VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2022 08:47 Ragnar Þór Jónsson formaður VR sagði fyrir fund með forsætisráðherra í gær að með vaxtahækkun Seðlabankans væri ætlast til að vinnandi fólk greiddi fyrir eyðslu efsta lags samfélagsins. Vísir/Vilhelm VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. Á fundinum lýsti Bjarni yfir stuðningi við vaxtaákvörðun Seðlabankans samkvæmt grein Innherja í gær. Bjarni hefði sagt vinnumarkaðinn vera „raunverulega vandamálið“ vegna þess hversu lítill samhljómur væri í kröfugerð verkalýðsfélaganna. Krafist væri bæði krónutöluhækkana og að miðað yrði við stöðu verðbólgunnar núna. „Við sem þjóð værum föst í að biðja alltaf um meira og meira en þjóðarbúið stæði undir hverju sinni." Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til 14 mánaða. Samkvæmt heimildum fréttastofu buðu Samtök atvinnulífsins upp á að laun hækkuðu að lágmarki um 17 þúsund krónur á samningstímanum og aldrei meira en um 30 þúsund. Hagvaxtarauki sem koma á til greiðslu í maí á næsta ári samkvæmt fyrri samningum reiknaðist inn í þá tölu. Fulltrúar VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands lífeyrissjóða funduðu með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi. Eftir það sleit VR viðræðunum við SA.Stöð 2/Sigurjón Samningafundi hjá ríkissáttasemjara lauk upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á þriðjudag. Samninganefndir VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna funda hver um sig núna klukkan níu til að ráða ráðum sínum eftir að VR sleit sig frá viðræðunum í gærkveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði forystu aðila vinnumarkaðarins til fundar með stuttum fyrirvara í gærmorgun eftir að upp úr sauð hjá samningsaðilum vegna 0,25 prósentustiga vaxtahækkun seðlabankans. Eftir þann fund voru menn heldur bjartsýnni enda hefði forsætisráðherra lýst vilja stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Eftir það lýsti fjármálaráðherra stöðunni hins vegar eins og að framan greinir á fundi Viðskiptaráðs sem samkvæmt heimildum fréttastofu var eins og að skvett hefði verið olíu á eld. Þar sagði hann einnig að kröfur verkalýðsfélaganna væru óraunhæfar. „Við þurfum aðeins að vakna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs – undir yfirskriftinni: Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? – og nefndi að þótt vaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi „verið köld vatnsgusa“fyrir suma þá kunni hún að hafa sent nauðsynleg skilaboð til aðila vinnumarkaðarins," segir á Innherja í gær. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. 24. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Á fundinum lýsti Bjarni yfir stuðningi við vaxtaákvörðun Seðlabankans samkvæmt grein Innherja í gær. Bjarni hefði sagt vinnumarkaðinn vera „raunverulega vandamálið“ vegna þess hversu lítill samhljómur væri í kröfugerð verkalýðsfélaganna. Krafist væri bæði krónutöluhækkana og að miðað yrði við stöðu verðbólgunnar núna. „Við sem þjóð værum föst í að biðja alltaf um meira og meira en þjóðarbúið stæði undir hverju sinni." Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til 14 mánaða. Samkvæmt heimildum fréttastofu buðu Samtök atvinnulífsins upp á að laun hækkuðu að lágmarki um 17 þúsund krónur á samningstímanum og aldrei meira en um 30 þúsund. Hagvaxtarauki sem koma á til greiðslu í maí á næsta ári samkvæmt fyrri samningum reiknaðist inn í þá tölu. Fulltrúar VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands lífeyrissjóða funduðu með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi. Eftir það sleit VR viðræðunum við SA.Stöð 2/Sigurjón Samningafundi hjá ríkissáttasemjara lauk upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á þriðjudag. Samninganefndir VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna funda hver um sig núna klukkan níu til að ráða ráðum sínum eftir að VR sleit sig frá viðræðunum í gærkveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði forystu aðila vinnumarkaðarins til fundar með stuttum fyrirvara í gærmorgun eftir að upp úr sauð hjá samningsaðilum vegna 0,25 prósentustiga vaxtahækkun seðlabankans. Eftir þann fund voru menn heldur bjartsýnni enda hefði forsætisráðherra lýst vilja stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Eftir það lýsti fjármálaráðherra stöðunni hins vegar eins og að framan greinir á fundi Viðskiptaráðs sem samkvæmt heimildum fréttastofu var eins og að skvett hefði verið olíu á eld. Þar sagði hann einnig að kröfur verkalýðsfélaganna væru óraunhæfar. „Við þurfum aðeins að vakna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs – undir yfirskriftinni: Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? – og nefndi að þótt vaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi „verið köld vatnsgusa“fyrir suma þá kunni hún að hafa sent nauðsynleg skilaboð til aðila vinnumarkaðarins," segir á Innherja í gær.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. 24. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. 24. nóvember 2022 19:21