að hægt sé að setjast aftur að samningaborðinu,“ sagði Katrín að loknum ríksstjórnarfundi í morgun. Katrín boðaði aðila vinnumarkaðarins á nokkuð óvæntan fund í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðuna. Nokkurrar bjartsýni gætti eftir þann fund, sem virðist nú að engu orðin. „Ég batt vonir við það í gær, eftir okkar fund, að það væru þó einhverjir fletir á einhvers konar skammtímasamningi. Það lítur ekki út fyrir það í augnablikinu og það er auðvitað mjög miður,“ sagði Katrín. Svo virðist sem að orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á fundi Viðskiptaráðs í gær, hafi hleypt illu blóði í samninganefn VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nefndi þau sem eina af ástæðu viðræðuslita í viðtali við Vísi fyrr í dag. Þar sagði hann forsætisráðherra segja eitt, en fjármálaráðherra annað. Katrín segir hins vegar að afstaða stjórnvalda gagnvart mögulegri aðkomu að kjarasamningum sé skýr. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun.Vísir/Vilhelm „Það liggur algjörlega fyrir að skilaboð stjórnvalda eru þau að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Við fórum yfir það á fundi mínum með forystufólki innan verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í gær. Það liggja fyrir ýmsar hugmyndir í þeim efnum og það er algjörlega óbreytt. En auðvitað er forsendan sú að samningsaðilar sjái að það sé einhver sameiginleg lausn í sjónmáli hjá samningsaðilum,“ sagði Katrín. Engin óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um þessi möguleg skref. „Það er engin óeining um það hvernig ríkisvaldið eigi að koma að samningum en að sjálfsögðu höfum ólíka pólitíska sýn á þessum málum öllu saman. En það er engin óeining um það hver við teljum að aðkoma stjórnvalda eigi að vera.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04
VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47